Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009
Gengi krónu gagnvart evru sept. 2008 - nóv. 2009
350
300
250
200
150
100
50
0
3. sept. 2008 3. nóv. 2009
Aflandsgengi
Gengisskráning
Seðlabanka Íslands
217,0
183,5
122,8
123,1
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
AFLANDSGENGI krónu hefur nálg-
ast gengisskráningu Seðlabanka Ís-
lands á síðastliðnu ári. Sé litið til geng-
isþróunar krónu gagnvart evru sést
að aflandsgengi krónunnar snarlækk-
aði við bankahrunið. Þann 8. október
2008 var munur á skráðu gengi á Ís-
landi og aflandsgengi um 250%, en
greiðslumiðlun og millibankamarkað-
ur á Íslandi var þá í algeru frosti.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að erlendar innistæður í íslenskum
krónum næmu um 200-300 milljörð-
um. Í vefriti Lánasýslu ríkisins, sem
birt var 9. nóvember síðastliðinn, má
einnig sjá upplýsingar um að úti-
standandi ríkisvíxlar í erlendri vörslu
nema 44 milljörðum króna. Einnig er
72 milljarða skuldabréfaflokkur 10
ára ríkisskuldabréfa á gjalddaga í
mars á næsta ári. Með nýjum tilmæl-
um Seðlabankans er í raun verið að
læsa þetta fé úti, enda notkunar-
möguleikar þess afar takmarkaðir.
Segja má að þetta fjármagn séu
„óþolinmóðustu krónurnar,“ en
reikna má með að Seðlabankinn þjón-
usti eigendur þess fjármagns síðast.
Seðlabanki Íslands hefur nú í raun
skapað tvo gjaldeyrismarkaði með
krónuna, einn á Íslandi og annan er-
lendis. Ómögulegt er að eiga viðskipti
með krónuna milli þessara tveggja
markaða, nema þegar um ræðir
vaxtagreiðslur, verðbætur eða arð-
greiðslur, þó ekki sé heimilt að skipta
greiðslum í erlenda mynt.
Braskið erfiðara
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær gera tilmælin 9. nóvember
gjaldeyrisbröskurum mun erfiðara
um vik. Það mun væntanlega styrkja
innlendu gengisskráninguna. Gjald-
eyrisbrask hefur samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins stórminnkað í
kjölfar gildistöku tilmælanna, og það
sást á snarlegri minnkun í veltu á
aflandsmarkaði krónu. Þó verður að
taka inn í reikninginn að viðskipti á
krónumarkaði eru jafnan stopul og
aflandsgengisskráning veitir því ekki
bestu upplýsingar.
Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing-
ur hjá Íslandsbanka, segir í samtali
við Morgunblaðið að með auknu
flækjustigi og frekari hindrunum í
gjaldeyrisviðskiptum muni af-
landsgengi krónunnar gera lítið ann-
að en að veikjast: „Það skapar síðan
aukinn hvata til að svindla á kerfinu,“
segir Jón, enda eftir meiru að sækjast
þegar gengismunurinn eykst.
Heimabrúks-
krónan styrkist
Ný tilmæli munu auka gengismun
Í HNOTSKURN
»Reikna má með að krónanmuni styrkjast samkvæmt
skráningu Seðlabanka Íslands
til skamms tíma.
»Aflandsgengi mun líklegaveikjast, enda eykst fram-
boð króna þar í kjölfar nýrra
tilmæla Seðlabanka.
»Aukinn gengismunur gætiaukið hvata til að svindla.
ÞETTA HELST ...
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
NORSKI fjárfestirinn Endre Røsjø
segir ástæðuna fyrir því að hann
hafi ekki enn fjárfest í MP-banka
vera þá að lífeyrissjóðirnir, sem til
stendur að taki þátt í kaupunum á
nýju hlutafé í bankanum, hafi hvorki
skuldbundið sig til þátttöku né gert
áreiðanleikakönnun. Þátttaka hans í
hlutafjáraukningu MP hafi verið háð
þessum skilyrðum. Hann segist þó
ekki vera afhuga fjárfestingu í
bankanum né öðrum fjárfestingum
hér á landi en hann fjárfesti að eigin
sögn í íslenskum ríkisskuldabréfum
í sumar fyrir um milljarð króna.
Eins og Morgunblaðið sagði frá í
haust þá stóð til að Røsjø myndi
kaupa hlutafé í MP fyrir um 1,4
milljarða króna. Bankinn hefur
heimild til þess að auka hlutafé um
600 milljónir króna.
