SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 43
22. nóvember 2009 43 G etur verið að við séum alls ekki nógu mikið ber? Að við séum komin allt of langt frá upp- runanum og flest orðin óþarflega spéhrædd af því einu að vera sífellt að fela nektina með fataleppum? Erum við löngu villt af veginum? Þegar Guð skapaði Adam og Evu hefur hann tæplega ætlast til að þau væru mikið að hylja sig með einhverjum lörfum. Flestar myndir af þeim skötuhjúum sýna þau nakin og frjáls og laus við alla feimni. Reyndar eru þau stundum með vesæl laufblöð til að fela kynfærin en það kemur til af blygðunarsemi þeirra sem á penslunum héldu eða blygðunarsemi þeirra fyrir hönd væntanlegra áhorfenda. Ég tel afar litlar líkur á að flökrað hafi að þeim Adam og Evu að rembast við að halda salatblaði fyrir tólum sínum þar sem þau skoppuðu berrössuð um allar þorpagrundir og nutu ásta í tíma og ótíma eins og önnur dýr í Paradísargarðinum. Við þurfum ekki að velkjast í vafa um hversu nektin var þeim eðlileg, því það stendur svart á hvítu í sjálfri Biblíunni: „Og þau voru bæði nakin, maðurinn og kona hans, og blygðuðust sín ekki.“ (Fyrsta bók Móse, 2:25) Mannslíkaminn er listaverk og við ættum að losa okkur við þessa ásköpuðu skömm, brjóta af okkur hlekkina og æfa okkur markvisst í því að njóta eigin nektar og ann- arra. Jafnvel gera ákveðna vikudaga að berrössuðum dög- um. Þó íslensk veðrátta hamli vissulega klæðleysi undir berum himni þá er full ástæða til að hvetja fólk til að striplast innan veggja heimilisins við sín hversdagsstörf. Hella til dæmis upp á morgunkaffið á Evuklæðum einum fata, gefa sér góðan tíma til að spranga um á sprellanum eftir bað, fara í hlutverk nakta apans við uppvaskið og leyfa enga flík aðra en varalit þegar hillur eru skrúfaðar saman. Ástmaður sem ryksugar íklæddur engu öðru en sokk- unum getur alveg bjargað deginum. Og náttföt ættu fyrst og fremst að vera kvöldklæði, það er móðgun við snerti- þörf mannskepnunnar og skrokkinn allan að sofa í nátt- fötum. Við megum ekki gera blessaðri húðinni það að pakka henni inn í bleðla, loksins þegar hún er laus undan amstri dagsins. Guð var klókur þegar hann klæddi Adam og Evu í þetta stærsta og stórkostlega líffæri: Húðina. Hún er fata best, svona líka næm, sendandi frá sér unaðsboð til heilans við minnsta áreiti. Og hún æpir á að komast í snertingu við aðra húð. Guð vissi alveg hvað hann var að gera, hann þurfti nefnilega að tryggja að við héldum við mannkyninu. Hvur man ekki eftir þeirri unaðslegu upplifun að finna í fyrsta sinn nakinn líkama upp við sinn bera kropp? Við megum ekki gleyma að sinna allri þessari húð sem leynist undir fötunum. Klæðum hvert annað oftar úr við óvænt tækifæri og dekrum við húð hvert annars, hvort sem hún er heit og sveitt eða ísköld og þvöl. Vanmetum ekki nektina. Verum meira ber. Vinsældir tyrkneskra baðhúsa og finnskra gufubaða sýna svo ekki verður um villst að fólk kann því upp til hópa afskaplega vel að vera nakið saman. Að lokum legg ég til að við innleiðum nekt í hinar ýmsu íþróttir. Hvílíkt augnakonfekt væri að horfa á tvo karlmenn takast á allsnakta í íslenskri bændaglímu, snúa hvor annan niður með hælkrók eða klofbragði. Slík fang- brögð myndu fylla skammdegið af gleði. Berrassaðir dagar Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín G unnar I. Birgisson hefur búið í Aust- urgerði í Kópavogi í 26 ár. Hann segir lítið hafa breyst á þeim tíma, Aust- urgerði sé enn sama gamla gatan, nema hvað gangstéttir og kantsteinar voru lagðir 1987. Þó hefur sú þróun orðið síðustu áratugina að börnum í hverfinu hefur fækkað. „Fyrir 26 árum var mikið af börnum í grunnskólunum í hverfinu en þeim hefur fækkað mikið. Þegar mest var fyrir 40 árum voru um 1.100 börn í grunnskólunum, sem voru tveir, en þeir voru sameinaðir vegna fækkunarinnar og nú eru grunnskólabörnin um 490.