SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 39

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 39
22. nóvember 2009 39 Dauðinn umkringir hjónin Cathee Shultz og J.D. Healy enda er hann þeirra lifibrauð og hefur verið eitt helsta áhugamál í yfir 18 ár. Þau safna nefnilega alls kyns hlutum sem tengjast dauðanum – eigum raðmorðingja, höfðum fjöldamorðingja sem voru hálshöggnir, ljósmyndum af vettvangi þekktra glæpa og af líkkrufningum. Almenningur getur séð hluta af því sem parið hefur sankað að sér á Dauða- safninu (Museum of Death) sem þau Shultz og Healy opnuðu í Hollywood í byrjun árs. Í anddyri safnsins hangir mynd sem sýnir illa far- ið fórnarlamb áreksturs mótorhjóls og vöruflutn- ingabíls. Hún þjónar tilgangi prófsteins – missi fólk ekki mátt í hnjánum eða finni til ógleði við að horfa á hana er því óhætt að borga sig inn og skoða allan hryllinginn sem safnið hefur upp á að bjóða. Í fyrsta herberginu eru sakleysislegir hlutir á borð við tæki og tól úr líkhúsum og nafnspjöld útfararstjóra. Hryllingurinn eykst hinsvegar eftir því sem líður á skoðunarferðina og við enda herbergisins er spilað myndband af því hvernig smyrja á lík. Næsta herbergi er tileinkað ljósmyndum af ban- vænum umferðarslysum, af vettvangi morða Man- son-fjölskyldunnar og morðsins á John F. Ken- nedy. Forsíður dagblaða hanga þar líka þar sem sagt er frá morðum og mannáti og skammt frá er upp- stoppaður chihuahua-hundur leikkonunnar Jayne Mansfield en hann drapst í sama bílslysi og varð Mansfield að aldurtila árið 1967. Skammt frá er myndbandi varpað á stóran skjá sem sýnir fólk deyja. Enn eitt herbergið er tileinkað raðmorð- ingjum eins og John Wayne Gacy, sem myrti 33 manneskjur á 8. áratugnum, og hanga trúðamynd- ir, sem Gacy málaði, á einum veggnum. „Ég vona að eftir að hafa heimsótt safnið átti fólk sig á því að lífið er stutt og það á að lifa því til fulls, að jafnvel slæmur dagur er góður dagur,“ segir Healy. „Ég vil að fólk kunni betur að meta lífið þeg- ar það gengur héðan út.“ Heltekin af dauðanum Cathy Shultz og J.D. Healy eru hugfangin af dauð- anum og deila þeirri upplifun með almenningi. Staðurinn Dauðasafnið í Hollywood Þóroddur Bjarnason „...og eftir brun- ann lítur svæðið út eins og helvíti – flæmi lands al- svart með hvítu skögultennurnar standandi...“ A kiyoshidai Int- ernational Art Vil- lage, AIAV, er al- þjóðleg listamiðstöð rekin af Yama- guchi-héraði í Japan. Þar hef ég dvalið í tvær vikur þegar þetta er skrifað og verð hér í aðrar tvær vikur. Miðstöðin er í fremur litlum og notalegum skógi vöxnum dal uppi í sveit, hönnuð af heimsfrægum jap- önskum arkitekt, Arata Iso- zaki, og samanstendur af listamannaíbúðahverfi, veit- ingastað og annarri aðstöðu fyrir þá sem hér dvelja, og að- albyggingu með vinnustofum, tónleikasölum, galleríi og kaffistofu. Hér er friðsælt og gott næði gefst til list- sköpunar og almennrar íhugunar. Hingað koma til listflutnings og listiðkunar listamenn úr ýmsum greinum, s.s. myndlist, arkitektúr, dansi og tónlist. Nú stendur yfir þemasýning um blóm þar