Morgunblaðið - 24.11.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VERULEG lækkun á virðisauka-
skatti vorið 2007 kom aldrei fram í
verðlagi á kaffihúsum og börum. Nú
stendur til að hækka virðisaukaskatt
á veitingaþjónustu aftur. Spurningin
er hvort sú hækkun kemur fram í
verðlagi til neytenda?
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- og
Framsóknarflokks fékk samþykkt
lög á Alþingi í árslok 2006 sem gerði
ráð fyrir að neðra þrep virðisauka-
skatts yrði lækkað úr 14% í 7%.
Markmiðið með þessum breytingum
var að stuðla að því að verðlag hér á
landi yrði svipað og það er annars
staðar á Norðurlöndum.
Miðað var við að öll matvæli ættu
að vera í neðra þrepinu. Til sam-
ræmis við þetta var veitingaþjón-
ustan færð í neðra þrepið en hún
hafði greitt 24,5% virðisaukaskatt.
Til viðbótar voru vörugjöld felld nið-
ur á mörgum vörum. Þetta var því
veruleg skattalækkun á þessa at-
vinnugrein.
Heildaráhrif frumvarpsins á verð-
lag voru þau að tekjur ríkissjóðs af
óbeinum sköttum lækkuðu um 10,5
milljarða. Lögin tóku gildi 1. mars
2007.
Mælingar Hagstofu Íslands sýndu
að hótel- og veitingaþjónusta lækk-
aði um 3,2% í verði strax og lögin
tóku gildi. Verðlag í veitingahúsum
lækkaði, en engin breyting varð á
verðlagi á börum og kaffihúsum.
Ef horft er á verðbreytingar frá
ársbyrjun til dagsins í dag kemur í
ljós að verð á börum og kaffihúsum
hefur hækkað um 30% á sama tíma
og neysluverðsvísitala hefur hækkað
um 32,5%. Verðlag á veitingahúsum
hefur hækkað um 19,2% og í mötu-
neytum um 20,8%. Það má því segja
að neytendur sem eiga viðskipti við
veitingahús og mötuneyti hafi notið
skattalækkunar, en kaffihús og barir
virðast hafa tekið nær alla hækkun-
ina til sín.
Ríkisstjórnin hefur nú kynnt að
hún ætli að taka upp nýtt skattþrep í
virðisaukaskatti sem er 14%. Í því
verða veitingastarfsemi og sælgæti,
kex og kökur, og drykkjarvörur aðr-
ar en áfengi. Miðað við reynsluna frá
2007 ætti skattahækkunin nú ekki
að hafa áhrif á verðlag á kaffihúsum.
Kaffihúsin lækkuðu ekki
þrátt fyrir skattalækkun
Ríkisstjórnin áformar að hækka á ný virðisaukaskatt á veitingaþjónustu
Morgunblaðið/Heiddi
Inni og úti Lækkun á virðisaukaskatti skilaði sér ekki til neytenda á kaffihúsum og börum fyrir rúmum tveimur ár-
um. Framundan er hækkun á virðisaukaskatti á veitingaþjónustu á ný og spurt er hvort hækkunin skilar sér.
Í HNOTSKURN
» Áformaðar breytingar ávirðisaukaskatti eiga að
skila ríkissjóði samtals 6 millj-
örðum króna tekjuauka, en
miðað er við að breytingin
komi til framkvæmda í 2
áföngum, 1. janúar og 1. mars.
» Virðisaukaskattur á veit-ingastarfsemi var 24,5%
fram til ársins 2007, fór síðan
niður í 7% en færist nú í 14%
þrep.
Virðisaukaskattur af veitinga-
húsastarfsemi kemur til með að
breytast í upphafi næsta árs, en
aðeins eru þrjú ár síðan sköttum
var síðast breytt. Skatturinn fer
úr 7% þrepi í 14% þrep.
ÓVENJUMIKIÐ fékkst af ókyn-
þroska grálúðu í haustralli Hafrann-
sóknastofnunarinnar og var fjöldi
ungfisks sá mesti sem sést hefur síð-
an mælingar hófust 1996.
Vísitala (þyngd og fjöldi fiska) 55
cm og stærri grálúðu var mjög lág
2003 til 2008 miðað við 1997 til 2001,
en hún hefur aukist síðan 2007 og
var svipuð 2009 og 2003.
