SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 49
að því að skapa umhverfi og það er líka
mjög gefandi,“ segir hann. „Þar er hægt að
fara þessa leið, þó vinnuferlið sé aðeins
annað.“ Stærsta slíka samstarfsverk er
bílageymsluhúsið við Kringluna.
„Gamla leiðin var sú að arkitektar
bjuggu til umhverfi fyrir myndlist, frá-
tekna staði. Það er óþarflega erfið og ófrjó
nálgun til lengdar – og margreynd. Þess
vegna var svo ánægjulegt að fara í samstarf
með Stúdíó Granda, en við höfum þróað
með okkur vinnubrögð þar sem engu máli
skiptir hvar eða hvernig myndlistin og
arkitektúrinn rekast saman. Við vitum
ekkert hvort við eigum að kalla þetta arki-
tektúr eða myndlist og það skiptir okkur
engu máli. Ferlið er opið og þegar við för-
um af stað í vinnu sem þessa ræðum við
okkur að ákveðnu konsepti og þar fer hin
eiginlega vinna fram.“
Byggir á verkum ljóðskálda
Kristinn segist aldrei hafa lagt neitt upp úr
því að skilgreina sig sem myndlistarmann.
„Það leynir sér ekki að verkin á fyrstu
einkasýningu minni, á Kjarvalsstöðum ár-
ið 1990, gáfu nokkuð tóninn. Ég var þá
mjög hrifinn af konkret myndlist, jafnvel
konstrúktífri myndlist, sem var nokkuð
áberandi seint á níunda áratugnum og svo
auðvitað mínimalismanum og konsept-
listinni sem ég sótti frekar í aðeins síðar.
Raunar hef ég svo general áhuga á mynd-
list að ég nenni ekki að katigorisera hana
frekar og læt mér duga að njóta hennar.“
Hann fór snemma að velta fyrir sér
tengslum tungumálsins og umhverfisins –
því hugsanlega og því áþreifanlega. Stöð-
um og merkingu þeirra.
„Í tungumálinu felst mikill vísdómur og
þekking. Besta leiðin að skilningi á um-
hverfinu hefur mér fundist vera gegnum
skáldskap og ýmsa aðra heimspekilega
texta, en þetta birtist líka í dagsdaglegu
málfari fólks.
Mörg minna verka eru þess vegna
byggð á verkum annarra, ekki síst ljóð-
skálda, en þau eru ekki endilega tilvitn-
anir, heldur miklu fremur afleidd eða
þýdd yfir í annað form. Það er alltaf
ánægjulegt að opna ljóðabók og sjá að
ljóðskáld fjalli um svipaða hluti og maður
sjálfur er að hugsa um. Það segir mér að
listamenn eru margir að hugsa um það
sama, þótt þeir útfæri hugsunina á mjög
ólíkan hátt.“
„Við vitum ekkert hvort við
eigum að kalla þetta arki-
tektúr eða myndlist,“ segir
Kristinn E. Hrafnsson sem er
hér við bílastæðahúsið við
Kringluna sem hann vann að
með Stúdíó Granda.
Morgunblaðið/Kristinn
22. nóvember 2009 49
„Jæja, þá er myndin komin aftur til
landsins, eftir 175 ár,“ segir Bragi Guð-
laugsson, dúklagningameistari og mál-
verkasafnari, þegar hann hefur skorið
umbúðirnar utan af litlu málverki sem
hann keypti á uppboði hjá Bruun-
Rasmussen í Kaupmannahöfn á dög-
unum. „Ég fékk hana á tvöföldu mats-
verði,“ segir Bragi, og greiddi hann að
auki aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt
eins og vera ber.
„Hún er býsna falleg,“ segir Bragi og
ber fínlegt verkið út að glugga til að
skoða það betur. Þarna sést út á sundin
við Reykjavík, til Esjunnar og Skarðs-
heiðar, og fyrir miðri mynd er stórt her-
skip en málarinn kom með því til Íslands.
