Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 20
✝ Pétur Guðjohnsenfæddist á Húsavík
8. nóvember 1927.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut fimmtudaginn
12. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sveinbjörn
Þórðarson Guðjohn-
sen, sparisjóðsstjóri á
Húsavík, f. 14. mars
1873, d. 14. júlí 1939
og Guðrún Hall-
gerður Eyjólfsdóttir
Guðjohnsen, f. 18.
september 1897, d. 30. maí 1974.
Systkini Péturs eru Halldóra Mar-
grét, f. 28. september 1920, d. 10.
júní 2001; Einar Þórður, f. 14. apríl
Sveinbjörn Marion og María Helga.
Sonur Sveinbjörns og Fríðu Edv-
ardsdóttur er Ólafur Ottó, í sam-
búð með Elínu Sólveigu Gríms-
dóttur. Barn þeirra er Sigrún
Fríða. 2) Viðar Helgi, f. 14. janúar
1958, kvæntur Margréti Björgu
Júlíusdóttur. Börn þeirra eru Viðar
Helgi, Júlíus Pétur og Andri Valur.
Pétur starfaði við ýmis störf
bæði til sjós og lands. Eftir nám við
fiski- og farmannadeild Sjómanna-
skólans 1953 starfaði Pétur sem
stýrimaður á Esjunni og Fossunum
til margra ára. Þá tók við vinna á
fiskiskipum og var hann lengst af á
Náttfara frá Húsavík.
Vegna slitgigtar þurfti hann að
leita sér vinnu í landi. Eftir það
starfaði hann hjá Hafrafelli hf. Þór
hf. og Höfðaleigunni.
Útför Péturs verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag, 24. nóvember, og
hefst athöfnin kl. 13.
1922, d. 11. maí 1995;
Stefán Sveinbjörn, f.
18. september 1924,
d. 4. júní 1992. Eft-
irlifandi systkini eru
Þóra Ása, f. 17. mars
1930; Baldur Ásgeir,
f. 17. ágúst 1932.
Pétur kvæntist 29.
október 1949 Grete
Marion, f. 2. mars
1930. Foreldrar
hennar voru Helge
Kristine, f. 31. júlí
1900, d. 1960 og Otto
Tangen, f. 27. apríl
1898, d. 1978. Börn Péturs og
Grete Marion eru: 1) Sveinbjörn, f.
25. nóvember 1953, kvæntur Katr-
ínu Gísladóttur. Börn þeirra eru
Látinn er elskulegur og sómakær
tengdafaðir minn. Eftir situr djúpur
söknuður hjá eiginkonu og fjölskyldu.
Þau hjónin áttu 60 ára brúðkaupsaf-
mæli 29. október síðastliðinn. Það
mátti berlega sjá að mikill kærleikur
ríkti milli þeirra í gegnum súrt og
sætt.
Síðustu mánuði hafði Pétur glímt
við erfið veikindi. Hann sýndi mikið
æðruleysi og baráttuvilja allt fram í
andlátið enda var hann sterkur í anda
og hafði góða fjölskyldu sér við hlið.
Mín fyrstu kynni af Pétri voru í
bókaherbergi hans í Eskihlíðinni.
Hann var mjög bókhneigður og átti
orðið stórt safn bóka eftir ævilanga
söfnun. Ævinlega var hægt að sækja í
þekkingu hans ef á þurfti að halda.
Hann var hafsjór af fróðleik og mikill
íslenskumaður.
Pétur hafði sterka réttlætistilfinn-
ingu og var framsalið og veðsetning-
ar í kvótakerfinu honum ekki að
skapi. Oft sköpuðust langar og heitar
umræður um það málefni. Nú verða
þær ekki fleiri. Ég kveð þig með
söknuði.
Margrét Björg
Júlíusdóttir.
