Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 14
14 Skoðun MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Eftir Einar Má Guðmundsson G engið hafði á með jarð- skjálftum en þann 8. júní árið 1783 hófust eldsumbrot vestan við Vatnajökul. Þá var hvítasunnudagur og þetta voru Skaftáreldar. Stóð gosvirknin fram á næsta ár. Þá mynduðust Lakagígar sem liggja á tíu samhliða sprungum. Þær eru frá tveimur til fimm kíló- metra á lengd. Munu þetta vera með meiri nátt- úruhamförum sem um getur. Menn hafa ekki notað aðra hag- ræna stuðla á þetta eldgos en þá að sveitin lagð- ist í eyði og fólk flýði af bæjum. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt að þrýst- ingurinn á jarðlögin hafi verið tíu sinnum eða tólf sinnum stærri en þau sjálf, svipað og þegar við tölum um fjármálakerfið fyrir bankahrunið í október 2008 og segjum að það hafi verið tólf sinnum stærra en hag- kerfið og því sprungið einsog eld- fjall. Engu að síður hljóta jarðvís- indamenn að hafa reiknað þetta út þó ég kunni ekki á því skil. Í bankahruninu hrundu þrír bank- ar, fjórir ef Seðlabankinn er talinn með og enn fleiri ef sparisjóðir og minni fjármálastofnanir bætast í hópinn. Í Skaftáreldum kom eld- gosið í hrinum og þær eru taldar hafa verið tíu. Í allt mynduðust 135 gígar og má eflaust líkja þeim við tómið sem fjármálafurstarnir skildu eftir í hagkerfinu. Eitrið úr gos- stöðvunum dreifðist víða um land og lagðist á fiskimiðin, svo hver vertíð á fætur annarri brást. Fólk flýði af nærliggjandi svæðum, margir urðu úti og sumir gengu aftur. Í heim- ildum er getið um umkomulausan pilt sem fylgdi fjölskyldu frá Stokks- eyri í marga ættliði, en fjöl- skyldufaðirinn hafði úthýst honum þegar hann barði að dyrum, þrek- aður og nær dauða en lífi. Einhver eftirherma af pilti þessum er nú í draugasafninu á Stokkseyri, sem á sinn hátt er táknrænt ef Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum tekst að breyta Íslandi í draugasafn alþjóða- samfélagsins og kannski verða yf- irvöld nútímans stoppuð upp og geymd sem safngripir þar. En nóg um það, því slíkur var mökkurinn úr gosinu að sól myrkv- aðist. Aska kom niður í Skotlandi og um alla Evrópu dimmdi á ótrúleg- ustu tímum. Uppskeran brást í Frakklandi. Sársvangir bændur yf- irgáfu bú sín og streymdu til Par- ísar. Nokkrum árum síðar varð bylt- ing, franska byltingin, sem flestum þykir allra byltinga merkilegust. Evrópa baðar sig enn í ljóma þeirrar byltingar og krafna hennar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Nú meira en tveimur öldum síðar ætla ég ekki að fara að hrófla við neinum söguskýringum og þakka Íslandi og þá einkum íslenskum eldfjöllum frönsku byltinguna, en þessi skýring á einni af orsökum hennar er eflaust ekkert vitlausari en hver önnur. Ég nefni þetta því þess er hvergi getið í sögulegum heimildum að franski að- allinn hafi krafist skaðabóta af Ís- lendingum vegna þessara nátt- úruhamfara, enda ekki til nein innistæðutrygging eldgosa á þeim tíma eða eitthvert Evrópukerfi sem sagði að vissulega mætti gosmökk- urinn ferðast um heiminn en ábyrgð- in væri hjá eldfjallinu sjálfu. Hrun íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 hafði áhrif í öðrum löndum þó einnig hafi áhrif frá öðr- um löndum átt þátt í hruni þess. Og alveg einsog uppskera bændanna brást og aska féll í Skotlandi þá misstu bæði enskir og