SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 29
22. nóvember 2009 29 hvað skemmtilegt í lífinu þegar hægt er að hafa það leið- inlegt. Og þykjast vera gáfaður. Við héldum okkar striki og stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni þegar eitthvað áhugavert varð á leið okkar. Við keyrðum niður að Ingólfshöfða þar sem Palli myndaði sandana. Það var hans mynd. Svo var ferðinni haldið áfram til heimkynna skúmsins út af Kvískerjum. Þar byrjaði fyrst fjörið, það var eins og að vera í stríði, undir stöðugum árás- um orrustufugla að verja svæðin sín og unga. Eftir að skúmurinn hafði næstum því slegið Palla í fjórða sinn fékk hann nóg, hann gat ekki einu sinn skipt um filmu þá réðst fuglinn á hann. Aldrei mátti líta af skúmnum. Ég vildi reyna að ná betri mynd og hafði fest flass á myndavél- ina til að reyna að stoppa hreyfinguna á fuglinum sem kom æðandi í áttina að mér. Það skipti engum togum, flassið sem var hæsti punktur á myndavélinni brotnaði af þegar fuglinn kom æðandi alveg trítilóður og sló í myndavélina þar sem ég var við hliðina á unganum hans. Það er mikið keppnisskap í okkur félögunum. Við gef- umst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég hafði tapað þessari heimskulegu hestakeppni, 68 gegn 57, á leiðinni, þannig að ég ætlaði ekki að klúðra myndinni líka. Það varð að harka af sér nokkrar árásir fuglsins og taka sem flestar myndir því ólíklegt var að allar væru í lagi. Aðferðin var sú að kippa myndavélinni aftur á bak á sama hraða og fuglinn. Vera búinn að stilla fjarlægðina rétta og vonandi ná að smella af á réttu augnabliki. Þannig varð stóra myndin hér á opnunni til. Að vísu gat ég ekki notað flassið, það var brotið, en myndin af Palla er tekin með flassinu rétt áður en það brotnaði. Nokkrum dögum seinna var myndavélinni stolið úr bíln- um mínum. Ég hafði gleymt að læsa honum. Sá sem tók hana mætti alveg skila henni, en ef ekki, þá upplýsist hon- um til fróðleiks að rispurnar á toppnum á vélinni eru eftir skúminn á myndinni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.