Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 122,21 202,97 115,42 24,588 21,85 17,792 121,09 1,3746 195,82 183 Gengisskráning 23. nóvember 2009 122,5 203,46 115,76 24,66 21,914 17,844 121,43 1,3786 196,4 183,51 235,6188 MiðKaup Sala 122,79 203,95 116,1 24,732 21,978 17,896 121,77 1,3826 196,98 184,02 Heitast 4°C | Kaldast -4°C NA-átt. 10-18 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda NA- og A- til. Él norðvestanlands. Léttskýjað sunnan til. »10 Sýning Jóhönnu Helgu snýst um áhrif ljóss og lita á okkur mannfólkið, ljóstillífun og skort á dagsljósi. »28 MYNDLIST» Áhrif ljóss og lita TÓNLIST» Janet Jackson kom fram ásamt fleirum. »33 Þórdís Björnsdóttir pælir í því hvað er draumur og hvað er veruleiki og hvers- konar veruleiki er raunveruleikinn. »27 BÓKMENNTIR» Draumur og veruleiki FÓLK» Of gamall til að vera talinn kyntákn. »31 KVIKMYNDIR» Reiðmenn lofuðu góðu en enduðu illa. »30 Menning VEÐUR» 1. Íslendingur fannst látinn 2. Lýst eftir Jóni Helga Lindusyni 3. Missti bætur vegna mynda 4. Gekk berserksgang í …húsi Íslenska krónan styrktist um 0,3% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Megas kemur fram í Bústaða- kirkju 4. og 5. des- ember nk. og flytur Jesúrímur eftir Tryggva Magnús- son sem Helgi Hóseasson safnaði saman og gaf út. Þekktir tónlistar- menn spila með Megasi, m.a. Hörð- ur Bragason orgel, Birgir Bragason bassi, Hjörleifur Valsson fiðla, Kormákur Geirharðsson trommur, Kristinn Árnason gítar og Ágústa Eva Erlendsdóttir söngur. TÓNLIST Megas flytur Jesúrímur í Bústaðakirkju í desember  Sjö lög Sigur Rósar verða notuð í bresku bíómynd- inni The Boys Are Back sem skartar stórleikaranum Clive Owen í aðal- hlutverki. Auk þess verður eitt lag notað úr hliðarverk- efni Jóns Þórs Birgissonar, Rice- boy sleeps. Segir á Clashmusic.com að meðlimir Sigur Rósar hafi veitt leyfi fyrir notkun á tónlist þeirra í myndinni, eftir að þeir höfðu sjálfir horft á hana. „Ég var varaður við því fyrirfram að þeir væru mjög vand- fýsnir á hvað tónlistin þeirra væri notuð í, en ég fór til Íslands til að sýna þeim myndina og þeir einfald- lega elskuðu hana,“ er haft eftir Scott Hicks, leikstjóra myndarinnar, sem verður frumsýnd á næsta ári. TÓNLIST Tónlist Sigur Rósar í stórmynd með Clive Owen  Leikararnir Ilm- ur Kristjánsdóttir, Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson, Björn Thors og Halldóra Geir- harðsdóttir verða andlit á auglýs- ingum fyrir dag rauða nefsins sem verður 4. desember nk. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) heldur daginn og mark- miðið er að selja sem flest rauð nef til styrktar UNICEF. HJÁLPARSTARF Landsþekktir leikarar eru andlit dags rauða nefsins „ÞIÐ Íslendingar eigið í kreppu núna. Það er lítið mið- að við þau verðmæti sem þið eigið í menningunni. Í mínum huga eru verðmætin í sögu Nonna alþjóðleg og mikilsverð fyrir fólk hvar sem er,“ segir Motokatsu Watanabe, fyrrverandi starfsmaður japanska sendi- ráðsins á Íslandi. Watanabe er mikill aðdáandi Jóns Sveinssonar, Nonna, og hefur verið óþreytandi í að kynna hann í Japan og afla upplýsinga um dvöl hans þar í landi, en Nonni dvaldi í eitt og hálft ár í Japan þegar hann var áttræður. Á þessu ári efndi Watanabe til stórrar Nonnasýningar í Japan og kom krónprins- essan m.a. og skoðaði hana. | 27 Kynnir Jón Sveinsson í Japan Morgunblaðið/Júlíus Heillaður Motokatsu Watanabe með bók eftir Nonna sem hann hefur þýtt yfir á japönsku. