SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 34
34 22. nóvember 2009
Á
rið 1831 voru sýndir í Edinborg merkilegir
taflmenn sem þá höfðu fundist á sandströnd
á eyjunni Lewis sem er hluti Suðureyja
norðvestur af Skotlandi. Eyjarinnar er getið í
fornum heimildum íslenskum (svo sem Heimskringlu
og Flateyjarbók) og ætíð nefnd Ljóðhús. Líklegt er að
orðið „Lewis“ sé afbökun á þessu fallega íslenska heiti.
Enginn þekkir nú nákvæmlega fundarstaðinn. Tafl-
menn þessir, sem taldir eru elstu taflmenn er fundist
hafa í veröldinni með svipmót nútíma taflmanna og
þeir elstu sem hafa á að skipa biskuðum, eru meðal
merkustu muna British Museum. Gefnir hafa verið út
bæklingar og DVD-diskar um þá og gerðar eftirmyndir
sem boðnar eru til sölu. Taflmennirnir eru taldir þeir
fyrstu sem taka á sig mynd manna og elstu taflmenn
sem fundist hafa með biskup sem einn mannanna.
Taflmennirnir hafa víða haft áhrif og eru m.a. sýndir
í myndinni Harry Potter og viskusteininum og voru
kveikjan að gerð teiknimyndarinnar „Noggin the Nog“.
Í bæklingum British Museum kemur fram að líklegt sé
að taflmennirnir séu gerðir í Þrándheimi í Noregi, en
enginn þekkir uppruna þeirra. Getgátur eru um Ísland,
Noreg eða Skandinavíu, Skotland, Írland eða England.
Þeir eru flestir skornir úr rostungstönnum (nokkrir úr
hvaltönnum) og taldir vera frá 1150 til 1200.
Útskurður, skreytilist
Flestir eru sammála um að Lewistaflmennirnir séu
listaverk. Útskurðinn hafa gert listamenn, skurðmeist-
arar. Erlendir fræðimenn hafa talið að við hirðir kon-
unga og biskupa hafi helst verið þau menningarsetur
þar sem verkmenning og list hafi getað þróast og
þroskast svo að næði að fæða af sér slík listaverk. Ís-
lenskir fræðimenn telja engum vafa undirorpið að á
þessum tíma hafi verið á Íslandi meistarar í útskurði.
Vitað er að íslenskir listsmiðir á miðöldum dvöldust í
Þrándheimi og menntuðust þar í list sinni. Dæmi um
listiðn hérlendis eru mörg. Húsaviðir sem varðveist
hafa hér á landi með dæmigerðum útskurði frá fyrri
hluta miðalda, og taldir eru óefað skornir hér á landi,
bera merki háþróaðri skurðlist. Kirkjan var á þessum
tíma voldug og auðug, átti miklar jarðir og hafði
menningartengsl við Evrópu, t.d. Róm. Hún hafði í
sinni þjónustu sérhæfða listamenn til útskurðar og
gullsmíða. Um árið 1500 er getið smíðahúss, gullsmiðju
og gullskemmu í Skálholti þar sem starfað hafa gull-
smiðir og má því ætla að eins hafi starfað þar fyrr á
miðöldum slíkir listamenn. Íslendingar fóru á ferðum
sínum utan með gjafir og sendu vinum erlendis gjafir.
Í sögu Páls biskups eru til dæmis merkilegar frásagn-
ir. Þar segir: „[Páll] sendi Þóri erkibiskupi biskupsstaf,
af tönn gjörvan svá haglega, at engi maðr hafði fyrr sét
jafnvel görvan á Íslandi, er smíðat hafði Margrét in
haga, er þá var oddhögust allra manna á Íslandi.“ Er í
þessari sögu getið fleiri gripa og sagt frá Þorsteini
skrínsmiði og hagleik hans. Bagall sá er fannst í kistu
Páls var og skorinn úr rostungstönn.
Um 1190 heimsækir Hrafn Sveinbjarnarson klaustur
Thomas Becket í Kantaraborg og gefur klaustrinu m.a.
haglega útskorna rostungstönn. Þau Margrét og Þor-
steinn eru einmitt að vinna þessi verk sín á þeim tíma
sem talið er að Lewistaflmennirnir séu smíðaðir.