Jón Björn Pálsson, fiskifræðingur
hjá Hafró, bendir á að hækkun vís-
tölunnar byggist eingöngu á ung-
fiski og sérstaklega á 35 til 40 cm
löngum fiski. Það sé frekar óvenju-
legt að sjá svo hátt hlutfall í þeim
stærðarflokki. steinthor@mbl.is
Góð nýliðun
grálúðu
„LÖGREGLAN mun funda með
okkur í vikunni þar sem við förum
yfir hvort ástæða sé til að efla varð-
stöðu hennar hér um helgar. Á þess-
um tímapunkti viljum við hins vegar
höfða til almennings um að virða þá
viðkvæmu starfsemi sem hér er,“
segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson,
yfirlæknir slysa- og bráðadeildar
Landspítalans í Fossvogi.
Til átaka kom á biðstofu slysa-
deildar undir morgun aðfaranótt
sunnudags. Sjö einstaklingar, fimm
karlar og tvær konur, höfðu sig þar í
frammi og varð lögregla að beita
piparúða til að skakka leikinn. Ófeig-
ur segir þetta mál mjög alvarlegt og
sömuleiðis hve hrikalegar birting-
armyndir ofbeldisins séu orðnar en á
deildina komi allt að 1.600 manns á
ári vegna afleiðinga ofbeldis af ýms-
um toga. sbs@mbl.is
Hörð átök
á biðstofu
slysadeildar
ÚTLIT er fyrir að kosið verði upp á
nýtt í nokkrar starfsnefndir Norð-
urþings eftir að Friðrik Sigurðsson,
einn af þremur bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins, hætti samstarfi
við meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og hyggst starfa
sem óháður bæjarfulltrúi út kjör-
tímabilið.
Friðrik hefur verið óánægður með
vinnubrögð meirihlutans og kornið
sem fyllti mælinn er að hans sögn
ákvörðun um sölu á raforkuhluta
Orkuveitu Húsavíkur. Hann segist
vilja að slík mál séu fyrst rædd við
fólkið og hann kunni ekki við þá
leynifélagsnálgun sem hann upplifi
hjá forystumönnum meirihlutans.
Þá telur hann verðið of lágt.
Friðrik tilkynnti það á fésbók-
arsíðu sinni sl. laugardag að hann
væri hættur að styðja meirihlutann.
„Mér þykir þetta leitt. Ég hef átt
ágætt samstarf við Friðrik og óska
honum alls hins besta á nýjum vett-
vangi,“ segir Jón Helgi Björnsson,
formaður bæjarráðs Norðurþings og
oddviti sjálfstæðismanna.
Friðrik er formaður skipulags- og
byggingarnefndar og æskulýðs-
nefndar. Hann hyggst ekki segja af
sér nefndaformennskunni, segist al-
veg treysta sér til að sinna þessum
störfum fyrir íbúana áfram. Jón
Helgi segir aftur á móti að meiri-
hlutinn muni sjá til þess að hann hafi
meirihluta í öllum nefndum sveitar-
félagsins. Hann samsinnir því að
Friðriki verði skipt út, segir að það
liggi í hlutarins eðli.
Samningur um sölu Orkuveitu
Húsavíkur á rafdreifikerfi og til-
heyrandi sölustarfsemi til RARIK
og Orkusölunnar hefur verið stað-
festur á hluthafafundi í OH en vísað
til endanlegrar afgreiðslu í sveit-
arstjórn. Söluverðið er rúmar 200
milljónir kr. Virkjun fyrirtækisins
verður ekki seld. helgi@mbl.is
Verður skipt út úr nefndum
Bæjarfulltrúi á Húsavík tilkynnti það á fésbókarsíðu sinni að hann væri
hættur stuðningi við meirihlutann Segist óánægður með leynifélagsnálgun
Jón Helgi
Björnsson
Friðrik
Sigurðsson
Áskriftarsjóður
ríkisverðbréfa
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í
síma 460 4700 eða
kynntu þér málið
á www.iv.is
*Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.10.2009. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
Við öflum fyrir þig
9,8%
100%RÍKISTRYGGING
MEÐALÁVÖXTUN*
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
LÚÐVÍK Geirs-
son, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar,
sækist eftir sjötta
sæti í prófkjöri
Samfylking-
arinnar í Hafn-
arfirði fyrir
sveitar-
stjórnarkosn-
ingar á næsta ári.
Ákveðið var á félagsfundi í gær að
prófkjörið færi fram hinn 30. janúar.
Sex bæjarfulltrúa þarf til að hljóta
meirihluta í bæjarstjórninni og verð-
ur Lúðvík því í baráttusæti. „Ég
ætla að leggja allt að veði í þessari
kosningu,“ segir hann. Samfylkingin
hefur nú sjö fulltrúa í bæjarstjórn,
Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og
Vinstri grænir einn.
Lúðvík vill
sjötta sætið
Lúðvík Geirsson