SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 20
20 22. nóvember 2009
Undir
berum
himni
Gunnhildur Ragnarsdóttir, sem
haldin er MND-sjúkdómnum,
kom í fyrsta sinn í fjögur ár út
undir bert loft í vikunni en að-
stæður í fjölbýlishúsinu, þar
sem hún býr, eru ekki ákjósan-
legar fyrir fólk í hjólastól.
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
án þess að vera beðinn um það. Svona næmur er
hann.“
Árið 2000 fór Gunnhildur að finna fyrir máttleysi í
öðru hnénu. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera.
Síðan færðist máttleysið yfir í aðra höndina og þreytu
fór að gæta. Hún gekk milli sérfræðinga í tæpt ár
þangað til greiningin lá fyrir, hún er með MND-
sjúkdóminn.
Gunnhildur hélt áfram að vinna í sláturhúsi Móa í
Mosfellsbæ en smám saman dró af henni. Hún fór að
missa fótanna í snjónum og mígrenið, sem hrjáð hefur
hana frá barnsaldri, lét til skarar skríða af fullum
þunga.
Vorið 2004 var svo komið að Gunnhildur treysti sér
ekki lengur til að vinna. Hún átti orðið erfitt með gang
og að halda jafnvægi og fór æ sjaldnar út úr húsi.
Haustið 2005 datt hún illa í stigaganginum heima og
síðan hefur hún ekki treyst sér til að fara út. Þegar hér
er komið sögu var Gunnhildur farin að styðja sig við
hækjur.
Lá í átta vikur á spítala
Í september 2007 varð hún fyrir því óhappi að renna í
bleytu á gólfinu og tvílærbrotna. „Strangt til tekið fór
ég þá út en á sjúkrabörum, þannig ég tel það varla
með,“ segir Gunnhildur sem lá í átta vikur á spítala.
Eftir að brotið var gróið óskaði hún eftir að komast á
Reykjalund í endurhæfingu en „mér var sagt að ég
þyrfti ekki á því að halda“. Eftir lærbrotið hefur Gunn-
hildur alfarið verið í hjólastól heima.
„Sjúkraþjálfari hefur komið hingað heim en ég er
ekki nægilega ánægð með þá þjónustu. Hún vill vel en
fæst ekki til að gera þær æfingar sem ég sækist eftir.
Segist ekki mega það. Það er ekki við hana að sakast,
A
drenalínið streymdi um æðar mér. Ég vildi
helst vera lengur úti í nepjunni en það var
ekki hægt þar sem allir aðrir skulfu eins og
hríslur. Ég fann aftur á móti hitann frá
hvirfli til ilja,“ segir Gunnhildur Ragnarsdóttir, 56 ára
MND-sjúklingur, sem kom í fyrsta skipti í fjögur ár,
svo heitið geti, út undir bert loft í vikunni. Gunnhildur
býr á annarri hæð í lyftulausu fjölbýlishúsi í Kópavogi
og hefur þangað til nýlega ekki haft aðgang að búnaði
sem gerir henni kleift að komast upp og niður tröpp-
urnar í stigaganginum í hjólastólnum.
Eftir að hafa fylgst með heimsókn Evalds Kroghs,
formanns Muskelsvindfonden í Danmörku, hingað til
lands í fréttum að undanförnu, en hann hefur aðgang
að svokallaðri notendastýrðri þjónustu fyrir lamaða og
fatla, setti Gunnhildur sig í samband við Guðjón Sig-
urðsson, formann MND-félagsins, og Sigurstein Más-
son, og gerði þeim grein fyrir aðstæðum sínum.
Brugðust þeir skjótt við og sáu til þess að hún fékk að
yfirgefa heimili sitt í fyrsta skipti í fjögur ár. Gunn-
hildur fór með sigur af hólmi í þessari orrustu en stríð-
ið er hvergi nærri búið. Lokatakmarkið er aðgangur að
notendastýrðri þjónustu. „Ég get ekki sætt mig við að
aðrir ákveði fyrir mína hönd hvenær ég fer í bað og
hvenær ég fer út úr húsi,“ segir hún ákveðin.
Klóraði Krogh í augabrúninni
Gunnhildur fékk tækifæri til að hitta Evald Krogh í
vikunni. Hann er með aðstoðarmann sér við hlið öllum
stundum og Gunnhildi þótti mikil upplifun að fylgjast
með samspili þeirra. „Svona á þjónusta við lamaða og
fatlaða að vera. Hvers vegna stöndum við Dönum
svona langt að baki í þessum efnum? Það var magnað
að sjá aðstoðarmanninn klóra Krogh í augabrúninni,
Gunnhildur Ragnarsdóttir
kampakát úti í nepjunni í
vikunni. Móðir hennar, Inga
Jóna Kristjánsdóttir, fylgist
með á tröppunum.