Í bók Paul Nörlund, Fornar byggðir á hjara heims,
segir frá biskupsgröf sem hugsanlega sé gröf Jóns
smyrils Grænlandsbiskups, en þar fannst bagall sem
höfundur segir að hljóti að vera frá um 1200. Bagallinn
er skorinn úr rostungstönn og segir Nörlund hugs-
anlegt að Páll biskup Jónsson hafi gefið Jóni biskupi
bagalinn er hann var á ferð á Íslandi en þeir voru mikl-
ir vinir. Nörlund segir og að Páll hafi haft í þjónustu
sinni Margréti prestskonu sem kölluð var hin haga og
fræg fyrir snilldarlegan útskurð í rostungstönn og hef-
ur það vafalítið eftir Páls sögu.
Rostungstennur frá Grænlandi
Dr. Helgi Guðmundsson hefur varpað fram athygl-
isverðri tilgátu um tengsl Íslands og Grænlands á þess-
um tíma í bók sinni „Um haf innan“. Hann telur að
milli Íslands og Grænlands hafi verið viðskiptasambönd
og Vesturland hafi verið nokkurs konar viðskipta-
miðstöð fyrir verslun við Grænland. Íslendingar fluttu
frá Grænlandi rostungstennur, náhvalstennur, svarð-
reipi úr rostungshúð, og hvítabjarnarfeldi og fleira. Ís-
lendingar fluttu þessar vörur og seldu í Skandinavíu,
Írlandi og víða um Evrópu. Spratt af þessum við-
skiptum auðlegð mikil á Vesturlandi og víðar um land,
sem aftur gerði Íslendingum kleift að skrifa hinar frægu
Íslendingasögur. Helgi bendir á frásögn í Konungsannál
um skip biskups sem fórst við Hítarnes um 1266 og var
með vörur frá Grænlandi og fundust lengi síðan rost-
ungstennur þar á fjörum. Hann bendir á frásögn í
Grænlendingasögu um að þar eru staddir árið 1135 eða
1136 kaupmenn með 4 skip að sækja vörur. Íslendingar
námu Grænland og fóru héðan á mörgum skipum til
þess að setjast að þar. Landnámsmenn á Grænlandi áttu
því vini og frændgarð á Íslandi og tengsl hingað voru
mikil. Þegar skipakostur Íslendinga minnkaði og varð
nær enginn, slitnuðu tengsl við Grænland þó að Norð-
menn ættu gnægð skipa. Afdrif Grænlendinga hinna
fornu þekkir enginn. Geta má þess að örnefni benda til
að rostungar hafi verið hér á landnámsöld, s.s. Rosm-
hvalanes, Hvalseyjar og Hvallátur (rostungar voru kall-
aðir „rosmhvalir“ eða bara „hvalir“, enda hafa hvalir
ekki látur á strönd). Af þessu er ljóst að rostungstennur
voru tiltækar á Íslandi á þessum tíma.
Berserkir og aðrir taflmenn
Í bók sinni „Chess in Iceland“ sem prentuð er í Flo-
rens 1905, segir Daniel Willard Fiske að aðeins tvær
þjóðir, Íslendingar og Englendingar, noti orðið „bisk-
up“ um þá menn sem standa við hlið konungs-
hjónanna á taflborðinu. Telur hann þetta benda til að
skáklistin hafi borist frá Englandi til Íslands. Í Skand-
inavíu og um Evrópu var þessi taflmaður nefndur
hlaupari eða „löber“, í Þýskalandi „Leufer“, sem
merkir hlaupari eða sendiboði. Norðmenn hafa aldrei
nefnt þennan taflmann biskup svo vitað sé.
Eru tafl-
mennirnir
frá Ljóðhús-
um íslenskir?
Elstu taflmenn sem fundist hafa í veröld-
inni eru á meðal merkustu gripa British
Museum. Og bregður þeim meðal annars
fyrir í Harry Potter og viskusteininum.
Hér eru færð rök fyrir því að taflmenn-
irnir séu íslenskir.
Guðmundur G. Þórarinsson
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur G.
Þórarinsson.
Saga