Í frétt í Viðskiptablaðinu þann 5.
nóvember kom fram að til hefði
staðið að Røsjø myndi kaupa hlutafé
fyrir 200 milljónir á genginu sjö og
lífeyrissjóðir og aðrir stofn-
anafjárfestar ættu að kaupa það sem
eftir stóð. Fram
kom í sömu frétt
að ekkert hefði
orðið af kaup-
unum þar sem
Røsjø hefði vilj-
að kaupa stærri
hlut en til stóð í
upphafi.
Røsjø segir
ástæðuna ein-
göngu vera þá
að lífeyrissjóð-
irnir hafi ekki ennþá gert áreið-
anleikakönnun á bankanum og þar
við sitji. Aðrir fyrirvarar sem voru
forsenda þátttöku hans í hlutafjár-
aukningunni velti á gerð hennar.
Hann segist ekki hafa neinar skýr-
ingar á því af hverju málið hefur
dregist á langinn af hálfu lífeyr-
issjóðanna.
Sem kunnugt er hafa fjölmiðlar
fjallað umtalsvert um fjárfestingar
Røsjø í norska olíufyrirtækinu DNO
og persónuleg lán til forstjóra þess.
Røsjø segir þessa umfjöllun engu
máli skipta varðandi fjárfestingar
sínar, enda hafi hann hreinan skjöld
í þessum efnum.
Lífeyrissjóðir
halda Røsjø frá
Endre Røsjø
Hinn norski Røsjø segist ekki fjárfesta í
MP-banka án áreiðanleikakönnunar
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
FJÖLDI fjársterkra aðila auk ým-
issa þrautreyndra rekstrarmanna
víðsvegar að úr atvinnulífinu er
sagður standa að baki Þjóðarhag,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Í dag verður sent bréf til
Nýja Kaupþings, þar sem formlega
verður óskað svara við því hvort
Hagar séu til sölu. Finnur Svein-
björnsson, bankastjóri Nýja Kaup-
þings, lét hafa eftir sér í sjónvarps-
fréttum í gær að litið yrði á öll tilboð
í Haga, þótt það væri í samræmi við
verklagsreglur bankans að reyna
fyrst að ná samkomulagi við núver-
andi eigendur félagsins. Ekki náðist
í Finn Sveinbjörnsson við vinnslu
fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
Fjöldi vanra rekstrarmanna
Í gærkvöldi höfðu ríflega 3.500
manns skráð sig fyrir hlut í yfirtöku-
tilboði á Haga, en það er ríflega 1,1%
íslensku þjóðarinnar. Morgunblaðið
náði tali af nokkrum þeim aðilum
sem standa að Þjóðarhagi. Enginn
þeirra vill láta nafns síns getið fyrr
en skýr svör fást frá Nýja Kaupþingi
um hvort til greina komi að selja fyr-
irtækið í hendur annarra en Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og fjölskyldu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er aðallega um að ræða ein-
staklinga úr atvinnulífinu með mikla
reynslu af fyrirtækjarekstri.
Senda bréf til bankans
Þjóðarhagur hefur sent Nýja Kaupþingi fyrirspurn um hvort Hagar séu til sölu
Fjársterkir einstaklingar og aðilar úr atvinnulífinu sagðir hluti af hópnum
Í HNOTSKURN
»Fjöldi þaulvanra rekstr-armanna úr atvinnulífinu
stendur að baki Þjóðarhag.
»Forsvarsmenn fjár-festahópsins hyggjast
senda fyrirspurn til Nýja
Kaupþings um hvort Hagar
séu til sölu. Bankastjórinn vill
selja Bónusfjölskyldunni.
»Um 3.500 manns höfðu ígær skráð sig fyrir hlut í
Högum, sem er ríflega 1,1% ís-
lensku þjóðarinnar.
Hagar Hópurinn á bak við Þjóðar-
hag er sagður fjársterkur.
● Heildarafkoma
HS Orku á fyrstu
níu mánuðum árs-
ins var jákvæð
um 2,6 milljarða
króna. Eiginfjár-
hlutfall var
23,0% en var
16,3% í upphafi
ársins.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að frá upphafi reikningsskilatímabils-
ins hafi álverð hækkað, þannig að
framtíðarvirði álverssamninga hefur
hækkað um rúmlega 2,2 milljarða. Á
móti kemur gengistap á sama tíma
um 1,2 milljarða króna.
Vegna þess að fyrirtækinu var
skipt í tvennt í desember í fyrra seg-
ir í tilkynningu að ekki sé hægt að
bera saman tölur frá sama tímabili í
fyrra við árangurinn nú. Allt árið
2008 var heildartap 4,7 milljarðar.
bjarni@mbl.is
Heildarhagnaður HS
Orku 2,6 milljarðar
Stórfréttir
í tölvupósti
Sunnudagsmogginn
kemur nú með
laugardagsblaðinu.
Nýjar áherslur. Minna
brot, spennandi vikurit.