SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 47
22. nóvember 2009 47
LÁRÉTT
1.Gyðinga? (10)
7. Vera þungorður um fimm vofur. (7)
8. Mjög hugsi kemur ofan hosuna. (12)
10. Innanhúss, inn í kassa. (11)
11. Fuglatjörn í Borgarfjarðarsýslu. (8)
12. Sjá sérhæfða sundmenn vegna ferðar knatt-
spyrnuliðs. (7)
13. Eldur, mynt og fleiri tákn eru notuð í þessari
skrift. (9)
15. Heyrist gera nýja plöntu. (7)
18. Lemur áhald fimmtíu og einn með hreinskilni.
(8)
20. Er það ofneysla að setja naut í ofn? (7)
23. Ögra Félagi íslenskra teiknara með einni
óvenjulegri tegund myndlistar. (7)
24. Á krá hefurðu stól sem nýtist þér í kosningum.
(11)
25. Skólameistari fer öfugur í rotker. (6)
26. Mætur deyði það sem sleppir í gegn. (9)
27. Með í höfði hár en er samt eftirtektarsamur.
(7)
28. Naglinn setur Portúgal tvisvar inn. (7)
LÓÐRÉTT
1. Eiginmaður ær vegna skamma. (12)
2. Gin skera með frásögn. (10)
3. Kaka úr sjávardýrum? (10)
4. Sinni aftur kór með fótabúnaði (8)
5. Á bak Hannesi jarl finnst sem er góður stuðn-
ingsmaður. (8)
6. Óskyldur er auðveldur viðfangs. (9)
9. Lítil Anais fær skömmina. (6)
14. Reipi kemur á eftir stúlku hjá blautum. (9)
16. Braut ryk sundfæri þetta. (10)
17. Hópurinn sem stóð ekki upp á Íslandi í stríð-
inu. (9)
19. Dyr góðar fyrir vinveitta. (8)
21.Þegar Anna fær sunnlenskt tíkó í sig verður
hún að grískri konu. (8)
22. Fangast brún á heimkynnum þeirra dauðu. (8)
23. Senda enskan konung í austur til að finna
land. (7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morgunblaðs-
ins, Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 21. nóvember rennur út
næsta föstudag. Nafn vinningshaf-
ans birtist laugardaginn 28. nóvember. Heppinn þátt-
takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát-
unnar 14. nóvember sl. er Bryndís Jónasdóttir. Hún
hlýtur í verðlaun bókina Opinská ævisaga gleðikonu í
London eftir Belle de Jour. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
Íslendingar eiga fjóra keppendur
á heimsmeistaramóti barna og
unglinga sem nú stendur yfir í
Kemer í Tyrklandi. Bjarni Jens
Kristinsson teflir í flokki pilta 18
ára og yngri, Tinna Kristín Finn-
bogadóttir í sama aldursflokki
stúlkna, Mikhael Jóhann Karls-
son teflir í flokki pilta 14 ára og
yngri og Kristófer Gautason í
flokki pilta 12 ára og yngri. Í
þessu sama móti fyrir tveim ár-
um voru íslensku þátttakend-
urnir níu talsins en keppnis-
flokkarnir eru 12 talsins og
yngstu þátttakendur sjö eða átta
ára gamlir.
Fækkun íslensku keppend-
anna nú er auðvitað samdráttar-
einkenni og þar við bætist að
mótið er býsna nálægt próftíma
framhaldsskólanna. Samsetning
íslenska hópsins er þó athygl-
isverð því fulltrúar okkar koma
úr hverjum landsfjórðungi. Eyja-
maðurinn Kristófer Gautason má
þannig heita fulltrúi Sunnlend-
inga en faðir hans, Karl Gauti
Hjaltason sýslumaður, er for-
maður Taflfélags Vestmannaeyja
og er syninum til halds og trausts
á vettvangi í Tyrklandi. Frá Vest-
urlandi eða öllu heldur Hítardal á
Mýrum kemur Tinna Kristín
Finnbogadóttir. Mikhael Jóhann
Karlsson er réttur og sléttur
Norðlendingur og býr á Akureyri
og fulltrúi Austurlands er Bjarni
Jens Kristinsson frá Fjósakambi í
Hallormsstað. Fararstjóri og
þjálfari hópsins er greinarhöf-
undur.
Samanburður við Norðurlönd,
sem stundum er gripið til, er ís-
lenskum ungmennum hagstæður
á skáksviðinu en þar sem Tyrk-
land liggur nálægt ýmsum stór-
veldum skákarinnar þyngist
róðurinn. Hér í eina tíð þótti það
nær örugg ávísun á miklar fram-
farir að teflan austan járntjalds
en þótt skákin hafi misst stöðu
sína að einhverju leyti þar er
skákhefðin engu að síður afar
sterk. Fyrir hina fjölmörgu
keppendur frá Rússlandi, Arme-
níu, Georgíu, Aserbaidsjan og
ýmis önnur ríki Austur-Evrópu
má ferðast skjótt á keppnisstað.
Utar liggja hin nýju stórveldi
skákarinnar Indland og Kína.
Þessi lönd senda fjölmarga þátt-
takendur til leiks og því er þetta
heimsmeistaramót ungmenna
„djúpa laugin“ í skákinni.
Sem stendur hefur Tinna
Kristín náð bestum árangri með
3 vinninga af sex mögulegum en
hinir koma í humátt á eftir.
Tinna hóf að tefla fyrir alvöru
þegar Guðrún Jónsdóttir frá Glit-
stöðum í Norðurárdal tók fyrir
nokkrum árum að stefna börn-
um og unglingum úr sveitinni í
kring á skákæfingar í Borgarnesi.
Hún varð í 2.-3. sæti ásamt Hall-
gerði Helgu Þorsteinsdóttur á Ís-
landsmóti kvenna á dögunum og
hlýtur að knýja dyra hjá Ólymp-
íuliði kvenna á næsta ári. Í 3.
umferð vann hún sannfærandi
sigur í skák sem hér fer á eftir.
Útþensla peðanna á drottningar-
væng var fyrirfram ráðgerð en
svartur má gæta þess að riddari
taki sér bólfestu á c5. Þegar
svartur bjóst til gagnatlögu á
drottningarvæng uggði hann
ekki að sér því biskupinn sem
réðst inn til atlögu á d7 tætti
sundur peðakeðjuna með hinum
óvænta 23. leik:
Kemer 2009; HM ungmenna 18
ára og yngri
Tinna Kristín Finnbogadóttir –
Amira Hamza (Alsír)
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3
Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 cxd4 7. cxd4
f6 8. b4 Dc7 9. Bf4 Rge7 12. Bg3 f5
11. Rbd2 Rg6 12. h4 h5 13. Hc1
Db6 14. Rb3 Be7 15. Bd3 Rd8 16.
O-O Ba4 17. Bc2 Bxb3 18. Bxb3
Rf7 19. Ba4+ Kf8 20. Dd3 a5 21.
bxa5 Dxa5 22. Bd7 Rd8
Sjá stöðumynd.
23. Bxe6 Bxa3 24. Hb1 b5 25.
Dxf5+ Ke7 26. Bxd5
- og svartur gafst upp.
Í Tyrklandi eru tefldar ellefu
umferðir og lýkur mótinu nú um
helgina.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Landsbyggðarkrakkar á
heimsmeistaramóti
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang