Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.11.2009, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Kynslóðirnar skeggræða um framtíðina Ungt fólk átti stefnumót við menntamálaráðherra og aðra stjórnmálamenn í Gyllta sal Hótels Borgar í gær. Á sama tíma fengu stjórnmálamenn tækifæri til að tjá sig um málefni ungs fólks. Til stefnumótsins var æskulýðsfélögum, æskulýðsráði, ráðherrum, þingmönnum og öllu ungu fólki boðið, sem og öllum áhugasömum um málefni ungs fólks. Kristinn SVO SEM þér er kunnugt annast ég gæslu hagsmuna Baldurs Guðlaugs- sonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra vegna opinberrar rannsóknar á hendur honum sem embætti þitt ákvað að stofna til, eftir að hafa borist bréf Fjármálaeftir- litsins 9. júlí 2009 þar sem komist er svo að orði að máli Baldurs sé vísað til embættis þíns. Það er óvenjulegt, ef ekki eins- dæmi, að lögmaður manns sem sæt- ir rannsókn skuli skrifa embætti rannsakanda opið bréf. Það er því rétt að skýra tilefni þess nokkrum orðum. Mér er í raun algjörlega of- boðið. Að minnsta kosti þekki ég ekki annað dæmi um sambærilegt framferði opinberra embætta gegn einstaklingi. Þannig hefur umbjóð- andi minn hrakist úr starfi, hann hefur stöðu grunaðs manns í endur- upptekinni rannsókn máls sem hon- um var sérstaklega tilkynnt í maí síðastliðnum að væri lokið án þess að nokkuð tilefni væri til þess að hafast frekar að gagnvart honum og þessu til viðbótar hefur hann þurft að sæta kyrrsetningu eigna sinna með einstökum og niðurlægjandi hætti og án þess að þörf slíks hafi verið rökstudd einu orði efnislega. Síðast en ekki síst skal þess þó getið að mál Baldurs hefur fyrir til- verknað einhverra sem til þess þekkja, sýnilega bæði hjá embætti þínu og Fjármálaeftirliti, orðið fjöl- miðlamál. Sá ítrekaði leki hefur svo alltaf átt sér stað á þeim tímapunkt- um þegar það hentaði ímyndarher- ferð viðkomandi embætta best en Baldri verst. Þarna eru einhvers staðar á ferðinni brot gegn ákvæð- um laga um þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Ég geri ekki ráð fyrir að þú hafir áhuga á að stofna til opinberrar rannsóknar af því tilefni, þó að heimatökin við þá rannsókn gætu sjálfsagt verið hæg. Þegar svona mál verður umfjöllunarefni í fjölmiðlum er það yfirleitt afar meiðandi fyrir þann einstakling sem í hlut á. Það stafar fyrst og fremst af því að frásögn af málsatvikum verð- ur afar yfirborðsleg í fjölmiðlunum. Þar er sjaldnast athugaður grund- völlur rannsóknar eða hugsanlegur annarlegur tilgangur hennar. Þar er látið við fyrirsagnirnar sitja. Almenningur tel- ur svo að hér hljóti eitthvað að vera at- hugavert fyrst svona virðuleg opinber emb- ætti hafi ákveðið að stofna til rannsóknar. Og ekki bara stofna til rannsóknar í þessu til- viki, heldur líka sýna hversu embættið er dugmikið og harðsnúið með því að kyrrsetja eignir hjá fyrr- verandi embættismanninum til tryggingar kröfu vegna brots hans. Og fyrst málið er komið í þennan farveg fyrir tilverknað embættanna felst í því sérstök réttlæting fyrir því að bréf þetta, sem hefur inni að halda rökstuddar athugasemdir við vinnubrögð ykkar, birtist einnig opinberlega. Fyrir liggur að mál Baldurs var fellt niður hjá Fjármálaeftirlitinu snemma í maí síðastliðnum, raunar með með lagalega hæpnum fyrir- vara um að taka það upp aftur ef nýjar upplýsingar kæmu fram sem gæfu tilefni til þess. Í bréfi eftirlits- ins til þín 9. júlí er sagt að slíkar upplýsingar hafi komið fram og sé málinu því vísað til sérstaks sak- sóknara. Fram kemur að hinar