sem myndlistarmenn sýna blómamyndir, dansarar dansa blómadansa, blómaskreytar sýna skreytingar og blómatónlist er flutt. Yamaguchi-hérað er á Chugoku-svæðinu á Honshu-eyjunni. Höfuðborgin heitir Yamaguchi og er nákvæmlega í miðju héraðsins. Stærsta borg hér- aðsins er hinsvegar Shimonoseki,aðeins sunnar. Það er um 30 mínútna akstur um krókóttan og frekar mjóan veg til Yamaguchi-borgar frá AIAV. Þetta er fallegt svæði, fjöllin skógi vaxin upp á topp með ógrynni tegunda af trjám sem ég kann ómögu- lega að nefna. Draumaland skógræktarmannsins hlýtur að vera. 70% héraðsins eru skógi vaxin en heitt og hagfellt veðurfar gerir landið einkar ákjós- anlegt fyrir trjágróður. Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar eru hér meginatvinnuvegir og um ein og hálf milljón manna býr í héraðinu sem gerir það að því 25. stærsta í Japan miðað við fólksfjölda. Þetta er í annað skipti sem ég dvel í Japan, en ég dvaldi á sínum tíma í eitt ár í borginni Kitakyushu í Fukuoka-héraði sem er næsta hérað við Yama- guchi. Borgin Kitakyushu er einmitt næsta borg við Shimanoseki sem ég minntist á hér áðan. Það er áhugaverð söguleg staðreynd að borgin Kokura, sem er stærsta borgin í Kitakyushu (Kitakyushu samanstendur af nokkrum borgum sem voru sam- einaðar í eina) var upphaflegt skotmark atóm- sprengjunnar sem síðar var varpað á Nagasaki. Það varð borginni og íbúum hennar til happs ef svo má segja að mjög skýjað var þann 9. ágúst 1945 þegar major Charles Sweeney átti að láta sprengjuna falla. Hann sveigði því frá borginni og sprengdi Nagasaki í staðinn, sem var næsti valkostur. En aftur að Yamaguchi. Forvitnilegir staðir eru Akiyoshydai Plateou og Akiyoshydo-hellirinn, stærsti hellir í Japan, um 10 km langur. Akiyoshydai Pla- teou er ansi merkilegt fyrirbæri og það stærsta sinnar tegundar í landinu. Þetta er einskonar kalk- steinaakur, nánast engin tré bara kalksteinar, sem standa eins og skögultennur upp úr jörðinni á 130 ferkílómetra stóru svæði. Í febrúar ár hvert er kveikt í sinu á öllu svæðinu til að endurnýja gróð- urinn (og til að halda svæðinu trjálausu) og eftir brunann lítur svæðið út eins og helvíti – flæmi lands alsvart með hvítu skögultennurnar standandi upp úr jörðinni svo langt sem augað eygir. Hér er ýmislegt annað áhugavert. Þetta er eft- irsótt onsen-svæði en onsen eru heitar laugar með náttúrulegu heitu vatni sem Japanar tala um af mikilli andakt. Þá má nefna Kintaikyo-trjábrúna sem er mjög falleg og í elsta hluta Yamaguchi má líta ægifögur musteri. Matarmenningin er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig og hvet ég alla til að koma til Japans, þó ekki væri nema bara til að borða. Að lokum má benda áhugamönnum um myndlist sem vilja bregða sér eina bæjarleið eða svo, á að ég mun opna sýningu í AIAV þann 29. nóv. Í desember verður síðan opnuð sýning með verkum Tatsuo Miyajima, sem er einn þekktasti myndlistarmaður Japans í dag, og í janúar kemur hingað Matti Braun. Póstkort frá Akiyoshidai etar styrki frá kínverskum stjórnvöldum til að endurbæta hús sín og jafnvel til að