SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 26
26 22. nóvember 2009 N etmiðillinn Vísir.is birti sl. mánudag frétt, þar sem sagði m.a.: „Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í sam- tökum sem berjast gegn helsta stefnu- máli Samfylkingarinnar. Ásmundur Ein- ar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðal- fundi félagsins í gær en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið. Samfylkingin setti Evrópumálin á oddinn fyrir síðustu kosningar og í sumar samþykkti Alþingi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þeir þing- menn Samfylkingarinnar, sem frétta- stofa ræddi við í dag, undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér for- ystu í félaginu. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að leiða samtök, sem berjast gegn helsta stefnu- máli samstarfsflokks Vinstri grænna.“ Þótt hvergi komi fram til hvaða Sam- fylkingarmanna er vitnað er hér gengið út frá því að rétt sé eftir haft. Það al- menna viðhorf Samfylkingarmanna, sem fram kemur í þessari frétt, er nánast ótrúlegt. Er það svo, að stjórn- málaflokkar eða stjórnmálamenn, sem ganga til samstarfs við Samfylkinguna verði þar með ekki lengur frjálsir að skoðunum sínum á einstökum málum, sem til umræðu eru? Má þingmaður Vinstri grænna ekki berjast fyrir skoð- unum sínum á aðild Íslands að Evrópu- sambandinu af því, að flokkur hans er í samstarfi við Samfylkinguna í rík- isstjórn?! Þetta er auðvitað fráleit af- staða. Þess varð ekki vart, að Samfylkingin gerði svona kröfur til Sjálfstæðisflokks- ins í samstarfi þeirra flokka í ríkisstjórn frá vori 2007 og fram í ársbyrjun 2008. Getur verið, að Samfylkingin geri meiri kröfur til Vinstri grænna? Af hverju? Telur Samfylkingin að hún hafi meiri möguleika á að kúga Vinstri græna en sjálfstæðismenn? Það er umhugsunarefni fyrir forystumenn Vinstri grænna, ef svo er. Samfylkingunni hefur gengið vel að sveigja Vinstri græna af leið það sem af er stjórnarsamstarfinu og telur kannski að þess vegna geti hún leyft sér hvað sem er í samstarfi við þann flokk. En hér kemur fleira til en almenn af- staða til samstarfsflokks. Í stjórnarsátt- mála Samfylkingar og Vinstri grænna frá því í vor segir orðrétt: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Þegar ónafngreindir Samfylkingar- menn veitast að Ásmundi Einari Daða- syni, bónda og alþingismanni, fyrir það að hafa tekið kjöri sem formaður Heims- sýnar, samtaka sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, á aðalfundi samtakanna sl. sunnudag, eru þeir ekki einungis að ganga gegn grundvallaratriðum lýðræð- islegra stjórnarhátta heldur eru þeir beinlínis að ganga gegn undirskrifuðum samningum stjórnarflokkanna tveggja. Þetta lýsir hroka og yfirgengilegri tilætl- unarsemi í garð Vinstri grænna. Að þessu er vikið í forystugrein Morg- unblaðsins í fyrradag, þar sem segir: „En hvar er jafnvægið í samstarfinu? Hvar er gagnkvæmnin?“ Þetta er spurning, sem Vinstri grænir hljóta að spyrja sjálfa sig og leita svara við, ella vofir yfir þeim alvarlegt póli- tískt áfall strax næsta vor í sveitarstjórnarkosningum. Það er vel hægt að skilja ríka löngun núverandi stjórnarflokka til þess að tryggja, að samstarf þeirra í ríkisstjórn gangi upp, þegar horft er til sögunnar. Og skiljanlegt að þeir vilji kosta nokkru til. En eins og að er vikið í fyrrnefndri forystugrein hlýtur slíkt samstarf að byggjast á gagnkvæmni. Fyrst voru Vinstri grænir píndir til að falla frá and- stöðu sinni við aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Um það var bullandi ágreiningur innan flokks þeirra og innan þingflokks þeirra. Svo voru þeir píndir til að axla meginábyrgð á Icesave-samn- ingunum. Í þessari málsmeðferð allri hafa lykilmenn í þingflokki Vinstri grænna glatað trúverðugleika sínum að töluverðu leyti. Og þess mun sjá stað, þegar næst verður gengið að kjörborði. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr pólitískur foringi á þeirra vettvangi, sem ástæða er til að fylgjast vel með á næstu árum, þar sem er bóndinn úr Dölum. Maður, sem augljóslega er tilbúinn til að berjast fyrir pólitískri sannfæringu sinni. Þetta er Samfylkingarmönnum auðvitað ljóst og þess vegna gera þeir tilraun til að stoppa hann af. En í þeirri tilraun opin- bera þeir afstöðu til lýðræðislegra skoð- anaskipta, sem er engum stjórnmála- flokki sæmandi. Þessi viðbrögð við kjöri Ásmundar Einars Daðasonar til formennsku í Heimssýn boða ekkert gott þegar horft er til væntanlegra samningaviðræðna við ESB. Í stjórnarsáttmálanum er lofað gagnsæi í stjórnsýslu. Það eru meiri líkur en minni á, að í framkvæmd verði reynt að halda frá þjóðinni öllum upplýsingum sem máli skipta um gang samninga- viðræðna. Þar hljóta Vinstri grænir að láta til sín taka og tryggja, að almenn- ingur á Íslandi fái samstundis aðgang að öllum upplýsingum um gang samninga- viðræðna. Í þeim efnum verða aðrir að reiða sig á þá. Það er komin of löng reynsla af því að Samfylkingin segi eitt en geri annað. Rétt er að taka fram, að höfundur þessarar greinar á sæti í nýrri stjórn Heimssýnar og mun því eiga samstarf við Ásmund Einar Daðason alþing- ismann á næstu misserum um baráttuna gegn aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Flokkar sem virða ólíkar áherslur hvors um sig? