SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 52
52 22. nóvember 2009
Þ
að eru viðtekin sannindi í
bókaútgáfu að hinn dæmigerði
lesandi er kona á miðjum aldri,
áhugasöm um menningu og
oftar en ekki langskólagengin. Þrátt fyrir
það er bókmenntahefð okkar enn karl-
læg; þó blessunarlega sé sjatnað flóðið af
mæðulegum þroskasögum ungra karla
sem ætlaði okkur lifandi að drepa fyrir
nokkrum árum, er fátt um sterkar konur
að pakka inn fyrir þessi jól.
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að
lítið fari fyrir konum sem sögupersónum;
af þeim íslensku skáldverkum sem ég hef
lesið undanfarinn mánuð eða svo eru
karlar í góðum meirihluta – 38 á móti 19.
Flestar karlabókanna eru þroska- og
baráttusögur karla sem þurfa að komast
að því hverjir þeir eru (eða hverjir þeir
voru), en inn á milli eru líka bækur sem
eru með sterkum konum eða stúlkum í
aðalhlutverki,
til að mynda Svo
skal dansa eftir
Bjarna Harð-
arson, þar sem
umkomulausar
konur bogna en
brotna ekki, og
eins í sögunni
hans Sindra,
Dóttir mæðra
minna, þar sem
helstu sögu-
persónur eru konur sem takast á við
mikil og erfið örlög.
Þá eru eiginlega upp taldar sterkar
konur fyrir þessi bókajól, og þær eru í
boði karla.
Í bókum kvenna birtast meiri gufur,
nefni sem dæmi pasturslitla aðalpersónu
Blómanna frá Maó eftir Hlín Agnars-
dóttur, og höfuðpersónu Hins fullkomna
landslags Rögnu Sigurðardóttur sem er
óttalegur veifiskati (veifiskata?); hefur
lítið sem ekkert frumkvæði þó hún sé
alltaf að setja sig í skylmingastellingar
(enda eru skylmingar nútímans í eðli
sínu varnaríþrótt).
Í Góða elskhuganum hennar Stein-
unnar eru þrjár veigamiklar persónur,
forvitnilegur karl, kona sem þýðist hann
fyrir einhverjar sakir og svo geðlæknir,
fínt efni í sterka sögupersónu, vel
menntuð, gáfuð og ákveðin, en svo kem-
ur það í ljós í bókinni að hún þráir ekkert
frekar en gullhamra frá karlinum og þeg-
ar þeir loks koma er lífi hennar lokið.
Kristin Marja kemst eiginlega einna
best frá þessu öllu saman í Karlsvagn-
inum, þó hún sé frekar að velta fyrir sér
kynslóðabili en bili milli karla og kvenna
þá eru konurnar heilar og saga þeirra
trúverðug.
Svo verður ekki annað sagt en að sú
Auður djúpúðga sem birtist í samnefndri
bók Vilborgar Davíðsdóttur sé mikið
kjarnakvendi. Ég bíð spenntur eftir
framhaldinu.
Sterkar
konur
óskast
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Það eru
viðtekin
sannindi í
bókaútgáfu að
hinn dæmi-
gerði lesandi
er kona á
miðjum aldri.
M
argir muna eflaust eftir að hafa í æsku gleypt í
sig sögurnar um Öddu allt þar til bókaflokknum
lauk með farsælum endalokum í stíl þess tíma í
síðustu sögunni, Adda trúlofast. Höfundar
þeirra, Jenna og Hreiðar, voru um áratugaskeið meðal vin-
sælustu barnabókahöfunda landsins og skrifuðu saman yfir
tuttugu barna- og unglingabækur. Öddu-bækurnar eru
þekktustu bækur þeirra, prýddar teikningum eftir Halldór
Pétursson.
Það er forvitnilegt að fletta fyrstu tveimur bókunum
sem nú hafa verið endurútgefnar. Margt í þeim virkar gam-
aldags í dag, sem þarf ekki að vera galli, sumt er svo bein-
línis afturhaldssamt en annað alveg ágætt og stenst tímans
tönn.
Ömurlegt líf
Í fyrstu Öddu-bókinni kynnist lesandinn munaðarleysingj-
anum Öddu litlu. Hún er fjögurra ára og elst upp hjá gamalli
konu, Birnu, sem sýnir litlu stúlkunni litla blíðu og Adda á
enga vini í öðrum börnum sem stríða henni. Einn daginn
lendir Adda í slysi og fer á spítala. Þar vinnur hún hug og
hjörtu læknisins og konu hans sem taka hana að sér.