byggja ný,“ upplýsir Jón Ingvar. Þeir segja samgöngumál í góðu horfi í Tíbet. Vegir séu góðir, alltént þar sem þeir komu, og hægt sé að taka lest alla leið upp til Lhasa. „Það er afrek út af fyrir sig að hafa lagt lestarteina yfir sífrerann á leiðinni. Mér skilst að túr- ismi hafi aukist mikið eftir lagningu teinanna,“ segir Árni. Margar hendur koma að verki Það er í raun sama hvert litið er, alls staðar blasir upp- byggingin við. „Kínverjar mega eiga að þeir hafa sett mikla fjármuni í uppbyggingu í Tíbet. Það blasir við. Ekki spillir heldur fyrir að Hu Jintao, forseti Kína, hafði mál- efni Tíbets lengi á sinni könnu og hefur fyrir vikið mikinn áhuga á svæðinu,“ segir Árni. Eins og fyrr segir eru Tíbetar duglegt fólk og augljós vilji til að halda sem flestum til vinnu. „Þarna koma margar hendur að verki eins og í íslenskum byggingariðnaði á þriðja áratugnum. Þeir eru fáir sem mæla götunar í Lhasa,“ segir Árni. Hvergi var betlara að sjá í borginni. Mikil gróðurhúsamenning vakti athygli Jóns Ingvars og Árna en Tíbetar eru orðnir sjálfum sér nægir um grænmeti og ávexti. Þökk sé hagstæðum birtuskilyrðum, ekki ólíkt því sem við þekkjum hér heima. „Birtan þarna er ofboðslega mikil, auk þess sem Tíbet sleppur alfarið við skammdegið,“ segir Jón Ingvar. Jakuxasmjörfjöll Jakuxi er helsta húsdýrið í Tíbet og félagarnir segja menn gjörnýta skepnuna, kjötið, skinnið, ullina. Þá getur að líta heilu fjöllin af jakuxasmjöri á mörkuðum. Smjörið er til margra hluta nytsamlegt, m.a. kertagerðar en kerti úr jakuxasmjöri eru upp um alla veggi í klaustrum. Jón Ingv- ar og Árni segja lyktina af þeim skrýtna. Þeir lögðu sér jakuxakjöt til munns og bragðaðist það vel. Tvær bruggverksmiðjur eru í Lhasa og er bjórinn bruggaður úr tíbetsku byggi, tsampa. Jón Ingvar og Árni segja hann hafa runnið ljúflega niður. Bjórinn er aðallega bruggaður fyrir Kínverjana en Tíbetum hugnast te betur, vitaskuld jakuxate. Jón Ingvar og Árni heimsóttu líka náttúrulega lyfja- verksmiðju, þar sem lyf eru unnin úr jurtum og steinum. Jón Ingvar segir þetta byggja á aldagamalli tíbetskri hefð, búddisma og bönisma, sem iðkaður var þar á undan. Lyf eru í ríkum mæli flutt út til Kína. Geislar sólarinnar eru gríðarlega sterkir í tíbetsku fjöll- unum og Jón Ingvar og Árni veittu því athygli að eldri karlar eru margir hverjir mjög dökkir á húð – komnir með hálfgerðan leðurskráp. Þá herða tíðir sandstormar einnig í mönnum. Þeir segja konurnar reyna að draga úr veðrun húðarinnar með því að bera blæjur fyrir andliti. Jón Ingvar og Árni hittu margt áhugavert fólk í ferð- inni, þ. á m. utanríkisráðherra tíbetsku landsstjórn- arinnar. Hann hefur verið við völd allar götur frá því í menningarbyltingunni 1966 og reyndist víðfróður um sögu landsins. Spurðir hvort þeir hafi rætt við hann um pólitík svarar Árni: „Nei, okkur þótti það óviðeigandi. Þetta var kurteisisheimsókn.“ Setinn var Svarfaðardalur í skólanum sem Jón Ingvar og Árni heimsóttu. Átrúnaður á greinilega mjög rík tök í fólki á öllum aldri.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.