Pétur Guðjohnsen eða afi Pétur
eins og ég þekkti hann var mér afar
kær. Á ég margar og góðar minning-
ar um hann frá barnæsku minni, þá
sérstaklega um þær fjölmörgu veiði-
ferðir sem við bræðurnir fórum í með
honum. Það var þó ekki fyrr en ég hóf
nám við Háskóla Íslands, og þurfti að
finna mér hljóðlátt umhverfi til að
læra í, sem við afi urðum nánir og
hann fór að hafa mikil áhrif á lífs-
skoðanir mínar.
Fyrst um sinn, eftir að ég hóf
reglulegar heimsóknir til afa og
ömmu, deildum við hart og áttum
mikil skoðanaskipti um samfélagið.
Urðu oft heimsóknir, sem í grunninn
voru ætlaðar skólabókalestri, að nær
óstöðvandi samræðum um stjórnmál
og kom það oftar en ekki fyrir að
námið var sett á bið til að hlusta á þá
miklu speki sem bjó í honum afa
gamla.
Ég minnist þess að oftar en ekki
sat í mér tilhlökkun að komast úr
skólanum til þeirra ömmu og afa til
að sitja í stofunni með honum afa og
hlusta á sögur frá hans yngri árum
sem og ádeilur hans á ýmislegt sam-
félagslegt óréttlæti.
Sannarlega á ég eftir að sakna
þeirra tíma þegar við afi sátum sam-
an í stofunni, horfðum á ýmist þing-
fundi, norsku fréttirnar, dýralífs-
þætti eða annað, spjölluðum um
samfélagið og biðum eftir góðum mat
frá henni ömmu. Sárt þykir mér að
hugsa til þess að þeir tímar eru liðnir
en það er mér huggun að vita til þess
að minning hans og orðstír mun lifa
áfram um ókomna tíð því eins og seg-
ir í gamalli speki:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Þegar ég lít til baka og horfi yfir
þau ár sem ég hef farið nokkuð
reglulega í heimsóknir til hans afa,
og hennar ömmu, get ég sagt það
með vissu að hann afi er með stærri
áhrifavöldum á lífsskoðanir mínar
og kveð ég hann með miklum sökn-
uði.
Viðar Helgi Guðjohnsen, yngri.
Elsku Pétur bróðir, nú þegar leið-
ir skiljast koma upp í huga minn
æskuminningar frá Húsavík. Það
sem er efst í huga mér er að þú lað-
aðist snemma að sjónum. Alltaf
varstu á ferðinni niðri í fjöru eða úti
á bryggju og það kemur skýrt upp í
huga mér þegar þú komst einn dag-
inn hlaupandi inn og baðst mömmu
að gefa þér 1 krónu. Þú hafðir komið
þér í vandræði niðri á bryggju þegar
þú dast í sjóinn og einhver maður
hafði bjargað þér og þú vildir fyrir
alla muni greiða honum fyrir.
Þegar pabbi dó sundraðist fjöl-
skyldan og þú fórst í Bárðardal og
síðar til Egils og Fríðu, þau reynd-
ust þér mjög vel og ég veit að þér
var alla tíð mjög kært til þeirra.
Elsku Pétur minn, samband okk-
ar var alltaf gott og þér þótti gaman
að hitta vini og fjölskyldu, þú varst
alltaf svo vingjarnlegur og kátur.
Seinni árin varst þú kominn á kaf í
að binda inn bækur og lestur þeirra.
Þú hringdir oft og spurðir hvort ég
hefði séð eða lesið bók, þar sem
minnst var á atvik sem við þekktum
eða ættingja og vini. Mig hefði þó
langað að stundirnar saman hefðu
mátt vera fleiri. Það kemur upp í
hugann söknuður og tárin renna yfir
hlutunum sem við hefðum átt að
njóta saman og orðunum sem aldrei
voru sögð. Elskulegi bróðir, þakka
þér fyrir góðu stundirnar og minn-
ingarnar, Guð blessi þig og þína,
hvíldu í friði.
Þóra Ása.
