Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 25
Níels Kristinn Ómarsson og
Emelía Marín Ákadóttir fóru í smá-
hreinsunarátak í hverfinu sínu og
tíndu flöskur og dósir. Þau gengu
líka í nokkur hús og söfnuðu með
þessu framtaki sínu 692 krónum sem
þau styrktu Rauða krossinn með.
Söfnun
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
„ÞESSI afmælisdagur verður fjölskylduhátíð.
Dóttir mín er komin hingað til Ástralíu frá Íslandi
og dætur hennar tvær. Sonur minn sem býr hér
ætlar líka að koma og einnig fjölskylda mannsins
míns, börnin hans og barnabörn,“ segir Sólveig
Einarsdóttir sem er sjötug í dag, en hún býr í Ástr-
alíu og hefur gert það undanfarin tuttugu ár. „Í
tilefni afmælisins ætlum við öll að safnast saman í
strandbæ sem heitir Byron Bay og er á austur-
ströndinni. Við verðum saman þar í sumarhúsi og
þetta verður rosalega gaman. Hér er sól og hiti,
um fjörutíu stig,“ segir Sólveig sem nýtur þess að
vera til. „Núna kann ég að meta krikket og fylgist með því en það tók
mig ein tíu ár að komast inn í allar reglurnar. Ég stunda garðyrkju þó
nokkuð, rækta plöntur og matjurtir. Ég les líka mikið og reyni að
fylgjast með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég var á Íslandi í
sumar og líka um síðustu jól. Ég er eiginlega með annan fótinn á Ís-
landi og hinn í Ástralíu, það er svolítil togstreita í hjartanu. Margir
gamlir vinir á Íslandi sendu mér bækur hingað út í tilefni af afmælinu
og mér finnst alveg yndislegt að þeir skuli enn muna eftir mér, ég sem
er búin að vera svona lengi langt í burtu.“ khk@mbl.is
Sólveig Einarsdóttir er sjötug í dag
Afmæli í sól og blíðu
Sudoku
Frumstig
8 7 5 9
3 4 8
9 8 5
3 8
5 2 4 6
7 9 2 4
4 2 7 6
3
3 7
4 9 5
7
2 9 5
6 3
7 3 2
2 9 6 4
6 5 4 1
1 3 2
8 2
4 7 1
2 9 8
2 5
9 8 5 4
3 6
4 6
6 9 2 1
8
4 3 5 9 8 6 2 1 7
8 6 1 2 7 5 9 3 4
2 9 7 1 3 4 6 8 5
7 8 3 5 2 9 4 6 1
5 2 6 8 4 1 7 9 3
1 4 9 7 6 3 5 2 8
9 7 2 4 1 8 3 5 6
3 1 4 6 5 2 8 7 9
6 5 8 3 9 7 1 4 2
1 7 4 5 2 8 9 6 3
2 9 3 6 7 1 4 8 5
5 8 6 4 3 9 2 1 7
6 3 7 9 1 5 8 4 2
8 5 2 3 4 6 7 9 1
9 4 1 2 8 7 5 3 6
4 2 5 1 9 3 6 7 8
7 1 9 8 6 2 3 5 4
3 6 8 7 5 4 1 2 9
8 6 3 7 9 5 4 1 2
4 5 9 1 6 2 8 3 7
7 2 1 4 3 8 6 9 5
6 4 5 9 7 3 2 8 1
3 9 7 8 2 1 5 6 4
2 1 8 5 4 6 3 7 9
5 3 6 2 1 7 9 4 8
1 8 4 3 5 9 7 2 6
9 7 2 6 8 4 1 5 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 24. nóvember,
328. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)
Fimmtán ára gamall sonur Vík-verja er ágætlega stæður eftir
sumarið, auk þess sem hann hefur
unnið aðeins með skólanum í haust.
Þessa dagana hefur hann áhuga á að
koma sjóði sínum í lóg, alltént hluta
hans, og hefur einkum augastað á
jakkafötum. Fullyrðir að enginn sé
maður með mönnum nema hann eigi
almennileg jakkaföt.
