SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 27
22. nóvember 2009 27
O
kkar starf felst í því að
vekja vitund almennings
um stöðu kvenna um all-
an heim og vekja athygli á
því hvernig UNIFEM vinnur að bætt-
um hag kvenna með hagsmuni heild-
arinnar að leiðarljósi,“ segir Ragna
Sara Jónsdóttir, formaður UNIFEM á
Íslandi, en UNIFEM er þróunarsjóður
Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. Í
tilefni 20 ára afmælis samtakanna hér
á landi verður haldin vegleg afmælishátíð næstkomandi
miðvikudag en sú dagsetning varð fyrir valinu þar sem
25. nóvember er alþjóðlegur dagur SÞ tileinkaður afnámi
ofbeldis gegn konum.
Að sögn Rögnu Söru sýna rannsóknir að konur í þró-
unarlöndum nota 90% af eigin tekjum til að sjá fjöl-
skyldunni farborða en karlmenn 30-40%. „Með því að
styrkja konur til að efla sjálfar sig, til fjárhagslegs og fé-
lagslegs sjálfstæðis, er í raun verið að styrkja grunn-
innviði samfélagsins. Konur eru grunnurinn í fjölskyld-
unni í þróunarlöndum og það er mikilvægt að hlúa að
þeim.“
Ragna Sara segir að undanfarin tvö ár hafi verið
haldnir mánaðarlega opnir fyrirlestrar á vegum UNI-
FEM, svokallaðar UNIFEM-umræður, og hafi þeir verið
vel sóttir af ólíkum hópum fólks. „Við erum afar ánægð
með aðsóknina. UNIFEM á Íslandi hefur vaxið jafnt og
þétt undanfarin 20 ár. Við erum alltaf að verða sýni-
legri.“ Áhuga landsmanna á málefnum UNIFEM varð
einnig vart í sumar þegar farið var af stað með styrkt-
araðilaverkefnið Systralag, þar sem fólk getur styrkt
„systur“ sínar úti í heimi með mánaðarlegum fram-
lögum. Hefur markmiðum þessa árs þegar verið náð.
Alls eru félagar og styrktaraðilar UNIFEM á Íslandi tæp-
lega 1.300 talsins í dag og rennur söfnunarféð til verk-
efna UNIFEM á alþjóðavísu og fer þangað sem þörfin er
mest hverju sinni. Það getur verið í styrktarsjóð UNIFEM
til að afnema ofbeldi gegn konum, í verkefni á stríðs-
hrjáðum svæðum eða fyrir samfélög sem verið er að
endurbyggja eftir stríðsátök.
Næg vinna framundan
Í ár á kvennasáttmáli SÞ 30 ára afmæli. Að sögn Rögnu
Söru leggur hann grunninn að starfsemi UNIFEM á al-
þjóðavísu. „Í honum kemur fram að Sameinuðu þjóð-
irnar og aðildarríkin beita sér fyrir því að konur hljóti
jafnan rétt á við karla. Þessi kvennasáttmáli markaði í
raun þáttaskil í baráttu fyrir bættum aðstæðum
kvenna.“ Þegar UNIFEM var stofnað 1976 áttu samtökin
upphaflega aðeins að vera starfrækt í 10 ár, þar sem talið
var að sá tími dygði til að rétta stöðu kvenna í heim-
inum. „En að 10 árum liðnum kom í ljós að barátta fyrir
betri stöðu kvenna, bæði hvað réttindi þeirra varðaði,
sjálfstæði og öryggi, þyrfti mun meiri stuðning og vinnu.
Þess vegna starfar UNIFEM enn í dag. Jafnvel árið 1976
var ekki enn komið í ljós hvað konur stóðu höllum fæti á
mörgum stöðum,“ segir Ragna Sara og tekur sem dæmi
að kosningarétt hafi konur í Írak ekki fengið fyrr en 1980
og konur í Kúveit 2005. Enn sé næg vinna framundan.