Pétur Guðjohnsen
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Við munum sakna Péturs
bróður okkar mjög mikið.
Hann var einn sá yndisleg-
asti, vingjarnlegasti og skiln-
ingsríkasti maður sem við
höfum þekkt, einn af þeim
sem marka sérstök spor í líf-
inu. Ást okkar til hans varir
að eilífu.
Baldur og Sherry
Guðjohnsen.
Við munum sakna Péturs
frænda, sérstaklega hans
frábæru kímnigáfu og hlýja,
sérstaka bross. Við munum
geyma kæra minningu hans í
hjörtum okkar alla tíð.
Kerry Guðjohnsen
og John Teixeira.
HINSTA KVEÐJA
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Borgarhöfn í Suðursveit,
til heimilis
Langholtsvegi 177,
Reykjavík,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 19. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykjavík mánudaginn
30. nóvember kl. 13.00.
Jón Guðni Arason,
Guðmundur Jóhann Arason,
Aðalgeir Arason, Margrét Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Einar Sigurbergur Arason,
Ari Jónsson, Adam Jónsson, Vala Sigríður Guðmundsdóttir,
Ari Hlynur Guðmundsson, Rögnvaldur Guðmundsson,
Pétur Ólafur Aðalgeirsson, Ari Hálfdán Aðalgeirsson,
Þorsteinn Hjalti Aðalgeirsson og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir
og afi,
ÁSTVALDUR HÓLM ARASON
frá Borg á Mýrum,
A-Skaftafellssýslu,
til heimilis Brekkubyggð 18,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 20. nóvember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 11.00.
Sigríður Hera Ottósdóttir,
Bergdís Lilja Kristinsdóttir Paul, Graham John Paul,
Halla Kristín Guðlaugsdóttir, Gísli Örn Arnarson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR PÉTURSSON
hæstaréttarlögmaður,
Hagamel 44,
Reykjavík,
lést föstudaginn 20. nóvember.
Sigríður Níelsdóttir,
Pétur Guðmundarson, Erla Jóhannsdóttir,
Níels Guðmundsson, Jónanna Björnsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Bolette Steen Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
GUÐMUNDUR ÍVARSSON ÁGÚSTSSON
útgerðarmaður og skipstjóri,
Vogum,
Vatnsleysuströnd,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík laugar-
daginn 21. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 1. desember
kl. 15.00.
Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, John Hill,
Lilja Júlía Guðmundsdóttir, Jón Ögmundur Þormóðsson,
Andrés Ágúst Guðmundsson, Sædís Guðmundsdóttir,
Þórður Kristinn Guðmundsson, María Gunnarsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ATLI H. ELÍASSON,
Sléttuvegi 23,
áður Hvassaleiti 11,
andaðist á Landspítala Landakoti mánudaginn
16. nóvember.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn
26. nóvember kl. 13.00.
Ragnhildur Bergþórsdóttir,
Bjarghildur Atladóttir, Bragi Guðlaugsson,
Bergþór Atlason,
Margrét Atladóttir, Bjarni Ásgeir Jónsson,
Ragna G. Atladóttir,
Valdís Atladóttir, Lárus Sigurðsson,
Jónína K. Ingadóttir, Ari Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐFINNUR SIGURÐUR SIGURÐSSON
fyrrv. lögregluvarðstjóri og forvarnarfulltrúi,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 18. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helen Sigurðsson,
Sigurður Kr. Guðfinnsson, Aldís Hugbjört Matthíasdóttir,
Stefán Birgir Guðfinnsson, Rositsa Slavcheva Guðfinnsson,
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson,
Helga Björg Guðfinnsdóttir, Ingólfur Marteinn Jones,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
HALLDÓR EINARSSON
ljósmyndari og hljóðfæraleikari,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar-
daginn 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
27. nóvember kl. 15.00.
Steinþóra Þórisdóttir,
Halldóra Halldórsdóttir Adler, Jeremy Adler,
Anna Birna Halldórsdóttir.