“ Gunnar segir ástæðuna fyrir fækkun skólabarna vera þá að fólki líði vel í hverfinu og búi þar áfram eftir að börnin flytja að heiman, í stað þess að flytja í minni íbúðir. „Íbúum á Kársnesi hefur því farið fækkandi undanfarin ár. Það voru alltaf einhverjar kenningar um að það yrði mikil endurnýjun, kæmi mikið af ungu fólki þegar það eldra flytti í annars konar húsnæði en það hefur ekki gerst í þeim mæli sem menn reiknuðu með.“ Aðspurður segir Gunnar helstu kosti götunnar vera þá að hún sé friðsæl, þar sé lítil umferð, hverf- ið gróið og friðsælt og skammt frá séu góðar göngu- leiðir og öll þjónusta. „Svo er stutt til allra átta, hvort sem maður ætlar að fara eitthvað innan Kópavogs, til Reykjavíkur eða suður fyrir Kópa- vog.“ Gunnar segir að útsýni yfir sjóinn hafi ráðið miklu um að hann keypti húsið í Austurgerði á sín- um tíma. „Ég vildi hús þar sem ég sæi út á sjóinn. Ég sé út á Fossvoginn, á Faxaflóann og ég sé Snæ- fellsjökul. Ég verð að hafa fastan punkt í tilverunni; verð að horfa á sjóinn.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/RAX Verður að sjá út á sjóinn Galli við stafrænar myndavélar er að þær þola mun minna en gömlu filmuvélarnar, sem tak- markar eðlilega notagildi þeirra. Framleiðendur hafa verið misduglegir að setja á markað vélar sem böðlast má með og því er fengur í apparati eins og nýrri vél frá Canon sem þolir margt mis- jafnt. Einn helsti kosturinn við vélina er hve „klunnaleg“ hún er, ef svo má segja, því það er mjög gott að halda á henni, ekki síst þegar mað- ur er með vettlinga eða hanska. Vélin er vatnsheld og höggvarin, og þó ekki hafi verið farið út í að reka niður tjaldhæla til að prófa hana lét ég hana verða fyrir hnjaski, detta og vökna, án þess að hún slægi feilpúst. Hún er líka rykvarin og þolir að sögn allt að 10 gráða frost, en ekki hefur verið nógu kalt í haust til að láta reyna almennilega á það og fulllangt gengið væri að stinga henni í frystikistu. Myndstillingar eru fínar í henni og eins geta þeir sem eitthvað kunna fyrir sér í myndafræð- um stillt hana út og suður. Hún er með þrefaldan aðdrátt og hristivörn sem eykur notagildið gríð- arlega. Vídeó er VGA .mov-skrár (QuickTime), 640x480 dílar, 30 rammar á sekúndu, en hljóðið er ekkert sérstakt. Fátt er um takka á vélinni, enda á hún að vera eins einföld í notkun og unnt er og hentar því vel fyrir byrjendur. Hugbúnaðurinn sem fylgir er um margt sniðugur, til að mynda greinir vélin ef verið er að taka andlitsmyndir og reynir að stilla liti samkvæmt því, auk þess sem hún lætur vita ef einhver lokaði augunum á meðan myndin var tekin svo hægt sé að taka nýja. Þægilegt er hversu snögg vélin er í gang þegar kveikt er á henni, um eða innan við sekúnda leið þar til hægt var að taka mynd. arnim@mbl.is Tilbúin í slark og slettur Græjan Canon PowerShot D10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.