hollenskir sparifjáreigendur, sveitarfélög og sjúkrastofnanir spón úr aski sínum við fall íslensku bankanna. Á Eng- landi hafði sú tilskipan verið látin ganga út til sveitarfélaga að þau ættu að spara, sem sé, bæði að skera niður útgjöld og ávaxta sitt pund og sína sjóði á hagstæðum reikningum. Þrýstingurinn á þetta fyrirkomulag frá stjórn Verkamannaflokksins var svo mikill að þegar einstaklingar, sveitarfélög, lúðrasveitir og spítalar heyrðu talað um ICESAVE- reikningana með hærri vöxtum en gengur og gerist þá stukku menn til og lögðu allt sitt fé inn á þessa reikn- inga. Hér heima á Íslandi höfðu langflestir íbúar landsins ekki hug- mynd um að þessir reikningar væru til og var þó eflaust fjallað um þá í einhverjum af viðskiptakálfum blað- anna en þeir voru oftast í sérblöðum og í þeim prentaðar grobbsögur af íslenskum auðmönnum. ICESAVE- reikningarnir eru ein slík grobbsaga en með sorglegan endi einsog títt er með grobbsögur. Það fer oft illa fyr- ir grobbnum mönnum, enda grobb náskylt hrokanum sem nær allir harmleikir fjalla um. Hin tæra snilld bankamannanna varð að hreinni óværu sem nú hvílir á þjóðinni, af því að stjórnvöld okkar vilja ekki að snillingarnir beri ábyrgð á snilld- arverkum sínum. Okkar hlutverk er að sitja uppi með hörmungarnar sem og hin slöku eftirmæli snilld- arinnar.     Einn góður félagi minn var aðsegja mér að allar vísitölurhefðu hækkað nema greind- arvísitalan; og í höfuðstólinn er ekki hægt að setjast. Ef hann er ekki á hæðina þá er hann á lengdina; og talnaleikirnir og loftfimleikarnir halda áfram á þessu ísmeygilega tungumáli stjórnvalda. Katrín Júl- íusdóttir iðnaðarráðherra var virki- lega dónaleg við garðyrkjubændur þegar þeir mótmæltu raforkuverð- inu um daginn. Spurning hvort hún sé jafn hvassyrt við álfurstana og stóriðjupostulana þegar þá ber að garði. Hugsa sér! Hún hafði leyft þeim að tala við mann á skrifstof- unni, og var það ekki nóg? Sú spurn- ing gerist áleitin hvort Samfylk- ingin, sem kallar það mannasiði að borga ICESAVE-reikningana, þurfi ekki að fara á námskeið í mann- legum samskiptum. Flokkurinn hlýtur að hafa sín sambönd hjá Dale Carnegie svipað og hann hafði í við- skiptalífinu. Samfylkingin virðist líka ráða öllu í ríkisstjórninni. Þar eru spunameistarar sem líkjast vef- urunum í Nýju fötin keisarans. Það ætti frekar að hleypa gróð- urhúsabændum inn en reka þessa vefara út, alla aðstoðarmennina sem aldrei hafa látið að sér kveða nema í einhverju leynimakki. Það er alla vega ekki verið að efna þau loforð sem Vinstri græn buðu sig fram út á. Ríkisstjórn sem vill að við fórnum okkur fyrir fjármálaelítu heimsins og ríkisstjórnir á hennar snærum, er ekki að hlusta eftir félagslegum lausnum. Almenningur í þessum löndum hefur ekkert verið spurður. Hann fer í vaxandi mæli út á götur og segir: „Við neitum að axla ábyrgð á kreppu auðvaldsins.“ En við erum með stjórnvöld sem segja að það sé bara allt í fínu að við játum á okkur glæp sem við höfum ekki framið. Svo er okkur líkt við Jesú Krist af því að við eigum að bera syndir alþjóða- samfélagsins. Ætli stjórnvöld okkar endi ekki í guðfræði og sendi Gunn- ar í Krossinum til að semja við Evr- ópusambandið. Það er út í hött að við eigum að axla ábyrgð á þessari kol- klikkuðu innistæðutryggingu og ef allt fjármálalíf Evrópu hvílir á henni, segir það þá ekki sína sögu um þetta sama