Organistablaðið - 01.01.1986, Side 15

Organistablaðið - 01.01.1986, Side 15
Bflum söng kirkjunnar — söng safnaðarins Kirkja án söngs, kirkja án sálma? Þessi setning stenst ekki í huga okkar, svo samofin er söngurinn allri trú- ariðkun kirkjunnar. Við gætum allt eins sagt: kirkja án lofgjörðar, kirkja án gleði eða bænar. Það er auðvitað engin kirkja. Sennilega getur enginn hugsað sér kirkju án söngs og tónlistar. Svo má heldur aldrei verða. Þvert á móti ber að efla sönginn innan hennar og þá sér- staklega almennan söng safnaðarins. Það er mjög mikilvægt fyrir helgihald kirkjunnar og getur aukið að mun þátttöku í messum og safnaðarstarfi almennt. Aukin þátttaka í trúariðkun skilar sér í auknu safnaðarstarfi. Þessi fullyrðing byggist m.a. á orðum Jesú í Jóhannesarguðspjalli 15.4: „Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér.“ Ef við fáumst ekki til að iðka trúna og sækja þannig næringu til Krists, getum viðekki boriðávöxt í daglega lífinu, ekki frekaren greinin sem ekki er á vínviðnum. Sálmurinn er eign safnaðarins, ekki bara kórsins. Söngur og tónlist hefur frá öndverðu gegnt miklu hlutverki í trúariðkuninni og því er ábyrgð þeirra mikil, sem þessum þætti stjórna. Ef við skoðum aftur í aldir, þá má sjá að sálmarnir voru samtvinnaðir lífi fólks, lífi kirkjunnar. Sálmar Biblíunnar sýnaþetta hvað best, en þargefurað líta mikið úrval sálma, sem nota má við hin margvíslegustu tilefni og í marg- víslegum aðstæðum. Þeir sálmar eru sá farvegur sem einstaklingurinn eða kirkjan getur notað til að láta í Ijós þakklæti til skaparans og lífgjafans, jafnt sem að sýna umkomuleysi sitt, biðja um styrk, eða fela harm sinn Guði. Jafn- framt notar Guð þá sömu sálma sem farveg fyrir boðskap sinn, fagnaðarer- indið, til einstaklingsins eða til kirkjunnar allrar. Þannig eru sálmarnir kirkj- unni lífsnauðsyn, til viðhalds og til starfs. Til að sálmur verði raunveruleg eign einstaklingsins eða safnaöarins, verður viðkomandi að fá að flytja hann. Hægt er að lesa sálm en miklu áhrifa- ríkara er að syngja hann, ekki síst ef margir eru saman komnir eins og í messunni. Af þessari ástæ&j á kórinn ekki að syngja sálminn fyrir söfnuðinn heldur með söfnuðinum, leiða söfnuðinn í söngnum. (Organistinn var áður fyrr kallaðurforsöngvari, og segir það mikið um hlutverk hans í kirkjunni.) Safnaðarsöngur og kórsöngur. Ekki bara annað hvort. Skipta má söng kirkjunnar í tvo meginflokka, sálma sem söfnuðurinn ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.