SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 10
10 22. nóvember 2009
U
mræðan um Haga og mögulegar afskriftir á tug-
milljörðum af skuldum félagsins og eignarhalds-
félagi þess 1998 ehf. í Nýja Kaupþingi tók á sig enn
nýja mynd þegar Finnur Árnason, forstjóri Haga,
sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Haga um það hvernig hann og
aðrir stjórnendur og starfsmenn Haga vilji að Jóhannes Jóns-
son verði áfram eigandi Haga.
Meðal annars sagði forstjórinn í áðurnefndri yfirlýsingu:
„Líta verður á umfangsmikla umfjöllun Morgunblaðsins und-
anfarnar vikur sem einstaka í sögu blaðamennsku. Sú umfjöll-
un verður ekki skilin öðruvísi en sem aðför að Högum og því
starfsfólki sem þar starfar. Megininntakið í málflutningi
blaðsins er að nauðsynlegt sé að Bónus starfi í framtíðinni án
Jóhannesar í Bónus …
Þessu er ég, sem forstjóri Haga, með öllu ósammála og deili
ég þar skoðunum með stjórnendum og starfsfólki Haga.
Enginn hefur unnið betra starf í þágu landsmanna við að
tryggja lágt vöruverð á Íslandi en Jóhannes í Bónus. Hann hef-
ur barist fyrir lágu vöruverði og ekki síður að sama verð sé
boðið í verslunum hans um allt land. Hann hefur verið frum-
kvöðull í hagræðingu, sem hefur skilað sér í lægra vöruverði
til íslenskra heimila.“
Er það virkilega svo?!
Má ég spyrja Finn Árnason hvað hafi orðið þess valdandi að
hann ákvað að senda frá sér ofangreinda yfirlýsingu? Er hann
ekki launamaður hjá Högum? Koma málefni eigenda fyrir-
tækisins honum eitthvað við og ber honum skylda til þess að
ráðast í slíkt makalaust mærðarmjálm um eigendur Haga,
einkum Jóhannes? Telur hann að einhver trúi því að ekki
muni koma til afskrifta á skuldum Haga og 1998 ehf. að stórum
hluta, eins og Jóhannes heldur fram?
Er Finnur kannski þeirrar skoðunar að starfsmenn fyrir-
tækja sem eru í erfiðri stöðu, forstjórar, framkvæmdastjórar,
deildarstjórar og óbreyttir, eigi að hafa það á verkefnalista
sínum að tala máli eigenda sinna gagnvart almenningi og lán-
ardrottnum? Eiga ekki skuldamál fyrirtækja almennt að vera í
sama opna og gegnsæja ferlinu hjá lánastofnunum, burtséð frá
því hverjir eigendurnir eru?
Hefði það til dæmis fallið í frjóan jarðveg, hvort sem er hjá
almenningi eða Íslandsbanka, ef Einar Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Árvakurs hf., hefði, þegar verið var að undirbúa í Ís-
landsbanka að setja Árvakur í opið útboðsferli, verið með op-
inberar yfirlýsingar um að það væri tómt mál að tala um að
selja Morgunblaðið til nýrra eigenda; Morgunblaðið yrði að
vera áfram í höndum sinna gömlu eigenda, annars væri voð-
inn vís? Nei, vitanlega hefði það aldrei gengið. Einar Sigurðs-
son er skynsamur maður og hann vissi og veit að þótt hann
hefði sínar persónulegu skoðanir á því hvernig hann vildi sjá
eignarhald á Árvakri í framtíðinni, þá kom honum það bara
yfirhöfuð alls ekkert við. Þess vegna sendi hann ekki frá sér
neina yfirlýsingu – slíkt var ekki í hans verkahring.
Frá því Finnur sendi frá sér yfirlýsinguna hafa margir komið
að máli við mig og lýst undrun sinni á þessari nýju tegund af
vinnubrögðum úr Baugs-herbúðum. Ekkert hefur heyrst frá
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um langa hríð, enda virðast flestir
sammála um að honum sé markvisst haldið í felum, því hvað
svo sem hann kæmi til með að segja, þá er ekki talið að það
væri til þess fallið að auka samúð Íslendinga með þeim Bónus-
feðgum. Þá þótti tilraun Jóhannesar til hvítþvottar, með að-
sendri grein bæði hér í Mogga og Fréttablaðinu þann 4. nóv-
ember, vera afskaplega misheppnað áróðursbragð og vakti í
mesta lagi kátínu, vegna einfeldningslegra staðhæfinga, ekki
síst niðurlag greinar hans: „Það virðist vera þannig, að sé sama
vitleysan sögð nógu oft fer fólk að trúa henni og gildir þá einu
hver sannleikurinn er.“!