fjármálalíf? Enn og aftur: Við eigum að neita að axla ábyrgð á kreppu fjármálaelítunnar. Erum við sammála því eða eigum við að hlusta á endalausa bankaþvælu, lagakróka og óskiljanlega menn sem þvæla um að þetta hafi verið allt í lagi þá, og ekkert óeðlilegt og ekkert ólöglegt við þetta þá? Má ekki alveg eins spyrja: Hvað segir réttlætiskennd okkar við þessu? Ef gjörninga eins- og arðgreiðslur auðmannanna til sjálfra sín má ekki taka upp þá erum við að segja að það sé fullkomlega eðlilegt að keyra heilt þjóðfélag í þrot. Hvaða skilaboð eru það til barnanna okkar? Fjármálasnilling- arnir komu á fót yfirskuldsettum loftbólufélögum og blésu upp efna- hagsreikning sinn með viðskiptavild og peningaskáldskap. Út frá þessum skáldskap voru greiddar svimandi arðgreiðslur, já í rauninni út á ekki neitt. Um þetta segir Andrés Magn- ússon geðlæknir: „Það er algerlega ný og (ófyrirsjáanleg) staða að örfáir einstaklingar geti sett heila þjóð á hausinn. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að setja ekki ný lög til þess að mæta þessum nýju aðstæðum. Hluti þeirra gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: „Ef sú staða kemur upp að gjaldþrot ákveðinna einkafyr- irtækja er það stórt að það íþyngir verulega ríkisfjármálum í fleiri ár (eða er stærra en x% af ríkisfjár- lögum) þá skal fyrst gengið að öðr- um eigum ábyrgðarmanna (eigenda) hinna gjaldþrota fyrirtækja áður en almenningi í landinu er gert að taka á sig skuldir þeirra.“     Hvað hefur skilað þjóðfélagiokkar árangri? Það er ekkihin sjálfumglaða fáviska sem lagt hefur mesta áherslu á að taka út úr þjóðfélaginu en ekki að skila því neinu tilbaka. Mál Yngva Arnar og annarra bankaforkólfa speglar þetta. Þessir menn settu þjóðfélagið á annan endann með því að taka of mikið til sín, en nú vilja þeir fá borgað fyrir það eftir göml- um reglum sem ríktu í þeirra valda- tíma. Yngvi Örn og bankaforkólf- arnir, þetta hljómar einsog nafn á gamalli nýbylgjuhljómsveit, Ian Dury og þöngulhausarnir eða eitt- hvað svoleiðis. En væri þetta bara nafn á hljómsveit þá værum við í góðum málum. Yngvi Örn var fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans og þar með yfirmað- ur fjárstýringar bankans. Hann var því einn af aðalleikendum í hruni bankans og bankanna. Svo kann líka einhver að spyrja: Hvað ætla menn- irnir að gera við alla þessa peninga? Og hvað fengu þeir mikla peninga á meðan dansinn dunaði í kauphöll- unum? Þegar við bætist að Yngvi Örn Kristinsson er ráðgjafi félags- málaráðherra eða hver nú titillinn er, rýkur þá ekki allur trúverð- ugleiki norrænu velferðarinnar út um gluggann? Eina ferðina enn. Hlýtur þingflokkur Vinstri grænna ekki að gera þá kröfu að frjáls- hyggjumennirnir yfirgefi félags- málaráðuneytið? Hvaða erindi eiga loftbólukapítalistar og verðbréfa- prangarar þangað? Í Kastljósi sjónvarpsins sagði Yngvi Örn að það væri ekkert svig- rúm til að laga stöðu heimilanna, og má segja að komi úr hörðustu átt frá manni sem vann við að búa til svig- rúm með því að blása allt út í heimi fjármagnsins. Svo vilja þessir menn að bankarnir efni loforðin sem þeir gáfu sjálfum sér á meðan þeir stjórnuðu bönkunum. Ögmundur Jónasson talar um veruleikafirrta siðvillinga. Ef Ögmundur væri forn- sagnaritari hefði hann líklega skrif- að: Dýr myndi Yngvi Örn allur. Þó hefur Yngvi Örn ekki misst fingur, líkt og Hafliði forðum. Það