Morgunblaðið - 24.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 ÉG ER haldin þrá- hyggju. Hef fengið vottorð upp á það frá Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Reyndar allir félagar mínir í þingflokknum, við er- um öll þráhyggjufólk. Fengum að heyra það á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar fyrir helgina. En hvers vegna? Getur það verið vegna þess að við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt nei við skattahækkunará- formum ríkisstjórnarinnar og bent á aðrar leiðir? Að við segj- um og höfum lengi sagt að við skattleggjum ekki íslenskt sam- félag, hvorki heimili né fyrirtæki, út úr kreppunni? En einhverra hluta vegna vilja stjórnar- flokkarnir ekki ræða okkar leið sem gengur m.a. út á að afnema frestun skattlagningar á þegar greiddum séreignarsparnaði. All- ir skynsamir menn hljóta að spyrja sig af hverju ekki og af hverju ríkisstjórnin þorir ekki að hrófla við lífeyrissjóð- unum. Álitsgjafarnir og skattahækkanir Ég hef lengi haldið því fram að rík- isstjórnin sé að leggja af stað í grundvall- arbreytingar á ís- lensku samfélagi þar sem kreppan er notuð sem afsökun fyrir aukinni miðstýringu og haftakerfi í sínu víðasta samhengi. Þessar breytingar blasa nú við þegar ráðist er á skattkerfið með miklum látum en breytingarnar munu stuðla að ógegnsæi, auknu flækjustigi og minni skatttekjum og verðmætasköpun þegar upp er staðið. Kannski hentar það heldur ekki hinni klisjukenndu hug- myndafræði vinstristjórnarinnar að aðrar leiðir eru færar og betri til að lagfæra stöðu ríkissjóðs en þessar steingerðu aðferðir ráð- herranna og hjálparkokka þeirra. Um síðustu helgi benti ég á að brátt yrðu Stefánar og Þórólfar þessa lands og háskólanna kallaðir til leiks til að réttlæta skatta- hækkanir vinstristjórnarinnar og klæða þær í nýjan búning. Og viti menn, hið ótrúlega gerðist! Ekki liðu nema tveir dagar þar til hinir sígildu álitsgjafar Stefán Ólafsson og Þórólfur Mattíasson há- skólaprófessorar fengu sviðið í Speglinum, fréttum og eflaust fleiri málfundum vinstrimanna. Allt frekar fyrirsjáanlegt en nokk- uð þreytt. Og hver man ekki eftir orðum Steingríms J. Sigfússonar í kosningabaráttunni um að varn- aðarorð okkar sjálfstæðismanna um vinstrimenn og skattahækkanir væru bara hræðsluáróður af okkar hálfu! Varaformaður VG má eiga það að hún talaði þó hreint út um að vinstriflokkarnir myndu lækka laun og hækka skatta þótt hennar eigin flokksfélagar hafi síðan ítrek- að reynt að þagga niður í henni. Þráhyggja gegn Icesave En þráhyggja okkar sjálfstæðis- manna, að mati Jóhönnu Sigurð- ardóttur, kann líka að stafa af and- stöðu okkar við Icesave-samninginn eins og hann liggur nú fyrir. Meðan stjórn- arflokkarnir gera hvað þeir geta til að slæva þjóðina í málinu munum við halda áfram gagnrýni okkar á fordæmalaus vinnubrögð rík- isstjórnarinnar vegna Icesave og efnisinnihalds samningsins. En hvað veit forsætisráðherra svo sem um málflutning okkar í stjórn- arandstöðu og gagnrýni því hún hefur hvorki verið viðstödd né tek- ið til máls í Icesave-umræðunni á haustþingi. Ekki er hlustað frekar en fyrri daginn. Bara talað í huggulegu halelújaumhverfi flokksstjórnar. Pólitík til heima- brúks var eitt sinn kallað! Það væri þó aldrei að tillaga Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að út- varpa frá Icesave-umræðunni yrði til þess að ríkisstjórnarflokkarnir vöknuðu, því fátt losar jafnmikið um málbeinið á þingmönnum vinstriflokkanna og návist fjöl- miðla. Þótt óþægindin yrðu ein- hver. Þá þyrftu stjórnarliðar t.a.m. að réttlæta það að okkur sjálfstæð- ismönnum var meinað að kalla til Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Sigurð Líndal fyrir þingnefnd en orð þeirra og ábendingar hefðu vissulega verið óheppileg fyrir blekkingarleikinn allan. Sú höfnun var makalaus með öllu. Að hlusta Þráhyggja þarf ekki að vera slæm. Ég þekki það vel. Ef grannt er hlustað á þann sem einhverra hluta vegna er haldinn þráhyggju eykst skilningur manns, samhliða tilfinningu fyrir einstaklingnum og umhverfinu. Þrátt fyrir að vera þreytandi á stundum. En ef ekki er hlustað fer lítið fyrir umburð- arlyndi og víðsýni. Það sem sumir vilja nú kalla þráhyggju getur einnig verið stað- festa annars til að standa á eigin