Er ekki smásala einhver einfaldasti rekstur sem hægt er að
hugsa sér? Smásalinn kemur sér upp verslunarhúsnæði, lag-
erhúsnæði, ræður starfsfólk, semur við birgja, leggur á vöruna
og hefur síðan sölu. Þetta eru engin geimvísindi, hvað sem
Finnur Árnason og Jóhannes Jónsson reyna að telja okkur trú
um. Þess vegna skiptir það engu máli þótt enginn Jói í Bónus
eða Jón Ásgeir eigi verslanir Haga. Það getur gengið nákvæm-
lega jafn vel, hugsanlega miklu betur, að Jón Jónsson og Páll
Pálsson eigi og rekir verslanirnar og þeir
gætu jafnvel tekið upp á því að ráða Finn
Árnason sem forstjóra.
Engin geim-
vísindi að
reka búð
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
5:30 Steinþór fer á fætur,
fær sér einn disk af morgun-
korni og drífur sig svo út því
um sexleytið þarf hann að
vera mættur í Björnsbakarí við
Austurströnd á Seltjarnarnesi.
Aðspurður segir hann ekki
erfitt að vakna svona snemma
á morgnana sé maður búinn að
stilla sig inn á það. „Þeir sem
vinna í bakaríum eru búnir að
vinna fyrr á daginn og hafa þá
tíma til að gera ýmislegt ann-
að. Að vísu þegar maður er að
reka fyrirtækið er maður alltaf
í vinnunni, maður er vakinn
og sofinn yfir því,“ segir hann
en Steinþór og faðir hans, sem
einnig er bakari, keyptu
bakaríið árið 2003 og reka þeir
það saman. Þá var afi
Steinþórs einnig bakari.
Í Björnsbakaríi starfa alls sex
bakarar og hafa þeir í nógu að
snúast. Fjögur bakarí eru rekin
undir nafni Björnsbakarís en
aðeins er bakað á Seltjarnar-
nesinu og þaðan er keyrt með
brauðið og bakkelsið í hin bak-
aríin. Að sögn Steinþórs er
góður andi á vinnustaðnum
enda hefur sami mannskap-
urinn verið þar að störfum
lengi.
Sem eigandi sér Steinþór ekki
einungis um baksturinn. „Ég er
í öllu,“ segir hann en hann
bregður sér reglulega á skrif-
stofuna til að fylgjast með
pöntunum og sjá til þess að
dreifingin sé í lagi. Kemur
m.a.s. stundum fyrir að Stein-
þór hjálpi til frammi í afgreiðslu
þegar mikið er að gera. „Núna
erum við t.d. að opna nýtt bak-
arí og sé ég um að fara með
vörurnar þangað.“ Segist Stein-
þór einfaldlega vera í bakaríinu
þar sem hans er þörf hverju
sinni.
15:00 Steinþór fer heim,
slappar af og les blöðin. „Svo
sæki ég kannski börnin í leik-
skólann um fjögurleytið,“ segir
hann en Steinþór og eiginkona
hans, Aðalbjörg Sif Krist-
insdóttir kennari, eiga tvö
börn, Guðnýju Lilju og Jón
Kristin sem eru 3 og 4 ára.
Steinþór segir afar misjafnt
hvort hann er þreyttur seinni-
part dags, á því sé dagamunur,
en hann reyni að ná 7 klst.
svefni. „Ég reyni að leika með
börnunum milli kl. 16 og 18 og
svo sé ég yfirleitt um að elda
matinn á heimilinu,“ segir
hann. Vinnudeginum er þó ekki
lokið því oftar en ekki þarf
Steinþór að loka bakaríunum,
gera upp og undirbúa næsta
dag. „Stundum geri ég það fyrir
mat og stundum eftir mat. Yf-
irleitt er ég í þessu aðeins á
kvöldin. Maður er aldrei búinn
í vinnunni.“
20:00 Steinþór kemur yfir-
leitt heim á þessum tíma og þá
er Aðalbjörg búin að svæfa
börnin. „Þá reynir maður að
slappa af eftir daginn fyrir
framan sjónvarpið,“ segir hann.
23:00 Steinþór segist yfir-
leitt reyna að sofna milli kl. 23
og miðnættis enda mikilvægt að
fá góðan svefn þar sem langur
og strangur dagur er fram-
undan.
ylfa@mbl.is
Dagur í lífi Steinþórs Jónssonar bakara
Steinþór Jónsson er árrisull eins og aðrir bakarar.
Morgunblaðið/RAX
Vakinn og sofinn
yfir bakaríinu sínu