SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 38
38 22. nóvember 2009 Þ að var stórmerkilegt að kynnast þessari æva- gömlu menningu, þessu ósnortna landi, þar sem vestræn áhrif eru engin og efnishyggja framandi hugtak.“ Þannig komast Árni Hermannsson og Jón Ingvar Kjar- an, kennarar við Verzlunarskóla Íslands, að orði en þeir sóttu Tíbet heim fyrr á þessu ári. Þeir voru aufúsugestir þar eystra og nota orðin „gest- risnir, glaðlyndir og vinnusamir“ til að lýsa heimamönn- um. Einnig sé augljóst að þeir haldi með ráðum og dáð í menningu sína og trú. „Trúin er almennt mjög áberandi í Tíbet. Átrúnaður á greinilega mjög rík tök í fólki á öllum aldri,“ segir Jón Ingvar og Árni bætir við að sérstaða landsins sé ekki síst fólgin í þessu. „Á meðan Kína stefnir hraðbyri að því að verða eins og hvert annað vestrænt ríki.“ Það vakti líka athygli Jóns Ingvars og Árna hversu vel fer á með heimamönnum og kínversku innflytjendunum. „Það er greinilegt að Tíbet er ævintýralandið í hugum Kínverja. Þeir sem við hittum á ferð okkar töluðu af djúpri virðingu og aðdáun um svæðið. Þetta var ekki ólíkt því að hlusta á Norðmenn tala um Reykholt,“ segja þeir. Heimsóttu Kína í fyrra Tildrög heimsóknarinnar eru þau að um páskana 2008 fór hópur kennara úr Verzlunarskólanum ásamt fleirum, alls um tvö hundruð manns, í heimsókn til Kína. Til stóð að hópurinn færi áfram til Tíbets en ekki varð af því af þeim ástæðum að landinu var lokað vegna óeirða. Forsvars- mönnum Kínversk-íslenska menningarfélagsins þótti þetta miður og höfðu í kjölfarið milligöngu um að far- arstjórunum úr Kínaferðinni, Árna og Jóni Ingvari, var boðið til Tíbets af hálfu kínverskra stjórnvalda. Með í för voru makar þeirra, Erla Ágústa Gunnarsdóttir og Pétur Hrafn Árnason. Hópurinn flaug til Shanghæ og þaðan beinustu leið til Tíbets, þar sem þau dvöldust í góðu yfirlæti í fimm daga í höfuðborginni Lhasa. Það er ekki að ósekju að Tíbet er kallað „þak heimsins“ en landið er í 3.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Jón Ingvar og Árni segja það taka tíma að venjast hæðinni en nauð- synlegt er fyrir óvana að taka inn háfjallatöflur áður en þangað er haldið. „Við vorum fljót að mæðast, einkum fyrstu dagana, og inni á hótelherbergjunum voru súrefn- iskútar í varúðarskyni,“ upplýsir Árni. Vor var í lofti í Tíbet og hlýtt meðan sólar naut við. Kalt á kvöldin. Á sumrin verður funheitt í Lhasa. Áhugasamir nemendur Jón Ingvar og Árni hafa, eins og gefur að skilja, mikinn áhuga á skólamálum og var þeim boðið að heimsækja framhaldsskóla við rætur Potala-hallarinnar frægu. Segja þeir nemendur, sem voru á aldrinum fjórtán til átján ára, á að giska, bæði hafa verið Tíbeta og Han-Kínverja en svo eru innfluttir Kínverjar í Tíbet nefndir. Það vakti athygli þeirra að kennsla fer að mestu fram á kínversku en Kínverjarnir tala yfirleitt ekki tíbetsku. „Þetta var örugglega einn af betri skólunum á svæðinu. Aðbúnaður var ágætur og húsakostur góður en það var þröng á þingi í bekkjunum,“ segir Jón Ingvar og Árni bætir við að nemendur hafi virkað prúðir og áhugasamir. Námsefni sýndist þeim svipað og á Vesturlöndum. Höf- uðáhersla á tungumál, sögu og stærðfræði. Þeir segja löngu frímínúturnar hafa verið skemmti- legar. Þá brast víst á með tónlist og nemendurnir, allir klæddir í eins jogging-galla, stilltu sér upp í þráðbeina röð og gerðu líkamsæfingar. „Það mætti að ósekju taka þetta upp hér heima,“ segir Árni sposkur. Yfirkennarinn í skólanum talaði prýðilega ensku en annars kunna Tíbetar lítið sem ekkert fyrir sér í því tungumáli. „Þeir læra að vísu ensku en þar sem þeir heyra hana sjaldan, allt sjónvarpsefni er döbbað, er það eins og að klífa þrítugan hamarinn að ná tökum á henni,“ segir Árni. Þeir Jón Ingvar hafa á tilfinningunni að mikil áhersla sé lögð á menntun í Tíbet en skólaskylda er til fimmtán eða sextán ára aldurs. Vegna bágrar fjárhagsstöðu þjóðarinnar eru sóknarfærin ekki síst á þeim vettvangi. Börn sem búa úti á landi fá styrki til náms. Háskóli er í Lhasa en auk þess eru tíbetsk ungmenni óspart hvött til að fara í framhalds- nám til Kína. Nokkrir fermetrar á mann Jón Ingvar og Árni skoðuðu sig vel um í Lhasa og bera borginni vel söguna. Hún er minni að flatarmáli en Reykjavík en mun þéttbýlli. Íbúafjöldi er ríflega milljón. „Það eru bara nokkrir fermetrar á mann,“ segir Jón Ingv- ar. Þeir skoðuðu og fóru upp í Potala-höllina, þar sem Dalai Lama var til húsa fyrir flóttann, og segja hana glæsi- legt mannvirki. „Kínverjar hafa haldið höllinni vel við, eytt milljörðum í endurbætur á umliðnum árum, enda er hún einskonar tákn landsins,“ segir Árni. Þeir segja pílagríma vera á hverju strái kringum höllina og tilkomumikið sé að sjá þá kasta sér fram í gríð og erg. Farið var í dagsferð út fyrir Lhasa og lítið þorp m.a. heimsótt. Jón Ingvar og Árni segja fróðlegt hafa verið að sjá muninn, híbýlin hafi verið fábrotnari en inni í borg- inni. „Annars er húsakostur almennt góður enda fá Tíb- Skyndibiti hinna innfæddu. Söluvagnar sem þessi eru víða.Heilu fjöllin af jakuxasmjöri er að finna á mörkuðum í Tíbet. Á þaki heimsins Verzlunarskólakennararnir Árni Hermannsson og Jón Ingvar Kjaran heimsóttu Tíbet fyrr á þessu ári og heilluðust af landi og þjóð. Þeir segja augljóst að Kínverjar veiti vel af fé til uppbyggingar í Tíbet en heima- menn séu mjög stoltir af menn- ingu sinni og trú. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Potala-höllin sögufræga í Lhasa. Þar var Dalai Lama til húsa yfir veturinn áður en hann flúði til Indlands fyrir fimmtíu árum. Jón Ingvar og Árni við bautastein mikinn á leið út á land. Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.