Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009 Þrátt fyrir unglegt útlit ogæskuþrótt man ég eftirKananum gamla, útvarps- stöð sem rekin var af bandaríska herliðinu á Keflavíkur-flugvelli frá 1952. Á þeim árum sem ég byrjaði að spekúlera í músík var nóg af klassík í Ríkisútvarpinu, sem ég hlustaði og mikið á, en erfiðara að finna aðrar gerðir af tónlist. Þá kom Kaninn sér vel enda var þar að finna kalla eins og Casey Kasem, sem spilaði vinsældalista, Wolfman Jack og fleiri músíkmenn sem miðl- uðu til okkar þeirri tónlist sem vin- sæl var vestan hafs.    Á þeim árum sem ég hlustaðihvað mest á Kanann, í upphafi áttunda áratugarins, var heilmikið að gerast í músíkinni og ekki bara popp; í bland við Kool and the Gang, Johnny Cash, Jimmy Buffet og Stevie Wonder fékk maður meira fjör frá Lynyrd Skynrd, Mike Oldfield, Led Zeppelin, Doors, Rolling Stones, Santana, Alice Cooper, Derek and the Dom- inoes, James Brown og KC and The Sunshine Band (víst voru þeir frá- bærir!). Ég rifja þetta upp hér í kjölfarsamtals sem ég átti við gamlan kunningja fyrir stuttu þar sem hann emjaði yfir músíkinni sem spiluð er á útvarpstöðinni Kananum sem byrjaði útsendingar nýverið. Það sem hann hafði helst út á stöð- ina að setja var að hún var ekki eins og „gamli“ Kaninn, þ.e. að spila tón- list frá áttunda áratugnum (af ein- hverjum orsökum nefndi hann ekki tónlist frá sjöunda áratugnum, nú eða þeim sjötta þegar útsendingar hófust).    Í kjölfar þessa hlustaði ég á Kan-ann til að grennslast fyrir um hvað væri á seyði og ekki gat ég betur heyrt en að Kaninn anno 2009 væri nákvæmlega eins og Kaninn forðum, þ.e. að spila þá tónlist sem vinsælust er hverju sinni. Til gam- ans kannaði ég hvað væri efst á baugi hjá þeim „Kanamönnum“, það er útvarpstöðvum í herstöðvum Bandaríkjamanna víða í Evrópu. Þar eru menn við sama hey- garðshornið, þ.e. að spila þá músík sem er vinsælust vestan hafs; listamenn eins og Shakira, Black Eyed Peas, Mariah Carey, Sean Paul og Pink, svo dæmi séu tekin. Að vísu sýnist mér og heyrist menn vera að spila meira rokk á þeim stöðvum en í Kananum íslenska, en það er þá alloft frekar þreytt iðn- aðardót og lítið eftirsjá að því: Weezer, Bon Jovi, Pearl Jam og Linkin Park.    Það er gott að minnast gömludaganna, en óheilbrigt að fagna ekki þeim nýju. Eitt það besta við músík er að hún er síbreytileg og þeir sem hafa gaman af tónlist- inni tónlistarinnar vegna hljóta að fagna því að sífellt koma nýjar stefnur og nýir straumar. Þeir sem ríghalda í gamalt dót til að reyna að halda í æskuna ættu að skafa aðeins út úr eyrunum og gefa nútímanum sjens. Kananum líka. arnim@mbl.is Hvenær er Kani Kani? AF LISTUM Árni Matthíasson » Þeir sem ríghalda ígamalt dót til að reyna að halda í æskuna ættu að skafa aðeins út úr eyrunum og gefa nú- tímanum sjens. Gamlingjar KC and The Sunshine Band átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum og er enn að, eins og greinarhöf- undur. Ekki eru þeir þó eins ferskir, enda er gott að minnast gömlu daganna en óheilbrigt að fagna ekki þeim nýju. YFIR 32.000 GESTIR SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FRÁBÆR MYND UM UPP- VAXTARÁR EINS ÁSTSÆLASTA KÖRFUBOLTAMANN SAMTÍMANS, LEBRON JAMES.SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN Í ÁR Jim Carrey fer gersamlega á kostum EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA HHHH „STÓRKOSTLEGT SJÓNARSPIL“ - ROGER EBERT „STÓRKOSTLEG UPPLIFUN“ - C.G - AAS „MEISTARAVERK, JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR“ M.S.A – CBS TV JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali Frá Robert Zemeckis, leikstjóra “Forrest Gump” og “Back to the Future” myn- danna kemur hið klassíska jólaævintýri Charles Dickens. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:503D 7 3D-DIGITAL MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8 L ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D -83D -10:103D ótextuð 7 3D-DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 L PANDORUM kl.8 -10:20 16 L 16 / ÁLFABAKKA ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:503D 7 3D DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 8-10:20 L ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 83D - 10:103D ótextuð 7 3D DIGITAL MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:50 7 COUPLES RETREAT kl. 8 12 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 8-10:10 7 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 6 L PANDORUM kl. 5:50-8-10:20 16 HORSEMEN kl. 10:20 16 LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50-8-10:20 LÚXUS VIP BJÓÐUM APÓTEKARANN Lyf á lægra verði í næsta nágrenni Melhaga Reykjavík Salavegi Kópavogi Smiðjuvegi Kópavogi Hafnarstræti Akureyri Þverholti MosfellsbæMjóddinni Reykjavík Höfða Reykjavík Opnunartími Höfða Við höfum opnað að Bíldshöfða 20 (Húsgagnahöllinni) og bjóðum lyf á lægra verði. mán.–fös. 11.00–19.00 laugardaga 12.00–18.00 www.apotekarinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.