Sonurinn brá sér í Kringluna á
dögunum í þessum erindagjörðum
og þóttist hafa himin höndum tekið
þegar hann sá að 20% afsláttur var á
jakkafötum í Hugo Boss. Hann vatt
sér inn og óskaði eftir því að líta á
jakkaföt. Afgreiðslumaðurinn hélt
það nú. Dró fram föt í öllum regn-
bogans litum. Sonurinn fór allur að
iða og fann eftir nokkrar pælingar
föt sem hann gat hugsað sér. Þá var
bara eitt eftir: Að spyrja um verðið.
„80 þúsund krónur,“ sagði af-
greiðslumaðurinn skælbrosandi.
Með eða án afsláttar? „Með afslætti.
Þau voru á 100 þúsund krónur.“
x x x
Aumingja syninum féll allur ketillí eld enda taldi hann sig vera að
festa kaup á jakkafötum, ekki bif-
reið. Enda þótt hann hafi ekki kvart-
að undan kjörunum hjá Reykjavík-
urborg síðastliðið sumar var þetta
heldur mikið af því góða. Sonurinn
tjáði því afgreiðslumanninum að
hann þyrfti aðeins að hugsa málið.
Líklega í svona tvo áratugi. „Gjörðu
svo vel,“ sagði afgreiðslumaðurinn
skælbrosandi.
Sonur svipast nú um eftir jakka-
fötum í öðrum verslunum. Hann ger-
ir sér eftir þessa lífsreynslu grein
fyrir því að orðið „merkjavara“ hef-
ur raunverulega þýðingu.
x x x
Víkverja þykir orðið „orðræða“alltaf jafnskrýtið en það er mik-
ið notað í fræðasamfélaginu og í
auknum mæli í fjölmiðlum. Honum
er ljóst að orðið er gott og gilt og
merkir, samkvæmt orðabók, tal,
samræða eða umræða. En er þetta
ekki ofhlaðið orð? Er ræða til án
orða? Má ekki alveg eins tala um
„knattbolta“? Ellegar „talsíma“?
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 smáspölur, 8
drekkur, 9 gufuhreins-
ar, 10 kraftur, 11 magr-
ar, 13 happið, 15 nag-
dýrs, 18 tagl, 21 elska,
22 linu, 23 endurtekið,
24 bílnum.
Lóðrétt | 2 glatar, 3 sér
eftir, 4 högg, 5 vesælan,
6 reykir, 7 veiðidýr, 12
skel, 14 stefna, 15
blanda, 16 skæld, 17 á
litinn, 18 kjaftæði, 19
stríðin, 20 lifa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hjarn, 4 kulna, 7 Aðils, 8 rofin, 9 afl, 11 agni,
13 saur, 14 löngu, 15 bull, 17 máni, 20 bak, 22 gutla, 23
ærinn, 24 ræðin, 25 agnar.
Lóðrétt: 1 hjara, 2 arinn, 3 nusa, 4 kurl, 5 lyfta, 6 Arnar,
10 fanga, 12 ill, 13 sum, 15 bágur, 16 látið, 18 ásinn, 19
iðnir, 20 bann, 21 kæpa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. Rf3 g6 5.
cxb5 a6 6. b6 d6 7. Rc3 Rbd7 8. e4 Bg7
9. h3 O-O 10. Be2 Dxb6 11. O-O Re8 12.
a4 Rc7 13. Rd2 Hb8 14. Ha3 Da7 15.
Dc2 f5 16. exf5 gxf5 17. Rc4 Re5 18.
Bg5 Re8 19. f4 Rxc4 20. Bxc4 Rf6 21.
b3 Kh8 22. Dd3 Bb7 23. He1 Hbe8 24.
Ha2 Bc8 25. Hae2 Hf7 26. Kh2 Hg8 27.
He3 Bf8 28. De2 Da8 29. Dc2 Bb7 30.
Dxf5 h6
Staðan kom upp á opnu atskákmóti
sem lauk fyrir skömmu í Korsíku í
Frakklandi. Sigurvegari mótsins, hol-
lenski stórmeistarinn Ivan Sokolov
(2657), hafði hvítt gegn Alexandre
Iwanesko (2195) frá Frakklandi. 31.
Hxe7! Bxe7 32. Hxe7 Rg4+ 33. Dxg4
Hxe7 34. Bf6+ Hgg7 35. Dh4 Df8 36.
f5 Kg8 37. Bxg7 Hxg7 38. Df4 Bc8 39.
f6 Hg5 40. Re4 He5 41. f7+! Kh8 42.
Rxd6! og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tónninn gefinn.