nýju upplýsingar felist í fundargerðum og vinnugögnum svonefnds sam- ráðshóps um fjármálastöðugleika, þar sem Baldur átti sæti, vegna funda fyrir 1. september 2008. Fyrri athugun eftirlitsins hafi einungis tekið til athugunar á starfsemi starfshópsins eftir 1. september það ár. Fjármálaeftirlitð virðast hins- vegar hafa sætt sig við að marg- umræddur fundur þáverandi við- skiptaráðherra og nokkurra íslenskra embættismanna með fjár- málaráðherra Bretlands í sept- emberbyrjun 2008 hafi enga þýð- ingu fyrir meintar sakargiftir þó svo að fjölmiðlar haldi áfram að höggva í þann sama knérunn gagnvart Baldri. Grunsemdirnar á hendur Baldri Guðlaugssyni virðast samkvæmt þessu byggjast á því að í nefndum gögnum hafi komið fram innherja- upplýsingar í Landsbanka Íslands hf., sem Baldur er grunaður um að hafa hagnýtt sér við sölu á hluta- bréfum sínum í bankanum í sept- ember 2008, en slíkt getur verið refsivert samkvæmt 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Getur þetta verið rétt? Hugum nán- ar að því. Í XIII. kafla nefndra laga er fjallað um „meðferð innherjaupplýs- inga og viðskipti innherja.“ Þar er í 120. gr. að finna svofellda skilgrein- ingu á hugtakinu innherjaupplýs- ingar: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagern- inga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru ...“. Í 122. gr. laganna er fjallað um upplýsingaskyldu: „Út- gefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða verslað er með á markaðstorgi fjár- málagerninga ..., ber að birta al- menningi á Evrópska efnahags- svæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“ Í þessum lagaákvæðum felst að svonefndar innherjaupplýsingar um félög, sem eru skráð á verðbréfamarkaði, eru upplýsingar sem skylt er að gera opinberar fyrir almenningi. Teljast upplýsingarnar til innherjaupplýs- inga þangað til þær hafa verið birt- ar. Í samhengi við þetta er tilefni til að benda sérstaklega á 135. gr. lag- anna um verðbréfaviðskipti. Þar er fjallað um eftirlit með opinberri birtingu upplýsinga. Meðal annars segir að Fjármálaeftirlitið skuli fylgjast með því að útgefendur verð- bréfa (í þessu tilviki hlutabréfanna í Landsbanka Íslands hf.) birti upp- lýsingar vegna m.a. XIII. kafla (kaflans um innherjaupplýsingar) „tímanlega með það að markmiði að sjá til þess að almenningur ... hafi virkan og jafnan aðgang að þeim.“ Í ákvæðinu er síðan kveðið á um þvingunarúrræði sem eftirlitið hefur yfir að ráða til að knýja fyrirtæki á markaði til að birta upplýsingar op- inberlega og um heimildir þess sjálfs til að birta þær ef fyrirtæki sinnir ekki fyrirmælum. Innherjaupplýsingarnar sem Baldur er grunaður um að hafa haft eru upplýsingar sem hann á að hafa fengið á fundum fyrrnefnds starfs- hóps um fjármálastöðugleika. Í hópnum sátu fulltrúar frá forsæt- isráðuneyti, fjármálaráðuneyti (Baldur), viðskiptaráðuneyti, Fjár- málaeftirlitinu og Seðlabanka. Því er sem sagt haldið fram að Baldur kunni að hafa fengið innherjaupp- lýsingar á fundum sínum í starfs- hópi sem fulltrúi Fjármálaeftirlits- ins sat í! Hafi þar komið fram upplýsingar sem falla undir að geta talist innnherjaupplýsingar í skiln- ingi laga um verðbréfaviðskipti var skylt að birta þær opinberlega „eins fljótt og auðið er“, eins og það er orðað í lögunum. Og Fjármálaeft- irlitinu, kæranda Baldurs, var þá skylt að tryggja að svo yrði gert. Ef sá möguleiki er raunverulega fyrir hendi, sem er forsenda fyrir kæru Fjármálaeftirlitsins, að til- kynningarskyldar upplýsingar hafi komið fram á vettvangi