sannfæringu. Það getur vel verið að forsætisráðherra finnist það þreytandi að við sjálfstæðismenn nýtum málfrelsið og höfum okkar skoðanir og tillögur um aðra val- kosti í skattamálum en þá sem rík- isstjórnin býður upp á og vilji kalla það þráhyggju. Það verður þá svo að vera. Vinstriflokkarnir verða þá bara að lifa við þá þráhyggju okk- ar sjálfstæðismanna. Ég er haldin þráhyggju Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Það sem sumir vilja nú kalla þráhyggju getur einnig verið stað- festa annars til að standa á eigin sannfær- ingu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. MEÐ spuna og klækjabrögðum hóps glæpamanna hefur tekist að setja ís- lenska þjóð sem næst á höfuðið. Sá glæpur sem framinn hefur verið mun verða tal- inn til helstu atburða Íslandssögunnar, eins glæsilegt og það nú er. Í besta falli er þjóð- in nú í svipaðri stöðu efnahagslega og var fyrir 30 til 40 árum og í versta falli er þjóðin gjaldþrota. Miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar þá eru skuldir ríkissjóðs um 3.000 milljarðar eingöngu vegna gjörninga þessara manna. Seint verður síðan hægt að hampa frammistöðu okkar aumu stjórn- málamanna og ónothæfra embætt- ismanna þegar hvað mest þurfti á að halda til lagasetningar og eft- irlits. Ríkissjóður hefur úr að spila um 500 milljörðum í árlega. Af þessum tekjum hefur komið fram að þurfi að greiða í vexti um 100 milljarða á ári. Þá þarf að greiða niður lánið. Líklegt er að sú upphæð geti orðið jafnhá eða um 100 milljarðar á ári næstu áratugina. Af þessum tölum er ljóst að þetta dæmi getur alls ekki gengið upp enda einungis 300 milljarðar eftir til að halda sam- félaginu/samfélagsþjónustunni gangandi. Gangi þetta eftir er verið að rústa því velferðarkerfi sem byggt hefur verið upp áratugum saman og almenn sátt verið um í sam- félaginu. Þess vegna legg ég til eftirfar- andi. Allar eignir lífeyrissjóða landsmanna verði þegar teknar yfir af ríkinu og sjóðirnir þar með lagð- ir niður. Eignir sjóðanna verði not- aðar til greiðslu skulda ríkisins. Reikna má með að um 1500 milljarðar geti fengist fyrir eignir lífeyrissjóðanna á núvirði. Strax þarf að fara í að selja erlendar eignir sjóðanna enda gengi hag- stætt nú. Innlendum eignum verði komið í verð sem fyrst og stefnt að því að ljúka sölu allra eigna innan 3ja ára. Með sölu eigna líf- eyrissjóðanna og því að nokkuð mun fást fyrir eignir gömlu bankanna þá gæti skuldastaða ríkisins verið komin niður í 500 til 1000 milljarða eftir 3 til 4 ár. Til að mæta yf- irtöku/ríkisvæðingu líf- eyrissjóðanna þarf að sjá til þess að eft- irlaunaþegar fái áfram sín laun. Eftir yfirtöku lífeyrissjóðanna getur ríkið lagt 12% skatt á öll laun. Ekki verður um aukna raunskattheimtu að ræða, enda ekki innheimt lífeyr- issjóðsgjald lengur. Binda þarf í lög og festa í stjórn- arskrá að þessi 12% fari ávallt óskipt til greiðslu eftirlauna. Alltaf. Allir eftirlaunaþegar fá greidda sömu upphæð framvegis enda varla annað hægt í þessu kerfi. Með greiðslu sömu upphæðar til allra er verið að fara sömu leið og gildir á öðrum sviðum velferð- arkerfisins þar sem allir hafa jafn- an aðgang að samfélagsþjónust- unni. Reikna má með að helstu andstæðingar þessarar tillögu verði þeir sem hæstar greiðslur þiggja nú og munu þiggja síðar samkvæmt núverandi kerfi. En það eru æðstu embættismenn ríkisins, þingmenn og ráðherrar. Og að auki á frjálsa markaðnum efstu starfs- menn verkalýðs- og atvinnurek- endafélaga. Vonandi er að þessi hópur láti ekki sérhagsmuni ráða för heldur almannahagsmuni. Nú ríður meir á en nokkurntíma fyrr að láta verkin tala. Með öllum til- tækum ráðum verður að koma í veg fyrir að velferðarkerfi okkar verði lagt í rúst. Það mun taka áratugi fyrir íslenska þjóð að vinna sig upp úr núverandi stöðu nema brugðist verði við á afgerandi hátt. Því er þetta lagt til. Það er varla mikið val. Til lausnar skuldsettri þjóð Eftir Guðlaug Þór Pálsson Guðlaugur Þór Pálsson »Nú ríður meir á en nokkurntíma fyrr að láta verkin tala. Höfundur er vélfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Í GÆR, mánudag, fjallaði leiðarahöfundur Morgunblaðsins í stuttu máli um afdrif niðurstöðu Þjóðfundar 2009. Þrátt fyrir lítils- háttar athugasemdir við nafngift fundarins og