SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 2

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 2
2 22. nóvember 2009 16 Jólaguðspjallið í túlkun trúða Trúðarnir Barbara, Úlfar og Bella leggja út af sögunni um Jesú litla í Borgarleikhúsinu. Frumsýningin er í kvöld, laugardagskvöld. 18 Rithöfundur og sjónvarpskona Á æskuárunum fékk Sirrý sögur og fleira frá Rússlandi og Kúbu frá móðursystur sinni Ingibjörgu Haraldsdóttur rithöfundi. 20 Ekki farið út í 4 ár Gunnhildur Ragnarsdóttir MND-sjúklingur komst loksins út í ferska loftið í vikunni. Hún fer fram á notendastýrða þjónustu. 24 Æskuminningar leik- skálds úr vesturbænum Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Ólaf Hauk Sím- onarson í tilefni af nýrri bók hans. 40 Rómuð súpa á Ön- undarstöðum Litið ofan í pottana hjá Hrefnu Ingólfsdóttur á Öng- ulsstöðum og fengin uppskrift að súpu og marmelaði. Lesbók 48 Ferillinn færður í letur „Það er mjög mikils virði fyrir mig að fá svona bók með yfirliti um fer- ilinn,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður um nýja bók. 50 Gríðarleg afköst Jón Karl Helgason, rithöfundur og bókmenntafræðingur, hefur skrifað bók um menningarfrömuðinn Ragnar í Smára. 37 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af trúðunum Barböru og Úlfari. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Þ að standa fjórir leikarar á sviðinu, halla sér að leikmyndinni og horfa framan í áhorfendur áður en frumsýningin hefst á Rautt brennur fyrir í Borgarleikhúsinu. Ástandið gæti vart orðið eldfimara, því þeir mæta einbeittu augnaráði gagnrýnenda á fremstu bekkj- um. Eins og þeim hafi verið stillt upp fyrir framan aftökusveit, án keflis fyrir augun. Og inn á milli svipbrigðalausra gagnrýnenda situr ungt leikskáld. Þetta er fyrsta leikverk Heiðars Sumarliðasonar í atvinnuleikhúsi. Í því tekur hann fyrir veröld unga fólksins, sem er óvisst um sjálft sig og aðra, telur enn mánuðina í sambandi og bólfélagana, ring- ulreiðina sem rótleysið veldur, einsemdina sem fylgir öryggisleysinu. „Hvort er mikilvægara ást eða öryggi?“ spyr María í tilvistarangist. Tilveran ómótuð hjá unga fólkinu; lífið eins og teikning að byggingu sem á eftir að rísa. Og það þarf lítið til að eitthvað fari úrskeiðis. Eftir sýninguna hópast fólk um leikara og að- standendur sýningarinnar í myrkrinu á bakvið leikmyndina. Þar til einhver leggur til að leik- ararnir fái næði, svo þeir komist í sturtu. „Ég held að ég þurfi líka að komast í sturtu,“ segir leikstjór- inn í armæðutón. Einsemd persónanna er efst í huga Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar í mannþrönginni í for- dyrinu. Hún trúir blaðamanni fyrir því, að hún þjáist ekki af ritteppu heldur útgáfuteppu. Það sé úr svo mörgum handritum að velja. „Ég hringi í þig þegar bókin kemur í búðir – ætli það verði ekki á Þorláksmessu,“ segir hún og hlær. Hófið er haldið í notalegum sal á þriðju hæð, voldug bókahilla geymir leikritasafn hússins, og á einum veggnum hangir portrett af leikaranum Brynjólfi Jóhannesssyni, sem vann marga leiksigra á ferlinum, meðal annars í hlutverkum séra Sig- valda í Manni og konu og Jóns bónda í Gullna hlið- inu. Hann er orðum skrýddur á málverkinu og seg- ir sagan að eftir að hann fékk fálkaorðuna og stórriddarakrossinn hafi þeim verið bætt við myndina. Brynjólfur horfir sposkur yfir menningarelítuna, en heldur á gleraugunum. Hann hefur verið í frumsýningarpartýum áður. pebl@mbl.is Svipmynd úr fordyrinu undir merki Borgarleikhússins fyrir frumsýningu. Allir hugsa sitt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvort er mikilvægara ást eða öryggi? 21. nóvember Yfirlitssýning opnar á Kjarvalsstöðum á fatahönnun Steinunnar Sig- urðardóttur allt frá því fyrsta flíkin leit dagsins ljós árið 2000. Teflt saman fágætum flíkum frá ólíkum tímabilum og ljósmyndir Mary Ellen Mark af fatnaði Steinunnar prýða veggi salarins. Steinunn Sigurðardóttir á Kjarvalsstöðum Við mælum með… 21. nóvember Á 2x200 ára ártíð Felix Mendelssohns og Roberts Schumannsflytur tríóið Tríólógía afmælisdagskrá í Salnum. 24. nóvember Heimildarmynd um kanadísku þunga- rokksveitina Anvil frumsýnd, sem var innblástur sveita á borð við Metallica, Slayer og Anthrax. 26. nóvember Tónleikar Mugison og Bjögga Gísla í Landnámssetursinu. 27. nóvember Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elvu Þor- valdsdóttur Bachmann við tónlist Jar- þrúðar Karlsdóttur á galasýningu í Iðnó til styrktar Unifem. Ragnheiður Gröndal syngur og gestir mæta í app- elsínugulu. 27. nóvember Mr. Skallagrímsson endurfrumsýnd í Landnámssetrinu. ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.