starfshóps um fjármálastöðugleika, hlýtur þér sem sérstökum saksóknara að vera skylt að hefjast nú þegar handa um opinbera rannsókn. Sú rannsókn ætti þá að beinast að því, hvort fulltrúar Fjármálaeftirlitsins hafi sinnt starfsskyldum sínum, þegar þeir sátu fundi, þar sem þeir telja sjálfir að fram hafi komið inn- herjaupplýsingar um Landsbanka Íslands hf., án þess að hafa knúið fram opinbera birtingu þeirra? Þetta sakarefni sýnist vera miklu brýnna en sakirnar á hendur ráðu- neytisstjóranum fyrrverandi. Ég held samt að þú ættir að hugsa þig um tvisvar áður en þú stofnar til þessarar rannsóknar. Ástæðan er sú sem blasir við. Það er hrein fjar- stæða að á fundum starfshópsins hafi komið fram tilkynningarskyldar upplýsingar. Ekkert í málsgögnum bendir til þess að svo hafi verið. Hverjar ættu þær að hafa verið? Að alþjóðlegur lánamarkaður væri erf- iður bönkum? Að íslenski trygging- arsjóðurinn væri einn um að ábyrgj- ast bresk innlán í Landsbankann? Að innlán í Landsbankann í Bret- landi hefðu minnkað? Að bresk yfir- völd hefðu gefið ádrátt um að leyfa stofnun dótturfélags bankans í Bretlandi? Mest af þessu eru upp- lýsingar sem allir höfðu. Aðrar eru þess háttar að kostulegt hefði verið og alveg tilefnislaust að birta til- kynningu um þær á verðbréfamark- aði. Það blasir við að engin efni eru til að telja að innherjaupplýsingar í skilningi laga nr. 108/2007 hafi kom- ið fram á fundum starfshópsins sem Baldur sat í með Fjármálaeftirlit- inu. Hvers vegna er þá farið fram með þessum dæmalausa hætti gegn ráðuneytisstjóranum fyrrverandi og það á sama tíma og ekkert er sjáan- lega aðhafst gagnvart þeim sem dönsuðu milljarðamarsinn um ís- lenskt fjármálakerfi með þeim al- þekktu afleiðingum sem staðið var frammi fyrir í október fyrra árs? Getur verið að verið sé að leggja stjórnvöldum lið við að losa sig við embættismann sem talinn er óæski- legur? Getur verið að þörfin fyrir að sýna þjóðinni skörungsskapinn hafi borið menn ofurliði? Baldur Guð- laugsson liggur sjálfsagt vel við höggi, tilvalið viðfangsefni í vin- sældakapphlaupinu, enda fulltrúi kerfis og flokks, sem nú um stundir er mjög til vinsælda fallið að gera öðrum fremur ábyrgan fyrir hruni banka og efnahagskreppu. Þýðing raunverulegs réttarríkis er aldrei meiri en á tímum eins og þeim sem við nú lifum á Íslandi. Þegar al- menningur kallar á hefnd og póli- tískar vinsældakeilur eru slegnar sem aldrei fyrr er stutt í geðþótt- ann. Þá gleymast líka fljótt þær helgu mannréttindareglur sem kveða m.a. á um sakleysi uns sekt er sönnuð og leggja þann grundvöll að málsmeðferð að fyrst séu sakargiftir á hendur mönnum rannsakaðar, þeir séu síðan ákærðir og loks dæmdir standi efni til þess. Er þá ógetið þeirri reglu sem ekki skiptir minnstu máli að við ákærum ekki menn nema meintar sakargiftir séu líklegri til sakfellis en ekki. Meðferð ákæruvalds má aldrei fela í sér ein- hverskonar tilraunastarfsemi. Ég lýk þessu bréfi með því að skora á þig ágæti Ólafur Hauksson að sýna nú fram á að menn ætli sér að standa í lappirnar, að grundvallar- reglurnar séu þrátt fyrir allt hafnar yfir tíma og rúm og að þú fellir því þegar í stað niður hinar ólögmætu aðgerðir til aðfarar á hendur Baldri Guðlaugssyni. Eftir Karl Axelsson »Mér er í raun al- gjörlega ofboðið. Að minnsta kosti þekki ég ekki annað dæmi um sambærilegt framferði opinberra embætta gegn einstaklingi. Karl Axelsson Höfundur er lögmaður Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Opið bréf til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.