Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 SAMKVÆMT upplýsingum frá helstu ferða- skrifstofum landsins verða um 1.000 Íslendingar á þeirra vegum á Kanaríeyjunum Kanarí og Te- nerife yfir jól og áramót. Þetta er um 45% sam- dráttur milli ára, en um síðustu jól er talið að um 1.800 Íslendingar hafi dvalið á þessum sólar- ströndum um hátíðirnar. Einnig dvelur stór hóp- ur Íslendinga í orlofshúsum sínum á Flórída í Bandaríkjunum, eða um 1.000 manns samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þá fór Iceland Ex- press með um 150 manns í aukaflugi til Alicante á Spáni fyrir jólin. Önnur aukaferð verður farin þangað milli jóla og nýárs. Að sögn Tómasar Gestssonar, fram- kvæmdastjóra Heimsferða, eru um 140 manns á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofunnar. Er það um þriðjungsfækkun á milli ára. Tómas seg- ir útlitið mun betra eftir áramót og að nær upp- selt sé orðið í ferðir til Kanarí í janúar til apríl. Ferðaskrifstofa Íslands er móðurfélag Úrvals – Útsýnar, Plúsferða og Sumarferða en þær selja ferðir til Kanaríeyja yfir jól og áramót. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segir helmingi færri fara til Kanaríeyja á þeirra vegum en á sama tíma í fyrra, eða um 750 manns. Að sögn Björns Guðmundssonar, markaðsstjóra ferðaskrifstof- unnar Vita, eru ríflega 100 manns á þeirra veg- um á Kanaríeyjum yfir hátíðirnar, mun færri en fyrir ári. bjb@mbl.is Um þúsund manns í jólasól á Kanarí  Kreppan birtist í 45% færri farþegum til Kanaríeyja yfir jól og áramót  Betra útlit í bókunum til sólarlanda á fyrstu mánuðum nýs árs  Um þúsund manns dvelja á Flórída yfir hátíðirnar Í HNOTSKURN » Iceland Express flýgureinu sinni í viku til Frie- drichshafen í S-Þýskalandi, þaðan sem stutt er á skíða- svæði. » Þangað fóru um 150manns í fyrstu ferð fyrir jólin, að sögn Matthíasar Imsland framkvæmdastjóra. » Um 100 manns fóru ískíðaferðir til Evrópu yf- ir jólin á vegum Ferðaskrif- stofu Íslands. Það er tölu- verð fækkun á milli ára. Mest sala í skíðaferðir er að jafnaði í janúar og febrúar ár hvert. Morgunblaðið/Golli Kanarí Talið er að um 1.000 Íslendingar flatmagi í sólinni á Kanaríeyjum um jólin þetta árið. FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VELTA á húsnæðismarkaði er í sögulegu lágmarki um þessar mund- ir. Það sem af er ári er hún aðeins ríflega fimmtungur veltunnar árið 2007. Fjöldi þinglýstra kaupsamn- inga það ár var 9.929 en þegar rúm vika er eftir af árinu hefur aðeins 1.951 samningi verið þinglýst. Samkvæmt 38. riti Peningamála Seðlabankans er íbúðafjárfesting og íbúðaverð nú í langvarandi lægð. Kemur það til af því að íbúðafjár- festing jókst um 75% hér á landi á árunum 2002-07 og þegar skóinn tók að kreppa við bankahrunið skapaðist mikið offramboð húsnæðis og verð eignanna lækkaði. Í ritinu er því slegið föstu að þetta og lítið framboð lausafjár til kaupanna muni halda aftur af fjárfestingum í íbúðarhús- næði „um þó nokkurt skeið“. Er því spáð að íbúðaverð muni standa í stað en íbúðafjárfestingar taka lítið eitt við sér árin 2011 og 2012. Vegna hins mikla offramboðs íbúða í byggingu og fullbúinna íbúða er ekki útlit fyrir að byggingafram- kvæmdir verði miklar fyrr en í lok árs 2011. Er þetta samkvæmt var- færinni spá Landsbankans í grein- ingu hans á fasteignamarkaðinum frá í október. Bjartsýnni spár greiningarinnar gera ráð fyrir að framkvæmdir muni taka við sér síðla árs 2010 eða um mitt ár 2011. Markaðurinn mjög þungur „Árið hefur verið gríðarlega erfitt og markaðurinn verið virkilega þungur,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Hann segir að fast- eignasalar hafi orðið þess varir nokkru fyrir bankahrun að fé til fasteignakaupa var illfáanlegra en verið hafði. „Fasteignamarkaðurinn fór að finna fyrir þessu allhressilega alveg ári áður en hrunið varð.