Norður
♠852
♥K6
♦104
♣1087632
Vestur Austur
♠D10763 ♠G94
♥9532 ♥4
♦– ♦DG87653
♣KDG5 ♣94
Suður
♠ÁK
♥ÁDG1087
♦ÁK92
♣Á
Suður spilar 6♥.
Austur opnar á 3♦ og gefur þannig
tóninn fyrir komandi átök. Suður dobl-
ar og krefur í kjölfarið með tígul-
sögnum, en undirtektir norðurs eru að
vonum dræmar og sagnir enda í hálf-
slemmu. Útspilið er ♣K.
Vonin liggur í því að endaspila aust-
ur. Sagnhafi sér í anda fjögurra spila
endastöðu, þar sem austur og suður
eiga bara tígul á hendi: Smáum tígli þá
rennt á tíuna og austur er dæmdur
maður. En bíðum við – getur austur
ekki haldið eftir svörtu fríspili til hliðar
við ♦DGx? Jú, sú hætta er yfirvofandi
hvað laufið varðar. En sagnhafi reddar
sér með því að nota innkomuna á ♥K
til að trompa lauf og strípa austur af
þeim lit. Síðan klárar hann trompin áð-
ur en hann losar um spaðann. Við því á
austur ekkert svar.
24. nóvember 1972
Suðurlandsvegur milli Reykja-
víkur og Selfoss var formlega
tekinn í notkun. Hann hafði
verið endurbyggður og lagður
bundnu slitlagi. Verkið tók sex
ár.
24. nóvember 1974
Varðskipið Ægir tók vest-
urþýska togarann Arcturus að
ólöglegum veiðum við Suð-
austurland. Þetta var fyrsti
togarinn sem tekinn var innan
50 mílna fiskveiðilögsög-
unnar.
24. nóvember 1999
Nýr vegur fyrir Búlandshöfða
á Snæfellsnesi var formlega
tekinn í notkun.
24. nóvember 2000
Skógarhöggsmenn í Hallorms-
staðarskógi felldu sitka-
grenitré sem var 15 metrar og
10 sentimetrar og var þá
hæsta tré sem fellt hafði verið
hér á landi. Það var flutt til
Egilsstaða og prýtt jólaljósum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú átt ekki gott með að einbeita
þér að flóknum verkefnum í dag, hug-
urinn fer út og suður. Hinkraðu við og
gefðu þér tíma til þess að hugsa málin.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver vill að þú skuldbindir þig
af meiri alvöru. Vertu opinn fyrir nýj-
um hugmyndum því þær víkka út sjón-
deildarhringinn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert undir miklu álagi og
kannt illa að verja þig. Reyndu að
halda þig fjarri honum svo engin leið-
indi komi upp á. Skoðaðu hvert mál
vandlega áður en þú tekur afstöðu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú getur aukið hæfni þína til ei-
lífðarnóns, en það er ekki endilega
hæfni sem mun færa þér velgengni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú þarft að ganga frá smáatriðum
sem tengjast skatta- og tryggingamál-
unum. Ef þú heldur vöku þinni og gef-
ur þér tíma til að gera hlutina vel ætti
allt að ganga vel.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er auðvelt að hugsa bara um
eigin mál, sérstaklega þegar þau eru
hrein skemmtun.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er hætt við að áhyggjur af
fjármálunum og ábyrgð þinni gagnvart
öðrum hellist yfir þig í dag. Haltu
henni fyrir þig eða milli þín og náins
vinar.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Vinsældir þínar í einkalífi
og starfi eru miklar um þessar mundir
og allir vilja hafa þig með. Gættu þess
bara að ganga ekki fram af þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert ákveðinn í að komast
til botns í heimilisvanda og laga hann.
Maður getur ekki unnið stanslaust og
ekki skemmt sér allan sólarhringinn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þetta er góður dagur til þess
að taka höndum saman með góðgerðar-
samtökum. Hertu upp hugann því nú er
til mikils að vinna.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Hvöt þín til óhófs spennist sí-
fellt á móti fjárhaslegri visku. Ef þú
sækir í enn betri vinnufélaga getur
þetta verið stórkostleg hugmynd.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þig langar til að koma skipulagi
á hlutina bæði í vinnunni og á heimilinu
og hefja að því loknu nýjan kafla.
Stjörnuspá