Bókin byrjar með miklum látum. Líf Öddu litlu er svo öm-
urlegt að ungum lesanda hlýtur að bregða en góðu lækn-
ishjónin koma eins og frelsandi englar og færa hluti til betri
vegar. Sagan einkennist af einföldum stíl og ágætu málfari.
Það er yfir henni fremur geðþekkur blær enda er litla sögu-
hetjan kjarkmikil og dugleg stúlka, tilfinningarík og ekki
laus við skap en einstaklega góð í sér. Hún gerir alls kyns
mistök og er áminnt fyrir það enda er henni ætlað að vera
prúð og stillt, eins og talið er æskilegt að litlar stúlkur séu.
Önnur bókin í bókaflokknum, Adda og litli bróðir, kom út
1947. Eins og titillinn ber með sér eignast Adda, sem þá er
orðin sjö ára, bróður. Foreldrar hennar hafa reyndar ekki
fyrir því að segja henni að von sé á fjölgun í fjölskyldunni.
Heimur hinna fullorðnu er á vissan hátt sérheimur sem ekki
þykir ástæða til að setja börn inn í nema þegar það þarf að
aga þau og sýna þeim fram á hvað sé rétt hegðun. Adda er
send í sveit yfir sumarið og faðir hennar kemur þangað til
hennar í heimsókn til að segja henni fréttirnar eftir að
drengur er fæddur.
Uppeldistónninn er mun sterkari í Adda og litli bróðir en
hann er í fyrstu bókinni. Óþekkur drengur er flengdur af
pabba sínum og geymdur niðri í kjallara eftir að hann neitar
að fara í skólann og hefur rifið blað úr lesbókinni til að
leggja áherslu á uppreisn sína. Flenging og innilokun hafa
undraskjót áhrif og drengurinn verður góður og fer orða-
laust í skólann eins og aðrir krakkar.
Fullorðnir vilja heldur ekki að börn ofmetnist. Mamma
Öddu sem virðist hin besta kona, laus við refsigleði og há-
vaðasamar skammir, er staðfastlega þeirrar skoðunar að ekki
eigi að hrósa börnum svo þau heyri. Þarna endurspeglast
uppeldisviðhorf sem var ríkjandi um tíma og telst varla sér-
lega blessunarvert.
Forvitnilegar bækur
Þessar fyrstu Öddu-bækur eru forvitnilegar aflestrar rúmum
sextíu árum eftir að þær komu út. Börn ættu enn að hafa
gaman af lestri þeirra, einfaldlega vegna hinnar tápmiklu
Öddu sem endaði svo feril sinn með því trúlofast. En það var
einmitt það sem stúlkur gerðu í bókum í gamla daga. Svo
fréttist ekkert af þeim meir.
Bókafélagið Ugla hefur endurútgefið
fyrstu tvær bækurnar í hinum vin-
sæla bókaflokki um Öddu. Öddu-
bækurnar eru sjö talsins. Sú fyrsta
heitir því einfalda nafni Adda og
kom fyrst út árið 1946. Þetta er
fimmta útgáfa sögunnar.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Þessi tápmikla
stúlka var sögu-
hetja í sjö bókum.
Adda litla
snýr aftur
Lesbók
O ft byrja ég á því aðrenna augunum eftirbókahillunum, opna
kannski eina bók, blaða í
henni og dett í hana. Gleymi
mér algerlega og geng aftur á
bak alveg dottin út þar til ég
lendi á stól sem ég sest í
ómeðvitað. Stundum er ég
alls ekki í stuði fyrir þessa
bók og sting henni aftur í
hilluna, jafnvel fullkomlega
áhugalaus, finn ekkert í full-
um hillunum og verð að kíkja
í bókabúðina.
Ósjaldan þegar ég er að
opna kassa fullan af nýjum
erlendum bókum birtist hún
þarna í honum miðjum.
Liggur og bíður, bókin sem
mig langar að lesa, eftir
þennan magnaða höfund sem
skrifaði þarna bókina manstu
sem var svo frábær.
Þetta virðist í mínu tilviki
allavega fara eftir því í
hvernig skapi ég er.
Er ég í skapi til að sökkva
mér ofan í níðþungan texta
með orðabók mér við hlið og
fullan fant af bleksterku,
svörtu kaffi? Eða langar mig
kannski frekar til að trilla
flissandi eins og skreytigl-
Lesarinn Svanborg Þ. Sigurðardóttir verslunarstjóri hjá Eymundsson
Hvernig bók
langar mig til
að lesa í dag?
Þegar staðið er við hillur í bókaverslun fyllast lesendur valkvíða.