“ „Það er gríðarleg óvissa um þró- unina,“ segir Grétar og kveður því eðlilegt að fólk muni halda að sér höndum enn um sinn. Hann telur þó að fasteignaverð muni ekki lækka mikið meira, heldur muni standa í stað um tíma og taka síðan að hækka smátt og smátt. Áfram dauft á markaðnum  Langvarandi lægð í íbúðafjárfestingu og íbúðaverði að sögn Seðlabankans  „Gríðarleg óvissa um þróunina,“ segir framkvæmdastjóri Félags fasteignasala Í góðærinu var gósentíð á fast- eignamarkaði og árið 2007 nam veltan 307 milljörðum. Í efna- hagslægðinni nú er annað uppi á teningnum og fyrirsjáanleg þíða markaðarins er lítil. Fasteignaviðskipti 350.000 300.000 250.000 150.000 100.000 50.000 0 Heildarvelta þinglýstra kaupsamninga 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009* *Til 17. desember 12 6. 54 7 17 7.6 36 22 4 .3 4 7 20 4 .8 57 30 7. 23 2 11 0. 77 6 68 .3 57 Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu Fyrst boðið upp á 100% lán Fyrst boðið upp á 100% lán Jan. 2003 Nóv. 2009 350 300 250 200 150 168,97 309 Milljónir króna INDEFENCE hópurinn mun safna undirskriftum undir áskorun til for- seta Íslands um að hann staðfesti ekki lögin um Icesave- samningana þar til þriðju og síð- ustu umræðu um málið lýkur, væntanlega milli jóla og nýárs. Eiríkur S. Svav- arsson, einn af talsmönnum Indefence- hópsins, segir að hópurinn vilji fá tækifæri til að fara efnislega yfir málið með forsetanum. Hópurinn vilji fara yfir hvernig fyrirvörum við ríkisábyrgðina hafi verið breytt síðan þá. „Við viljum fara yfir hvernig fyrirvörunum hefur verið breytt einkum í ljósi þess að þegar forsetinn staðfesti lögin 2. september þá gerði hann það með sérstakri skriflegri yfirlýsingu þar sem hann vísaði til fyrirvaranna. Og það er ekki hægt að álykta út frá þessari yfirlýsingu, eins og hún er orðuð, öðruvísi en að lögin hefðu ekki fengið staðfestingu ef þessir fyrirvarar væru ekki í lögunum. Nú er búið að breyta þeim mjög mikið.“ Álit Mishcon de Reya staðfesti að fyrirvararnir séu útþynntir. Sam- kvæmt upplýsingum frá forseta- embættinu verða forsetahjónin á landinu yfir hátíðirnar. Lýkur líklega 29. desember Um 35.000 manns hafa skrifað undir yfirlýsinguna á vefnum www.indefence.is. Eiríkur segir að undirskriftum hafi fjölgað hægt síð- ustu daga fyrir jól, eins og vonlegt sé, en hann vonast til að fleiri muni skora á forsetann þegar líður að lok- um umræðunnar á Alþingi. Eiríkur gerir ráð fyrir að þriðja umræða verði stutt. runarp@mbl.is Halda áfram að safna Eiríkur S. Svavarsson Indefence stefnir á fund með forseta „ÖLL fiskiskip er komin í land,“ sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson hjá Vaktstöð siglinga við Morgunblaðið í gærkvöldi. Fjögur flutningaskip voru á sjó í gærkvöldi, tvö á útleið. Önnur tvö stefndu í land en annað þeirra átti að ná í höfn um það leyti sem jólin ganga í garð. Nokkur flutninga- skip á sjó um jól SKÖTUVEISLUR að vestfirskum hætti voru haldnar víða um land í gær, á Þorláksmessu. Rammkæst skata með hamsatólg þykir herra- mannsmatur enda er hún í hávegum höfð og eft- irsótt. Sumir treysta sér þó ekki í skötuna og láta saltfiskinn einfaldlega duga. Á veitingastaðnum Þremur Frökkum í Reykjavík var bekkurinn þétt setinn, en meðal gesta þar var þessi vina- hópur sem skálaði fyrir skötunni. Morgunblaðið/Ómar Skálað fyrir skötunni á messu heilags Þorláks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.