Frederick Theodor Kloss (1802-1876)
var opinber listamaður prinsins sem kom
með herskipinu, Dronning Marie, til
landsins, en prinsinn varð síðar Friðrik
VII. Kloss gerði nokkurn fjölda mynda
meðan á heimsókninni stóð, einkum
teikningar og vatnslitamyndir. Þegar
heim kom málaði hann stærri olíumyndir
eftir sumum frummyndanna, þar á meðal
eftir þessu olíumálverki sem Bragi keypti
á uppboðinu á dögunum. Stærri útgáfan
er í eigu Statens Museum for Kunst.
„Þetta mun vera eitt af fyrstu málverk-
unum sem gerð eru hér í Reykjavík með
fagurfræðilegt gildi í huga, að und-
anskildum kirkju- og mannamyndum.
Þetta er afskaplega gömul mynd ef við
miðum við íslenska myndlist. Þarna var
Sölvi Helgason 14 ára,“ segir Bragi.
Kloss tilheyrir svokallaðri gullöld
danskrar málaralistar, sem sögð er hafa
staðið milli 1770 og 1850. Fimm myndir
eftir hann eru í stofngjöf Listasafns Ís-
lands. Þrjár vatnslitamyndir málaðar í
ferðinni árið 1834 og tvö málverk sem
hann málaði síðar, annað gaf Kristján IX.
Í leiðangri prinsins hingað til lands árið
1834 var sérlegur aðstoðarmaður hans
sjóliðsforinginn C. Irminger. Aftan á
verkinu er gulnaður miði sem á stendur:
Reykjavik bugt 1834 malet af F. Th. Kloss
1834. Har tilhört Admiral C. Imringer.
Aðstoðarmaðurinn hefur eignast verkið
til minningar um Íslandsferðina.
efi@mbl.is
Málverk Fredericks Theodors Kloss. Þar sér út á sundin við Reykjavík sumarið 1834. Á
verkinu, sem er 24 x 40 cm, sést herskipið sem flutti prinsinn og málarann til landsins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gamalt málverk snýr aftur
Í dag kemur út glæsileg bók um Kristin E. Hrafnsson myndlist-
armann. Er það önnur bókin í ritröð sem Crymogea gefur út um ís-
lenska samtímalistamenn og styrkir Listasjóður Dungal útgáfuna.
Fyrsta bókin í ritröðinni var helguð Guðrúnu Einarsdóttur og kom út á
síðasta ári.
Þótt nafn Kristins sé ef til vill ekki kunuglegt, þá kannast margir við
verk hans, án þess að vera kunnugt um höfundinn; yfirgnæfandi líkur
eru á að fólk hafi stigið á þau, ekið á þeim eða komið við þau. Verk
Kristins er meðal annars að finna fyrir framan verslun IKEA í Garða-
bæ, á bílastæðum Kringlunnar, á Laugaveginum, í Austurstræti,
Aðalstræti, við Ægisíðu, við Háskólann á Akureyri, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, Laugardal
í Reykjavík, Mosfellsbæ, Ólafsfirði auk fjölda annarra staða og bygginga um allan heim.
Bókin fjallar um verk og feril Kristins en á um 25 ára ferli hefur hann tekið virkan þátt í að
móta umhverfi borgar og sveitar með ísmeygilegum, ljóðrænum, húmorískum og heimspeki-
legum spurningum um stað og tíma.
Fyrstu 100 eintökum bókarinnar fylgir grafíkverk eftir Kristin. Þessi fyrstu eintök verða ein-
göngu seld í Eymundssyni í Kringlunni á útgáfudaginn. Þá verður einnig boðið upp á leiðsögn
um eitt stærsta verk Kristins, bílastæðahúsið milli Kringlu og Borgarleikhúss. Bílastæðið er
samstarfsverkefni Kristins og Studio Granda.
Bókin er 180 blaðsíður auk innfellu með verkinu 32 strik. Texta um verk Kristins skrifar
Gunnar J. Árnason. Bókarhönnun var í höndum Snæfríðar Þorsteins og Hildigunnar Gunn-
arsdóttur.
Þegar er farið að leggja drög að næstu bók í ritröðinni en Crymogea áætlar að gefa út eina
bók á ári í þessari ritröð um samtímalistamenn, með dyggum stuðningi Listasjóðs Dungal.
Stigið á verkin og ekið á þeim