SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 38
38 22. nóvember 2009
Þ
að var stórmerkilegt að kynnast þessari æva-
gömlu menningu, þessu ósnortna landi, þar
sem vestræn áhrif eru engin og efnishyggja
framandi hugtak.“
Þannig komast Árni Hermannsson og Jón Ingvar Kjar-
an, kennarar við Verzlunarskóla Íslands, að orði en þeir
sóttu Tíbet heim fyrr á þessu ári.
Þeir voru aufúsugestir þar eystra og nota orðin „gest-
risnir, glaðlyndir og vinnusamir“ til að lýsa heimamönn-
um. Einnig sé augljóst að þeir haldi með ráðum og dáð í
menningu sína og trú.
„Trúin er almennt mjög áberandi í Tíbet. Átrúnaður á
greinilega mjög rík tök í fólki á öllum aldri,“ segir Jón
Ingvar og Árni bætir við að sérstaða landsins sé ekki síst
fólgin í þessu. „Á meðan Kína stefnir hraðbyri að því að
verða eins og hvert annað vestrænt ríki.“
Það vakti líka athygli Jóns Ingvars og Árna hversu vel
fer á með heimamönnum og kínversku innflytjendunum.
„Það er greinilegt að Tíbet er ævintýralandið í hugum
Kínverja. Þeir sem við hittum á ferð okkar töluðu af
djúpri virðingu og aðdáun um svæðið. Þetta var ekki ólíkt
því að hlusta á Norðmenn tala um Reykholt,“ segja þeir.
Heimsóttu Kína í fyrra
Tildrög heimsóknarinnar eru þau að um páskana 2008 fór
hópur kennara úr Verzlunarskólanum ásamt fleirum, alls
um tvö hundruð manns, í heimsókn til Kína. Til stóð að
hópurinn færi áfram til Tíbets en ekki varð af því af þeim
ástæðum að landinu var lokað vegna óeirða. Forsvars-
mönnum Kínversk-íslenska menningarfélagsins þótti
þetta miður og höfðu í kjölfarið milligöngu um að far-
arstjórunum úr Kínaferðinni, Árna og Jóni Ingvari, var
boðið til Tíbets af hálfu kínverskra stjórnvalda. Með í för
voru makar þeirra, Erla Ágústa Gunnarsdóttir og Pétur
Hrafn Árnason.
Hópurinn flaug til Shanghæ og þaðan beinustu leið til
Tíbets, þar sem þau dvöldust í góðu yfirlæti í fimm daga í
höfuðborginni Lhasa.
Það er ekki að ósekju að Tíbet er kallað „þak heimsins“
en landið er í 3.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Jón Ingvar
og Árni segja það taka tíma að venjast hæðinni en nauð-
synlegt er fyrir óvana að taka inn háfjallatöflur áður en
þangað er haldið. „Við vorum fljót að mæðast, einkum
fyrstu dagana, og inni á hótelherbergjunum voru súrefn-
iskútar í varúðarskyni,“ upplýsir Árni.
Vor var í lofti í Tíbet og hlýtt meðan sólar naut við. Kalt
á kvöldin. Á sumrin verður funheitt í Lhasa.
Áhugasamir nemendur
Jón Ingvar og Árni hafa, eins og gefur að skilja, mikinn
áhuga á skólamálum og var þeim boðið að heimsækja
framhaldsskóla við rætur Potala-hallarinnar frægu. Segja
þeir nemendur, sem voru á aldrinum fjórtán til átján ára,
á að giska, bæði hafa verið Tíbeta og Han-Kínverja en svo
eru innfluttir Kínverjar í Tíbet nefndir.
Það vakti athygli þeirra að kennsla fer að mestu fram á
kínversku en Kínverjarnir tala yfirleitt ekki tíbetsku.
„Þetta var örugglega einn af betri skólunum á svæðinu.
Aðbúnaður var ágætur og húsakostur góður en það var
þröng á þingi í bekkjunum,“ segir Jón Ingvar og Árni
bætir við að nemendur hafi virkað prúðir og áhugasamir.
Námsefni sýndist þeim svipað og á Vesturlöndum. Höf-
uðáhersla á tungumál, sögu og stærðfræði.
Þeir segja löngu frímínúturnar hafa verið skemmti-
legar. Þá brast víst á með tónlist og nemendurnir, allir
klæddir í eins jogging-galla, stilltu sér upp í þráðbeina röð
og gerðu líkamsæfingar. „Það mætti að ósekju taka þetta
upp hér heima,“ segir Árni sposkur.
Yfirkennarinn í skólanum talaði prýðilega ensku en
annars kunna Tíbetar lítið sem ekkert fyrir sér í því
tungumáli. „Þeir læra að vísu ensku en þar sem þeir heyra
hana sjaldan, allt sjónvarpsefni er döbbað, er það eins og
að klífa þrítugan hamarinn að ná tökum á henni,“ segir
Árni.
Þeir Jón Ingvar hafa á tilfinningunni að mikil áhersla sé
lögð á menntun í Tíbet en skólaskylda er til fimmtán eða
sextán ára aldurs. Vegna bágrar fjárhagsstöðu þjóðarinnar
eru sóknarfærin ekki síst á þeim vettvangi. Börn sem búa
úti á landi fá styrki til náms. Háskóli er í Lhasa en auk þess
eru tíbetsk ungmenni óspart hvött til að fara í framhalds-
nám til Kína.
Nokkrir fermetrar á mann
Jón Ingvar og Árni skoðuðu sig vel um í Lhasa og bera
borginni vel söguna. Hún er minni að flatarmáli en
Reykjavík en mun þéttbýlli. Íbúafjöldi er ríflega milljón.
„Það eru bara nokkrir fermetrar á mann,“ segir Jón Ingv-
ar.
Þeir skoðuðu og fóru upp í Potala-höllina, þar sem
Dalai Lama var til húsa fyrir flóttann, og segja hana glæsi-
legt mannvirki. „Kínverjar hafa haldið höllinni vel við,
eytt milljörðum í endurbætur á umliðnum árum, enda er
hún einskonar tákn landsins,“ segir Árni.
Þeir segja pílagríma vera á hverju strái kringum höllina
og tilkomumikið sé að sjá þá kasta sér fram í gríð og erg.
Farið var í dagsferð út fyrir Lhasa og lítið þorp m.a.
heimsótt. Jón Ingvar og Árni segja fróðlegt hafa verið að
sjá muninn, híbýlin hafi verið fábrotnari en inni í borg-
inni. „Annars er húsakostur almennt góður enda fá Tíb-
Skyndibiti hinna innfæddu. Söluvagnar sem þessi eru víða.Heilu fjöllin af jakuxasmjöri er að finna á mörkuðum í Tíbet.
Á þaki
heimsins
Verzlunarskólakennararnir
Árni Hermannsson og Jón
Ingvar Kjaran heimsóttu Tíbet
fyrr á þessu ári og heilluðust af
landi og þjóð. Þeir segja augljóst
að Kínverjar veiti vel af fé til
uppbyggingar í Tíbet en heima-
menn séu mjög stoltir af menn-
ingu sinni og trú.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Potala-höllin sögufræga í Lhasa. Þar var Dalai Lama til húsa yfir veturinn áður en hann flúði til Indlands fyrir fimmtíu árum.
Jón Ingvar og Árni við bautastein mikinn á leið út á land.
Ferðalög