SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 40

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 40
40 22. nóvember 2009 E ftir að gestir hafa smakkað á Öngulsstaðasúpunni góðu er vinsæl þraut að láta þá geta sér til um það úr hverju hún er gerð. „Ég held að engum hafi enn dottið ferskjur í hug!“ segir Hrefna í samtali við Morgunblaðið. Eru þó ýmsir hug- myndaríkir menn í hópi gesta á Öng- ulsstöðum undanfarin misseri. Einu sinni var uppskrift... Súpan er sem sagt í grunninn úr nið- ursoðnum ferskjum. Undirbúningur jólahlaðborðs á hug Hrefnu allan um þessar mundir en hún féllst engu að síður á að gefa lesendum Morgunblaðsins uppskrift að súpunni. Tekur reyndar skýrt fram að varla sé hægt að halda því fram að um sé að ræða hennar eigin uppskrift en því má oft velta fyrir sér hvað er upphaflegt og hvað ekki. Eins og með svo margt annað þróaðist margumrædd súpa; eitt sinn var upp- skrift ... og löngu síðar varð hún að Öng- ulsstaðasúpunni! Varla er þó hægt að kalla þessa afbrigði við þá gömlu; í ferskjusúpunni er ekki fiskur, sem Hrefnu minnir að hafa verið í hinni og í þeirri voru ekki ferskjur enda ekki á hverjum degi sem sá fíni ávöxtur endar á súpudiski. „Fólk var voðalega hrifið af súpunni í sumar. Hún sló í gegn, ekki síst hjá út- lendingum, þeir spáðu mikið og spek- úleruðu hvað það væri sem gæfi þetta góða bragð. Fólk bað stanslaust um upp- skriftina og ég hef sent hana víða um heim í tölvupósti.“ Matur og ferðaþjónusta Hrefna Ingólfsdóttir er Akureyringur en hefur nú um árabil búið í Eyjafjarð- arsveit, næsta bæ við höfuðstað Norður- lands. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat; af því að elda, að bera matinn fal- lega fram og halda veislur. Fyrir löngu kviknaði áhugi á ferða- þjónustu sem jókst með árunum og þegar Hrefnu bauðst að sameina þessi tvö áhugamál stóðst hún ekki mátið. „Mig hafði lengi dreymt um að fara í ferða- þjónustu; hótelrekstur, kaffihús eða veitingastað og finnst alveg sérlega gam- an að brasa í þessu,“ segir hún. Hrefna segist ekki hafa byrjað að fikta við eldamennsku neitt óvenju snemma en áhuginn hafi aukist hratt og örugglega þegar hann kviknaði almennilega. OgHrefna Ingólfsdóttir við súpupottinn í eldhúsinu á Öngulsstöðum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Feikivinsæl ferskjusúpa Hrefna Ingólfsdóttir rekur ferðaþjónustuna á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit þar sem meðal annars er boðið upp á rómaða súpu, kennda við staðinn. Hrefna hefur oft verið beðin um upp- skriftina og sent hana víða um heim í tölvupósti. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skíðamenn sem iðka áhugamálið í fjarlægum löndum lygna oft aftur augum þegar þeir nefna „skíðakakó“ sem mörgum þykir bráðnauðsynlegt til að fá yl í kroppinn heima á hóteli eftir erfiðan dag í brekkunum. Að sögn dreypa jafnvel ein- hverjir á drykknum innanlands. Hefðbundið „skíðakakó“ er einfalt í lögun; kakó og austurríska rommtegundin Stroh, blandað eftir smekk hvers og eins, þó aldrei of lítið romm … Stroh er sjaldnast drukkið eitt og sér enda al- gengasta tegundin 80% að styrkleika. Reyndar eru þrjár aðrar útgáfur fáanlegar; 40, 54 og 60%. Það var Sebastian Stroh sem bjó til þennan mjöð í Klagenfurt 1832 og segir sagan að hann hafi verið ætlaður í hressingarskyni handa fólki sem lenti í hrakningum í Ölpunum. Því var oft ansi kalt. Spariútgáfa af skíðakakói, ætluð í tvö glös 100 ml rjómi 3 msk. sykur 3 tsk. vanillusykur 1 cl Stroh 4 msk. kakó 400 ml mjólk, 40 g súkkulaði, helst dökkt og meira Stroh, nú 4 cl Þeytið rjóma, 1 msk. sykur og 1 tsk. vanillusykur og bætið 1 cl af Stroh út í áður en rjóminn þykkn- ar. Ljúkið síðan við að þeyta. Hitið varlega í potti helming mjólkurinnar og það sem eftir er af sykri og vanillusykri. Bætið kakóinu við. Setjið afgang- inn af mjólkinni út í, hitið um leið og hrært er. Ekki láta sjóða. Takið pottinn af hellunni og skellið afganginum af romminu saman við. Hellið drykknum í glösin og Stroh-rjómanum ofan á. Skreytt með súkkulaðiflögum ef vill. skapti@ mbl.is Drykkur vikunnar „Skíðakakó“ eftir dag í brekkunum Matur ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA GÓÐAN PLASTBÁT Aðeins góðir bátar koma til greina. Verður að vera búin öllum helstu tækjum og með góðri vél. Upplýsingar veittar í síma 825 7221. Skemmti- eða fiskibát 7 - 12 metra

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.