SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 6
6 22. nóvember 2009 E vrópa logar stafna á milli. Hvorki eru það þó efnahagsmál né hlýnun jarðar sem deilt er um að þessu sinni heldur markið sem fleytti Frökkum í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu (HM) næsta sumar á kostnað Íra. Alvara lífsins hefur lagst yfir álfuna af fullum þunga. Engin áhöld eru um að Thierry Henry, fyrirliði Frakka, hafði rangt við þegar hann lagði knöttinn fyr- ir sig með hendinni áður en William Gallas gerði markið. Það staðfesta upptökur. Það viðurkennir hann líka sjálfur og vill helst að leikurinn fari fram að nýju. Styrinn stendur um hvað eigi að gera. Eiga úrslit leiksins að standa eða á að leika hann aftur? Sitt sýn- ist hverjum. Fátt bendir til þess að Alþjóðaknattspyrnu- sambandið (FIFA) sem hefur lögsögu í málinu muni aðhafast neitt. Sænska dómaratríóið sá ekki atvikið og gat því ekki dæmt. Menn dæma ekki á það sem þeir sjá ekki. Það er ófrávíkjanleg regla í knattspyrnu. Málið horfði öðruvísi við hefði dómarinn verið staðinn að „tæknilegum mistökum“, þ.e. að dæma ranglega. Í þessu tilviki eru mistök hans fólgin í því að dæma ekki neitt. Það eru ekki „tæknileg mistök“. FIFA hefur einu sinni ógilt úrslit í kappleik og látið endurtaka hann á grundvelli „tæknilegra mistaka“ dómarans. Það var leikur Úsbekistans og Bareins í undankeppni HM 2006. Málsatvik voru þau að Úsbek- um var dæmd vítaspyrna. Vítaskytta liðsins skoraði úr spyrnunni en dómarinn dæmdi markið af, þar sem Er sæti á HM fast í hendi? Allt í upplausn eftir sigur Frakka á Írum Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is William Gallas fagnar markinu umdeilda á miðvikudag. Skúrkurinn í málinu. Thierry Henry, fyrirliði sparksveitar Frakka. annar leikmaður Úsbeka var kominn inn í vítateiginn áður en spyrnan var framkvæmd. Ekkert athugavert við þá dómgæslu. Í stað þess að gera Úsbekum að endurtaka spyrnuna dæmdi dómarinn hins vegar Bar- einum óbeina aukaspyrnu og það stríðir gegn bókstaf laganna. Dómarinn daufheyrðist við andmælum Úsbeka á vellinum en knattspyrnsamband landsins kærði málið formlega til FIFA í kjölfarið. Eftir að hafa kynnt sér öll gögn í málinu, m.a. skýrslu fjórða dómarans, ákvað sambandið að ógilda úrslitin og láta endurtaka leik- inn. Fáheyrt er að knattspyrnulið bjóðist til að endur- taka leiki, allra síst hafi þau farið með sigur af hólmi. Þetta gerðist þó í bikarkeppni enska knattspyrnu- sambandsins árið 1999. Arsenal lagði þá Sheffield United á Highbury sáluga með afar umdeildu marki. Atvikið bar að með þeim hætti að leikmaður United varð fyrir hnjaski og félagar hans spyrntu knettinum út fyrir hliðarlínuna svo huga mætti að honum. Lá hann um hríð í sverðinum. Þegar maðurinn hafði náð heilsu kastaði Lee Dixon, bakvörður Arsenal, bolt- anum inn á félaga sinn Nwankwo Kanu og ætlaðist til að hann skilaði honum til gestanna. Eitthvað sló út í fyrir Nígeríumanninum sem sneri umsvifalaust í átt að marki, þar sem hann stóð ofarlega út við hliðarlínu. Marc Overmars, fljótasti sparkandi sinnar kynslóðar, rann þá á lyktina og tók æðisgenginn fimmtíu metra sprett inn í vítateig, þar sem hann fékk eitraða send- ingu frá Kanu. Og skoraði. Leikmenn United stóðu þar hreyfingarlausir álengdar, felmtri slegnir. Mótmæli þeirra voru áköf en aumingja dómarinn fórnaði höndum. Hvað átti hann að gera? Leiknum lauk með sigri Arsenal, 2:1. Strax að honum loknum hjó Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sem vel að merkja er franskur, hins vegar á hnútinn að hætti Alexanders mikla. Tók ekki annað í mál en leik- urinn yrði endurtekinn. Svona vildi hann ekki vinna. Arsenal vann aukaleikinn líka. Wenger hvatti í gærkvöldi sparkbændur í Frakk- landi til að bjóða Írum nýjan leik. Eina von þeirra grænklæddu er líklega fólgin í því að þeir geri það. Hvernig ætli FIFA myndi bregðast við því útspili? Reuters Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hönd hefur afgerandi áhrif á úrslit í mikil- vægum leik á HM. Diego Maradona gerði mark með vinstri hendinni fyrir Argentínu gegn Englendingum í átta liða úrslitum lokakeppninnar í Mexíkó sumarið 1986. Er það án efa eitt af frægustu mörkum sparksögunnar. Maradona kom Argentínumönnum í 1:0 snemma í seinni hálfleik með því að blaka knettinum yfir markvörð Englend- inga, Peter Shilton, sem var tuttugu sentimetrum hærri. Shilton stóð agn- dofa eftir og félagar Maradona vissu ekki hvernig þeir áttu að bregðast við. „Komið og faðmið mig,“ upplýsti Mara- dona síðar að hann hefði hrópað á þá. „Annars lætur dómarinn markið ekki standa.“ Í samtali við blaðamenn eftir leikinn sagði Maradona að markið hefði verið skorað með samstilltu átaki höfuðs Maradona og handar Guðs. Sjónvarps- upptökur sýndu aftur á móti að almætt- ið var eitt að verki. Argentínumenn unnu leikinn 2:1 og voru á endanum krýndir heimsmeistarar. Guð tók í taumana Guð almáttugur, í gervi Diegos Maradonas, blakar boltanum yfir Peter Shilton í Mexíkó sumarið 1986. www.noatun.is UNGNAUTALUND KR./KG 2998 Við gerum meira fyrir þig 36% afsláttur 4698 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.