ónefnda óheppilega sjálfskipaða talsmenn verður ekki annað séð en leiðarahöfundurinn hafi velþóknun á af- rakstri fundarins. Aftur á móti eru greinilegar áhyggjur af því, að með því að svonefnd sóknaráætlun rík- isstjórnarinnar muni taka mið af nið- urstöðum fundarins verði málið sett í lokaðan farveg, eða saltpækil, eins og komist er að orði. Mér finnst þetta tilefni kjörið til þess að árétta nokkur atriði sem a.m.k. aðstandendur fund- arins telja afar mikilvægt að hafa í huga varðandi afrakstur hans. Hvað sem hver álítur um sókn- aráætlunina er það auðvitað mik- ilvæg viðurkenning á niðurstöðum Þjóðfundar 2009, að tekið verði mið af þeim í yfirstandandi verkefni á vegum ríkisstjórnarinnar sem fæst við mótun á framtíðarstefnu í mikil- vægum málaflokkum. Það er auðvitað fagn- aðarefni. Hitt er alveg ljóst, að með því getur úrvinnsla úr niður- stöðum fundarins eng- an veginn endað. Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er vonandi að- eins upphafið. Það sem skiptir höfuðmáli er að sem flest áhrifaöfl í samfélaginu, ekki síður en hver og einn Íslend- ingur, vilji taka mið af niðurstöðum umræðna þeirra einstaklinga sem komu saman í Laugardalshöll 14. nóvember síðast- liðinn. Við berum öll ábyrgð á því að taka frumkvæði bæði í umræðu og útfærslu breytinga sem geta orðið til þess að örva jákvæða þróun í ís- lensku samfélagi byggða á þeim grunngildum sem þjóðin telur mik- ilvægust. Eftir fundinn liggur gríðarlegt magn gagna um viðhorf, áherslur, markmið og tillögur um aðgerðir, sem unnið er hörðum höndum að því að koma í gagnagrunn sem verður opinn öllum landsmönnum. Þegar yf- ir lýkur verður hægt að nálgast þessi gögn eftir aldri, kyni, búsetu og ein- stökum málaflokkum, auk þess sem hægt verður að leita í grunninum með margvíslegum öðrum hætti. Það sem þar kemur fram er eðli málsins samkvæmt afar margbreytilegt, enda þverskurður af viðhorfum þjóð- arinnar. Hins vegar liggur fyrir mik- ið magn hugmynda og viðhorfa sem munu ótvírætt gagnast í umræðu á margvíslegum vettvangi og ef vel tekst til hreyfa við ríkjandi að- stæðum til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er ekki síður fagnaðarefni að nú þegar er áhugi margra mikil- vægra afla í samfélaginu vakinn, og ljóst að margir bíða með óþreyju eftir að fá nánari gögn frá umræðum fund- arins. Væntingar standa til að hægt verði að uppfylla þessa þörf í vikunni sem muni verða til að örva umræðu sem víðast í samfélaginu. Fjölmiðlar munu gegna þar mikilvægu hlut- verki, bæði til þess að vekja athygli á mikilvægum málefnum og ekki síður umræðum og aðgerðum sem skír- skota til niðurstaðna fundarins. Þegar öllu er á botninn hvolft er hins vegar önnur hlið fundarins ekki síst mikilvæg, þótt minna muni bera á henni í rituðu máli. Það er sú stað- reynd, að íslenskum almenningi er fullkomlega treystandi til þess að fjalla um eigin málefni með ábyrgum hætti. Á fundinn voru langflestir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Sam- an kom fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu. Með því að umræðan hófst á því sem gat sameinað þennan stóra hóp var umfjöllun um það sem á eftir kom á heildina litið bæði vönduð og málefnaleg. Þessari einföldu stað- reynd er nauðsynlegt að taka mið af í áframhaldandi umræðu með því að hafa hana opnari en jafnan hefur tíðkast hingað til. Ef rétt er að mál- um staðið þarf ekki að óttast afleið- ingar þess að almenningi verði hleypt innan um sérfræðingana, sem hafa setið meira og minna einir að um- ræðu um málefni samfélagsins. Verði þetta haft að leiðarljósi er ekki að efa, að betur gangi að eyða því vantrausti sem almennt ríkir í samfélaginu. Stjórnvöld, samtök, stofnanir, atvinnugreinar og einstök fyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt, geta með þessu mun fyrr byggt upp traust og jákvæða ímynd, sem er grundvöll- ur nauðsynlegrar samstöðu og trygg- ir kraftinn í sóknina sem framundan er. Þjóðfundur í saltpækli? Eftir Bjarna Snæbjörn Jónsson » Ábyrgð á eftirfylgni Þjóðfundar 2009 liggur ekki aðeins hjá ríkisstjórn, heldur sem flestum stofnunum og samtökum samfélagsins og landsmönnum öll- um. Bjarni Snæbjörn Jónsson Höfundur er einn aðstandenda Þjóðfundar 2009. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.