SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 13

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 13
22. nóvember 2009 13 Senuþjófarnir á Borgarfirði Eystri árið 2007, þar sem þeir léku í Bræðslunni. Einskær tilviljun? Saga Megasar og Senuþjófanna hefst fyrir einskæra tilviljun. Guðmundur Kristinn Jónsson – Töframaðurinn í Trönuhrauni – einn umsvifamesti og eftirsóttasti upptökumaður landsins í dag og meðlimur í mikilvirkum sveitum eins og Hjálmum, Baggalúti og Memfismafíunni, var á röltinu í Keflavík ásamt hinum sænska trymbli Hjálma, Nisse. Hjálmar voru þá í miðjum upp- tökum á lagi Megasar, „Saga úr sveitinni“ og þeir félagar ramba á Megas á pöbbnum Yellow, þar sem Megas er að syngja, studdur kassagítar. Guðmundur, sem hafði aldrei talað við meistarann áður, afræður að spyrja hvort hann sé ekki til í að kíkja í hljóðver og syngja lítinn part í laginu. Það var auðsótt. Restin er svo í sögubókunum eins og sagt er. Í kjölfarið er ákveðið að láta reyna á sam- starf, Guðmundur hóar í fleiri félaga, setur saman band og upptökur ganga vonum framar svo ekki sé nú meira sagt. Tónlistin flæðir svo óheft og örugg út að efni í tvær plötur safnast saman. Þær hefðu orðið þrjár, hefur Megas sagt, ef Nisse hefði ekki þurft að stökkva heim til Svíþjóðar vegna bráð- komandi barns. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir þessu með Svíunum,“ segir hann. „Þeir þekktu ekkert þessi lög. Ég, Siggi og Gummi höfum verið að hlusta á þetta í partíum síðan við munum eftir okkur.“ Megas kemur inn í samtalið. „En hann hérna …rauðhaus (og vísar í Nisse, trymbilinn) var á sömu línu og ég tónlistarlega. Hann var með þessa sænsku trúbadúra sem enginn þekkir hér á landi á hreinu (meistarinn hljómar uppnuminn). Þeir voru hans unaður og maður þurfti ekki nema að henda í hann einu slíku nafni og þá var hann með allt slíkt á tæru. Og þegar hann fór í þessi gömlu lög mín þá spurði hann bara: „Er þetta þunglynt eða er þetta glaðlynt“ (hlær). Og hjó líka eftir textanum. Hann stillti sig bara inn á um- fjöllunarefnið og rúllaði taktinum eftir því.“ Eins og fram kemur er samstarfið enn í blússandi gír, það kraumar duglega í hug- myndapottinum og ýmis verkefni eru í farvatninu. „Það er fullt af hugmyndum í gangi, hlutir sem gaman væri að gera, bara spurning hvenær þetta er tekið inn,“ segir Kiddi. „Ég sé fimmtu plötuna fyrir mér, þá næstu þ.e., sem nokkurs konar konar hliðarspor líkt og með Á morgun. Ekki ný frumsamin plata semsagt. Það þarf að leika sér inn á milli, það er mjög mik- ilvægt. En svo kemur þungavigtin inn með jöfnu millibili.“ Þegar það hljóðnar Þetta er orðin hin ljúfasta samræðustund þarna inni á Norræna húsinu, rétt fyrir hádegi á þriðjudegi. Andrúmsloftið er þægilega opið og afslappað og undir rest- ina hreinlega galgopalegt. Megas rifjar þannig upp samstarf sitt við Júdas og fer í framhaldinu í netta greiningu á Nashville Skyline Bobs Dylan. „Dylan/Cash plata eins og þeir kölluðu þetta“. Sögumað- urinn Megas er farinn í gang. „Ég fékk einu sinni mikið lof hjá drykkjumanni sem var ekki sérstaklega vandur að virðingu sinni,“ segir Megas og setur í brýnnar. „Hann sagði að ég væri bestur allra og fór um það mörgum og fögrum orðum. Hann sagði að ég hefði gert bestu tónana á Íslandi. Ég benti hon- um þá á það að ég hefði gert djöfull góðar þagnir líka (og hann horfir yfir borðið með prakkaralegu, sjarmerandi brosi). Drykkjumaðurinn greip þennan bolta á lofti og tautaði: „Já, og bestu þagnirnar líka …“ Það er merkilegt hvernig spekin getur stundum hrotið úr munni ógæfu- fólks.“ Þegar Megas er að lokum beðinn um að ramma inn þetta Senuþjófasamstarf talar hann um Svíana sem mikla pósta. „Ég veit ekki hvort það er hægt að tala um einhverja sænska línu en þeir tveir voru nokkurs konar girðingarstaurar. Svo hafa nú fleiri spilað með Senuþjófunum en Svíarnir eru komnir til síns heima. Hann Nisse er auðvitað einstakur trommuleik- ari, hann klikkaði aldrei. Og þegar hann var búinn að læra hlutinn þá gat hann fríkað út frá honum að vild. Þess vegna voru tónleikarnir svo ólíkir og lögin mis- munandi eftir stemningu hverju sinni.“ Gott er nú látið heita og hersingin stígur út fyrir húsið í myndatöku. Það stendur ekki á Megasi að pósa og hann gantast mikið og grínast á tröppunum þar sem hann og Kiddi standa. Stingur svo upp í sig sígarettu og segir okkur að þegar menn hafi verið að hamast hvað mest í honum á áttunda áratugnum hafi hann haft það fyrir reglu að vera alltaf með vindling í kjaftinum þegar ljósmyndir voru teknar. Hann glottir að mér þegar hann segir þetta, með ósvikinn stríðnisglampa í aug- um. Það er djöfulsins rokk í kallinum … Morgunblaðið/Kristinn Tvær stjörnur, Guðmundur Kristinn Jónson og Magnús Þór Jónsson, Megas, stilla sér upp utan við Nor- ræna húsið, 17. nóvember, 2009. Tvöfaldur sprelllifandi Megas asdfas mbl.is | Sjónvarp

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.