er hins vegar loftið í kringum Yngva Örn sem er svo miklu dýrara en loftið í kringum okkur hin. Í hagkerfi ný- frjálshyggjunnar tóku þessir menn út verðmæti sem þeir áttu ekki og hirtu arð sem engin innistæða var fyrir. Nú vilja þeir áfram fá borgað á sömu forsendum og áður. Þeir sem í raun ættu að skila peningum tilbaka heimta meiri peninga. Eru þetta mannasiðir Samfylkingarinnar? Ætlar Norræna velferðarstjórnin að láta þetta yfir okkur ganga? Það er ekkert skrýtið þótt Yngvi Örn sé hér tekinn út fyrir sviga í hinu fríða föruneyti. Hann er hægri hönd félagsmálaráðherra, en félags- málaráðherra er frjálshyggjumaður sem hugsar ekki um neitt nema kjöt- katla Evrópusambandsins. Þess vegna ræður hann til sín Yngva Örn Kristinsson sem virðist helst líta á það sem hlutverk sitt að bjarga kúlulánaliðinu, en hluti þess situr á þingi. Það má sannarlega segja að þessir menn séu í björgunarleið- angri. Þeir eru reiðubúnir að hamast á öryrkjum og ellilífeyrisþegum og heimilunum í landinu. Þar er ekkert svigrúm. Ef við hugsum út í málin þurfum við ekki að fara ýkja langt aftur í tímann og skólaganga er ekki sjálfsagður hlutur, og heilbrigð- isþjónusta ekki heldur eða önnur al- menn samhjálp. Það var barátta al- þýðunnar sem skilaði okkur þessu, öflugu velferðarkerfi, skólakerfi, heilbrigðiskerfi. Góðærið svonefnda fólst í því að afrakstur þessarar bar- áttu, sameignin, var einkavædd og seld. Það sem áður var sameign fólksins, fiskurinn, síminn og bank- arnir, var fært til einkaaðila á silf- urfati og því síðan sólundað í kaup- höllum heimsins. Verði Icesave-samningarnir samþykktir og skuldabyrðinni velt yfir á þjóðina stöndum við aftur í hinum gömlu sporum ójafnréttis þar sem hvorki skólaganga né heilbrigðisþjónusta verða sjálfsögð mál. Við þurfum að geta horft nokkrar kynslóðir aftur í tímann og spurt okkur hvað sé fram- undan. Fjármagni fólksins hefur verið eytt i einskisnýtt drasl, gler- hallir og partí og fátt er eftir til að selja. Þótt stór hluti góðærisins væri hagbóla, byggð á draumórum, þá má ekki gleyma því að undirstaða þess voru raunverulegar eignir fólksins: Fiskurinn, lífeyrissjóðirnir og rík- isfyrirtækin. Við þurfum að brjótast undan bölvun þeirrar spillingar sem nú ríkir. Það er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki að brjótast undan bölvun spillingarinnar. Hafi hún ætl- að að gera það hefur hún löngu gef- ist upp á því. Það er fjármálakerfið sem er að taka allar stóru ákvarð- anirnar og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn er fulltrúi þess. Þetta fjár- málakerfi sem Viðskiptaráð kom á hér á landi með ýmsar kanónur hrunsins innanborðs er úrsérgengið um allan heim. Engu að síður ræður það öllu. Frelsi er að segja Nei við þetta kerfi, nei við þetta fólk, nei við Yngva Örn og bankaforkólfana. Hlustum frekar á Ian Dury og þöng- ulhausana. Við þurfum nýtt afl, breiða samstöðu fólks þar sem ekki er spurt um flokksskírteini. Stjórn- málaflokkarnir hafa fengið sitt tæki- færi en eru óðum að klúðra því. Yngvi Örn og bankaforkólfarnir Höfundur er rithöfundur. Morgunblaðið/RAX Gosmökkur efnahagshamfara „… enda ekki til nein innistæðutrygging eldgosa á þeim tíma eða eitthvert Evr- ópukerfi sem sagði að vissulega mætti gosmökkurinn ferðast um heiminn en ábyrgðin væri hjá eldfjallinu sjálfu.“ Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.