Morgunblaðið - 17.11.2009, Page 30

Morgunblaðið - 17.11.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Írska rokksveitin U2 náði sínumlistræna hápunkti með plötunniThe Unforgettable Fire árið 1984. Öðrum eins hæðum hefur hún ekki náð, hvorki fyrr né síðar. Plat- an ber með sér hárfínt jafnvægi til- raunamennsku og aðgengilegheita og það var eins og sveitin væri, í fyrsta sinn, komin í snertingu við mátt sinn og megin. Einhvers konar heimkoma, svo vísað sé í opnunarlag plötunnar.    Platan hefur nú verið end-urútgefin og með þess- ari útgáfu er níundi áratug- urinn tæmdur hvað viðkemur endurútgáfum á plötum U2. The Joshua Tree var endur- útgefin haustið 2007, um mitt sumar 2008 komu fyrstu þrjá plöturnar út (Boy, October og War) og um haustið það ár var tónleikaplatan Under A Blood Red Sky gefin út. The Joshua Tree og The Unfor- gettable Fire fengu ívið öflugri hanteringu en hinar, sú fyrstnefnda kom m.a. út í forláta öskju og líkt er með þessa hér. Auk upprunalegu plötunnar er þar að finna disk með sextán vandfundnum aukalögum, hvorki meira né minna og þá er mynddiskur með safninu The Unfor- gettable Fire Collection sem kom upprunalega út á VHS spólu árið 1985 og hafði að geyma stutta heim- ildarmynd um gerð plötunnar auk myndbanda. Þá er og að finna upp- tökur frá tónleikaferðinni A Conspi- racy of Hope sem sveitin lagði í árið 1986 ásamt fleirum, en ferðin var farin fyrir tilstilli Amnesty Int- ernational. Þar að auki er að finna upptökur frá því er U2 kom fram á Live Aid tónleikunum árið 1985, en innslag sveitarinnar er goðsagna- kennt og átti ekki lítinn þátt í að hefja sveitina upp til vegs og virð- ingar á meðal tónlistaráhugamanna. Innbundin bók fylgir öskjunni þar sem hinir og þessir reifa sögu plöt- unnar, þar á meðal upptökustjór- arnir Brian Eno og Daniel Lanois.    The Edge skrifar þá smá texta ogleiðir fólk í allan sannleikann um lögin sjaldgæfu sem eru hrein- asti fjársjóður. Einhver poppfræð- ingurinn sagði eitt sinn að gæði sveita mætti mæla út frá því hversu góðar b-hliðar þær gerðu og lögin sem fengu náðarsamlegast að prýða b-hliðar smáskífnanna sem komu út í tengslum við Unforgettable Fire myndu gera hvaða sveit sem er græna af öfund. Á sumum laganna, eins og „Boomerang I“, „Boomer- ang II“, „Bass Trap“ og „Sixty Se- conds in Kingdom Come“ er til- raunastarfsemin keyrð í botn en tvö „hefðbundnari“ lög standa sér- staklega upp úr. „The Three Sun- rises“ komst næstum því á móð- urplötuna og hið frábæra „Love Comes Tumbling“ sýnir mjög áhugaverða hlið á bandinu, Bono er afslappaður og spilamennskan línu- leg, nánast letileg. Miklir töfrar leika um þetta lag sem er eitt það allra besta sem sveitin hefur samið, b-hlið eða ekki. Tvö lög hafa þá aldr- ei komið út áður, „Disappearing Act“ og „Yoshino Blossom“.    Þegar ég hugsa um The Unfor-gettable Fire verður mér oft hugsað til Kid A Radiohead. Oxford- sveitin rómaða hafði „slegið“ í gegn með OK Computer en valdi að fylgja plötunni eftir með vel súru verki. Árið 1983 hafði U2 gefið út War, plötu sem bar með sér ástríðufullt melódískt rokk og lög eins og „New Years Day“ og „Sunday Bloody Sunday“ glumdu nokkuð í útvarpi. Auðvelt hefði verið að hnykkja á þeim vinsældum með samskonar plötu en U2 hafði lítinn áhuga á því. Hugrökk – því að öðru vísi er varla hægt að orða það – lagði sveitin hins vegar út í óvissuna. Réð til sín upp- tökustjóra sem þekktastir voru fyrir tilraunabundnar plötur og höfðu meðlimir greinilega mun meiri áhuga á að umfaðma listamanninn í sér, búa til alvöru tónlist, fremur en að eltast við vinsældir. The Unfor- gettable Fire kom út aðeins ári eftir War, en það er varla hægt að tala um sömu sveitina. Þroskastökkið er algert; lögin úthugsuð og „ógríp- andi“, sveimkennd, hægstreym og „listræn“. „Promenade“ er draum- kennt, stutt súrrealískum, óhlut- bundnum texta, „Elvis Presley and America“ er naumhyggjulegt, minn- ir smá á Can, og Bono spann textann á staðnum. Hið ósungna „4th of July“ er líkt og nútímadjass á vegum ECM og „Wire“ er tryllingslegt, nánast geðveikislegt. Stór, drama- tísk lög eru þarna líka, nefna ber tit- illagið og hið magnaða „Bad“, lík- lega það besta sem sveitin hefur gert nokkru sinni. Á þessum tíma voru meðlimir 23 og 24 ára gamlir, á þeim aldri þegar fólk býr til sín meistaraverk. Það ungir og vitlausir að ekkert virtist ómögulegt en það sterkir og orku- ríkir að hið ómögulega varð engu að síður mögulegt. Og útkoman er jafn ógleymanleg og áður. arnart@mbl.is Einhvers konar heimkoma AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Þroskastökkið er al-gert; lögin úthugsuð og „ógrípandi“, sveim- kennd, hægstreym og „listræn“. Ógleymanlegt U2 voru í hæstu hæðum, sköpunarlega séð, er The Unforgettable Fire kom út árið 1984. Sveitin lagði ferilinn að veði með þessu magnaða verki sínu. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Broken Embaces kl. 5:20 B.i.12 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM 30.000 MANNS! Sýningum fer fækkandi ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR SÝND ÚT NÓVEMBER SÖKUM VINSÆLDA! HHH -E.E., DV SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR... 34.000MANNS! EIN VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI 2012 kl. 5:45 - 9 B.i.10 ára Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9 B.i.10 ára This is It kl. 10 LEYFÐ Jóhannes kl. 6 - 8 LEYFÐ „2012 er Hollywood- rússíbani eins og þeir gerast skemmtilegastir! Orð frá því ekki lýst hvað stórslysasenurnar eru öflugar.” T.V. - Kvikmyndir.is Stórslysamynd eins og þær gerast bestar. V.J.V - FBL 600 k r. 600 k r. 600 k r. STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.