Spurð um stöðu kvenna hér á landi samanborið við
konur erlendis segir Ragna Sara kvennahreyfinguna,
sem hefur verið virk undanfarna áratugi, hafa skilað
miklum framförum fyrir konur. „Að sjálfsögðu stöndum
við jafnfætis körlum hvað löggjöf varðar en hins vegar
má endalaust ræða hvort framganga kvenna í samfélag-
inu sé nægileg, t.d. í stjórnum fyrirtækja og stjórn-
málum. Í raun stöndum við mjög vel, sem og konur í
mörgum öðrum löndum, en staða kvenna er svolítið
ójöfn. Það er ekki hægt að taka t.d. Afríku í heild og segja
að staða kvenna sé slæm þar heldur er það í ákveðnum
löndum, sérstaklega þar sem stríð geisa, réttindi kvenna
eru ekki stjórnarskrárbundin og kynbundið ofbeldi er
liðið samkvæmt lögum, þar sem konur búa við sérstaka
ógn. Það er mikilvægt að vera sér meðvitandi um það að
styðja við bakið á þessari baráttu þar sem hennar er
virkilega þörf.“
ylfa@mbl.is
Styrkja grunninnviði samfélaga
UNIFEM á Íslandi fagnar 20 ára afmæli sínu í næstu viku
Ragna Sara
Jónsdóttir
99% mæðradauða í heiminum verða í
þróunarlöndum. Að meðaltali deyr ein
kona á hverri mínútu vegna erfiðleika í
fæðingu eða af fylgikvillum á meðgöngu.
75% ungra alnæmissmitaðra í Afríku í
dag eru konur.
Þriðja hver kona í heiminum verður á lífs-
leiðinni fórnarlamb kynbundins ofbeldis.
Sýruárásir, morð vegna heimanmundar,
mansal, kynferðisleg áreitni, heið-
ursmorð og útburður stúlkubarna eru
hluti af sama vandamáli. Allt er þetta of-
beldi gegn konum.
Barnadauði í Pakistan og Indlandi er 30-
50% hærri hjá stúlkum en drengjum.
Mun færri stúlkur í þróunarlöndum hafa
tækifæri til grunnmenntunar og skóla-
göngu en drengir. Tveir þriðju hlutar af
ólæsu ungu fólki í heiminum í dag eru
stúlkur.
Árið 2009 eru konur í 18,5% þingsæta í
heiminum. Níu lönd hafa enga konu í
þingsæti.
Konur í þróunarlöndum nota 90% af
tekjum sínum í þágu fjölskyldunnar en
karlmenn nota á bilinu 30-40%.
800 þúsund manns eru seld mansali ár
hvert, flestir til kynlífsþrælkunar. 80%
þeirra eru stúlkur og konur, og um helm-
ingur undir lögaldri. Mansal er þriðja um-
fangsmesta glæpastarfsemi í heiminum
á eftir verslun með ólögleg eiturlyf og
vopn.
Konur eru 60-90% vinnuafls í framleiðslu
matvæla og fatnaðar í þróunarlöndum en
eru þó mun líklegri til að þjást af hungri
en karlmenn og er oft neitað um land-
eignarrétt.
Staðreyndir
Í tilefni 20 ára afmælisins verður haldin afmælishátíð
með framsögu og skemmtiatriðum í Þjóðleikhúskjall-
aranum 25. nóvember kl. 17-19. Sama dag verður gef-
in út lítil bók um UNIFEM sem inniheldur fjölda stað-
reynda um stöðu kvenna í heiminum.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun flytja
ávarp, Auður Jónsdóttir skáldkona flytur ljóð sem hún
orti sérstaklega fyrir UNIFEM, hin palestínska Lina
Masar segir frá reynslu sinni sem kona í flótta-
mannabúðum í Írak, Ellen Kristjánsdóttir og dætur
hennar ætla að spila tónlist auk hóps kvenna úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands o.fl.
Heljarinnar hátíð
Hún kann að drepa
sporðdreka
berst við þrálátan þorstann
öskrandi stríðsmann
sem breytist
í grátandi barn
grátandi barn
í öskrandi stríðsmann
sem frjóvgar hana
sem var barn í gær
sem fæðir stríðsmann
á morgun
Og hún er þú
og þú ert hún
og þú ert þær
þú
Auður Jónsdóttir
Kona með
augu Guðs
„Með því að styrkja konur til að efla sjálfar sig, til fjárhagslegs og félagslegs sjálfstæðis, er í raun verið að styrkja grunninnviði samfélagsins,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir hjá UNIFEM.
Ljósmynd/IRIN news