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Þ ú getur ekki sagt, herra forseti, að íbúar Dallas dái þig ekki,“ sagði Nellie Connally, rík- isstjórafrú í Texas, og sneri sér að John F. Ken- nedy Bandaríkjaforseta sem sat fyrir aftan hana í opnum eðalvagninum. Hann kinkaði kolli. Forsetinn var nýkominn í opinbera heimsókn til borgarinnar ásamt eiginkonu sinni, Jacqueline, og fólk flykktist út á götur til að hylla þjóðhöfðingja sinn. Gleði og virðing lágu í loftinu þegar bílalestin beygði inn á Dealey Plaza. Skyndilega heyrðist skothvellur. Fæstir veittu honum athygli, héldu jafnvel að um flugeld væri að ræða. Aftur var hleypt af og nú greip um sig skelfing. Forsetinn virtist hafa orðið fyrir skoti. Rannsókn leiddi síðar í ljós að kúlan hæfði hann ofarlega í bakið, þaut gegnum hálsinn og út um kverkarnar. Hann bar krepptan hnefann að vitum sér og seig í átt að eiginkonu sinni sem tók utan um hann í örvæntingu. Sama skot særði einnig John Connally rík- isstjóra sem hljóðaði: „Guð minn góður, þeir ætla að drepa okkur öll!“ Leyniskyttan hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Næsta skoti var hleypt af augnabliki síðar. Það hæfði forsetann beint í höfuðið. Blóð- og heilaslettur gengu yfir bílinn og lögreglumann á mótorhjóli sem kom í humátt á eftir. „Ég held á heilanum úr honum,“ heyrðist forsetafrúin hljóða. Því næst teygði hún sig aftur á bak, eins og til að sækja eitthvað. Síðar gat hún ekki fyrir sitt litla líf munað hvers vegna en getgátur eru um að hún hafi ætlað að sækja hluta af höfuðkúpu bónda síns. Enda þótt allir helstu ljósvakamiðlar Bandaríkjanna væru með forsetanum í Dallas var tilræðið ekki sýnt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Dealey Plaza og nágrenni þóttu ekki nægilega merkilegir staðir. Eigi að síður eru til ýmsar upptökur af morðinu, þeirra frægust upptaka fata- framleiðandans Abrahams Zapruders. Strax ljóst að forsetanum yrði ekki bjargað Mitt í allri ringulreiðinni gaf bílstjóri eðalvagnsins bensín- ið í botn og tók stefnuna á Parkland Memorial-sjúkra- húsið. Þar tók óvígur her heilbrigðisstarfsmanna á móti forsetanum en ljóst var þegar við komuna að honum yrði ekki bjargað. Einkalæknir embættisins, dr. George Burk- ley, lýsti John F. Kennedy látinn um hálftíma eftir að skotárásin átti sér stað. Kista forsetans var flutt um borð í flugvél embættisins, Air Force One, þar sem varaforsetinn, Lyndon B. John- son, sem verið hafði í bílalestinni í Dallas, tveimur bílum fyrir aftan Kennedy, sór embættiseið sem 36. forseti Bandaríkjanna tveimur tímum eftir árásina. Jacqueline Kennedy stóð þar hjá, dofin á líkama og sál. Lögreglan í Dallas hafði hraðar hendur. Tuttugu mín- útum eftir að forsetinn varð fyrir skoti handtók hún meintan tilræðismann, hinn 24 ára gamla Lee Harvey Os- wald, í kvikmyndahúsi í grenndinni. Strax um kvöldið var hann ákærður fyrir morðið á forsetanum og lögreglu- manninum J.D. Tippit, sem sá hann flýja af hólmi. Oswald neitaði sök. Sagðist vera blóraböggull. Mál hans fór hins vegar aldrei fyrir dóm, Oswald var skotinn til bana tveimur dögum síðar meðan verið var að flytja hann frá lögreglustöðinni í fangelsi í Dallas. Þar var að verki næt- urklúbbseigandinn Jack Ruby. Aldrei fékkst viðunandi skýring á þeim verknaði en Ruby hélt því alltaf fram að hann hefði upp á sitt eindæmi ákveðið að hefna Kennedys og draga þannig úr niðurlægingu lögreglunnar í Dallas. Hann lést úr lungnakrabbameini í fangelsi rúmum þrem- ur árum síðar. Óteljandi samsæriskenningar hafa komið fram um morðið – það væri að æra óstöðugan að fara yfir þær hér – en opinberlega er Oswald talinn hafa verið einn að verki. orri@mbl.is „Ég held á heilanum úr honum“ Á þessum degi 22. nóvember 1963 John F. Kennedy Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni, Jacqueline, í opnum eðalvagninum andartaki áður en leyniskytta réð hann af dögum í Dallas, Texas. AP Sama skot særði einnig John Connally ríkisstjóra sem hljóð- aði: „Guð minn góð- ur, þeir ætla að drepa okkur öll!“ Jack Ruby skýtur Lee Harvey Os- wald til bana tveimur dögum eftir morðið á John F. Kennedy forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.