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG hafði aðeins kynnst ísklifri áð- ur en aldrei klifrað í frosnum fossi. Fyrir ári fór ég fyrst með vinum mínum í ísklifur. Mér fannst það skemmtilegt, hélt áfram og núna er ég að fara á heimsmeistaramótið,“ segir Marianne van der Steen, nemi við Háskóla Íslands. Hún keppir á heimsmeistaramótinu í ís- klifri eftir áramót, fyrst hollenskra kvenna þótt hún hafi aðeins stund- að greinina í eitt ár. Marianne hefur stundað klifur- íþróttina frá unga aldri. Hún fór ung með foreldrum sínum í Alpana í fjallgöngur og síðan tók klifrið við. Líf hennar snýst mikið um þessa íþrótt og á þeim vettvangi fann hún íslenskan kærasta, Valdimar Björnsson. „Ég var ein á útiklifur- svæði í Frakklandi og þar var líka hópur Íslendinga. Við fórum að klifra saman og svo kom ég til Íslands,“ segir hún. Á húsbílnum til Spánar Hún hefur dvalið hér á landi í tvö ár og vann fyrst hjá Íslenskum orkurannsóknum. Hún hóf nám í kennslufræði við Háskóla Íslands og hætti í vinnunni til að geta stundað námið betur og klifrað meira. Marianne er í hópi allra bestu klifrara hér á landi, á öllum sviðum íþróttarinnar, og slær meira að segja mörgum karlmanninum við. Hún kennir börnum og unglingum klifur í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði og hefur mikla ánægju af því. Hún tekur þetta áhugamál svo alvarlega að þótt hún hafi lært náttúrufræði í Hollandi setur hún starfsheitið klifrari við nafn sitt í símaskránni. Ágætar aðstæður eru til klifurs á Íslandi, þótt ekki jafnist þær á við bestu aðstæður á Spáni. Stærsta klifursvæðið er í nágrenni Hnappa- valla. „Ég og kærastinn minn vor- um þar í allt sumar að klifra. Fór- um á húsbílnum í júní og komum ekki aftur í bæinn fyrr en í sept- ember,“ segir Marianne. Þau ætla með bílinn til Dan- merkur í vor, eftir heimsmeistara- mótið, aka suður til Spánar og klifra þar í nokkra mánuði. Marianne van der Steen er ástríðufullur ís- og klettaklifrari Skráir sig klifr- ara í íslensku símaskránni Ljósmynd/Guðmundur Tómasson Á brattann að sækja Aðstæður geta verið ógnvekjandi þegar ísklifrarar eru að æfa sig. Marianne klifraði í Eyjafjallajökli um helgina. Keppir fyrir Hollendinga á heimsmeistaramótinu í ísklifri Í HNOTSKURN »Ice Climbing Worldcup,heimsmeistaramótið í ísklifri, fer fram í janúar og febrúar í Rússlandi, Ítalíu og Sviss og sýningar eru einnig í Frakklandi og Þýskalandi og mótinu lýkur síðan í Rúmeníu. Marianne fer ekki til Rúss- lands en tekur þátt í öðrum keppnum og sýningum. »Hún æfir vel með hjálp ís-lenskra vina og takmarkið er að komast í úrslit. GRÉTAR Rafn Steinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, fær sama og engin tækifæri til að spila með liði sínu, Bolton, í ensku úrvalsdeild- inni. Hann hefur ekki verið í náð- inni síðan hann ákvað að leika með íslenska landsliðinu þegar það mætti Slóvakíu og Georgíu í vin- áttulandsleikjum. „Reiðin verður bara meiri og meiri, en ef ég nota hana rétt kemur hún mér til góða,“ segir Grétar Rafn. | Íþróttir Reiðin bara meiri og meiri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.