Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
A
ldarfjórðungur er liðinn
frá því að Katrín Sig-
urðardóttir og Stefán
Guðmundsson luku
framhaldsnámi í tónlist
og hófu starfsferil í listinni. Fljótt
skipuðust veður í lofti, þau söðluðu
um, fluttust að Ásaskóla í Gnúpverja-
hreppi og hófu rekstur minkabús. Nú
reka þau stærsta minkabú á landinu í
Mön og Hraunbúi þar í sveit.
Það var í nógu að snúast í búinu
þegar blaðamenn bar að garði fyrr í
mánuðinum. Sláturtíð nýlokið og
unnið af fullum krafti við þurrkun og
frágang á skinnunum. Afurðirnar
sendar jafnóðum með flugi til Dan-
merkur þar sem skinnin verða seld á
uppboðum. Bændur krossleggja
fingur og vonast eftir góðu verði, en
hvernig skyldi ganga í minka-
búskapnum?
„Við kvörtum ekki, við höfum van-
ið okkur af því,“ segir Katrín. „Það
hafa oft verið erfiðir tímar í minka-
ræktinni og þá þýðir ekkert að
kvarta. Núna eru óneitanlega betri
tímar að loknum erfiðum kafla vegna
gengis krónunnar, þannig að fólk er
að koma sér upp úr hjólförunum. Ég
hefði þó kosið að krónan hefði verið
stöðugri, það hefði verið auðveldara
fyrir alla.“
„Annars er það fleira en gengi
krónunnar sem hefur áhrif á skinna-
verð. Það er t.d. tískan, veðráttan og
almennt efnahagsástand. Láns-
fjárkreppan setti mark sitt á skinna-
verslun í fyrravetur en á þessu ári
hefur öll framleiðsla selst, en á lágu
verði,“ segir Stefán.
Þau eru sammála um að ástæða
þess að íslenskum minkabændum
hafi tekist að ná sér upp af botninum
og blanda sér í toppbaráttuna á örfá-
um árum sé sú að þeir hafi kappkost-
að að standa saman og vinna að fram-
förum í framleiðslunni. „Þegar til
kastanna kemur eru það gæði fram-
leiðslunnar og samkeppnisstaða
hvers lands sem skilur á milli feigs og
ófeigs á þessu sviði,“ segir Stefán.
Minkaræktin í Mön skilar mörgum
ársverkum, sem skiptir miklu máli
fyrir sveitarfélagið. Minnst starfa
þar fjórir, en mest 13-14 manns. Erf-
iðlega hefur gengið að fá íslenskt
starfsfólk og útlendingar því verið
ráðnir, einkum frá Svíþjóð og Pól-
landi. Þau Stefán og Katrín láta vel af
þessum liðsauka, en viðurkenna að
það sé svolítið einkennilegt að enska
hafi verið hið opinbera tungumál í
minkabúinu í haust.
Heimilið í gamla skólanum
Katrín er Húsvíkingur að upp-
runa, en Stefán er fæddur og uppal-
inn á Ásum sem stendur í brekkunni
ofan við Ásaskóla. Þau fluttu austur
árið 1996, en gamla skólahúsið
keyptu þau 1992. Þau byrjuðu strax
að vinna við að gera það upp. Upp-
haflega ætluðu þau sér að eiga sum-
arbústað í Ásaskóla, en að því kom að
þau ákváðu að flytja í sveitina.
Skólinn gamli varð því heimili
þeirra og þriggja sona þeirra; Viðars,
Guðmundar og Birgis. Elsti hluti
Ásaskóla er byggður árið 1923 og er
húsið um 400 fermetrar að stærð.
Þarna var upphaflega starfræktur
heimavistarskóli sveitarinnar og
barnaskóli fram til ársins 1985 og því
hafa margar kynslóðir nemenda sótt
menntun þangað.
„Pabbi var t.d. í öðrum árgangi
nemenda,“ segir Stefán. „Mér finnst
líka oft skrýtið að hugsa til þeirra
daga þegar ég var sjálfur hér í skóla,
þá grunaði mig ekki hvað yrði.“
„Við tókum húsið fyrst í gegn að
utan, skiptum um þak, glugga og
klæðningu, en svo var þetta verk sett
í bið og við snerum okkur af meiri
krafti að minkaræktinni og byggðum
nýjan minkaskála,“ segir Katrín. Til
stendur að hefja framkvæmdir við
húsið á ný eftir áramót.
Kenndum eins og vitleysingar
Frá því að þau fluttu austur hefur
minkabúið átt hug þeirra og tónlistin
að miklu leyti verið lögð til hliðar.
Þau byrjuðu með 300 læður í leigu-
skála í sveitinni til að átta sig á því
hvernig þeim líkaði. Fyrst í stað
keyrðu þau hins vegar til Reykjavík-
ur einn dag í viku og kenndu „eins og
vitleysingar frá morgni til kvölds“,
eins og Katrín orðar það, og svo var
keyrt heim um eða eftir miðnætti.
Einnig þurftu þau oft að skreppa í
borgina til að syngja við jarðarfarir,
en þau voru með Tónakórinn á sínum
snærum.
„Lífið í sveitinni átti betur við okk-
ur en borgarlífið og okkur fannst
minkaræktin skemmtileg,“ segja þau.
Til að gera langa sögu stutta þá
byggðu þau upp myndarlegt bú á
Mön og keyptu síðan auk þess minka-
búið Hraunbú. Nú eru þau með yfir
fjögur þúsund læður og senda árlega
frá sér um 20 þúsund skinn. Einnig
verka þau skinn frá öðrum bændum
þannig að í allt fara hátt í 40 þúsund
skinn í gegn hjá þeim Manarhjónum.
Læðurnar fá húsmæðraorlof
Árið í minkaræktinni gengur í
stórum dráttum þannig fyrir sig að í
janúar lýkur vinnu við frágang á
skinnum, en þau eru send utan jafn-
óðum og þau eru tilbúin. Fengitím-
inn, eða pörun eins og það er kallað,
hefst í byrjun mars og tekur um hálf-
an mánuð. Högnunum er fargað að
lokinni pörun, að undanskildum inn-
fluttum högnum sem lifa tvö til þrjú
ár.
Læðurnar byrja að gjóta um 20.
apríl og goti lýkur viku af maí. Þær
eru teknar frá hvolpunum eftir um
sjö vikur og fá þá sitt húsmæðraorlof.
Hvolpunum er jafnað út um mitt
sumar í búr sem eru nokkurs konar
stúdíóíbúðir, svefnherbergi með sam-
liggjandi stofu og eldhús og salern-
Líkar vel lífið í sveitinni
Morgunblaðið/Ómar
Mörg handtök Mikil vinna er við verkun skinna og mikið í húfi að gæðin verði sem allra mest. Eins og aðrir minka-
bændur bíða Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson spennt eftir skinnauppboðum vetrarins.
Í heimsókn hjá tónlistarfólkinu sem rekur stærsta
minkabú landsins Senda frá sér yfir 20 þúsund
skinn og verka annað eins fyrir aðra Vísindin notuð
við val á lífdýrum Dýrin éta um þúsund tonn á ári
„Ég var alltaf hrædd við öll dýr
sem krakki, það hefði ekki þýtt
að segja mér það hér áður fyrr
að ég yrði bóndi,“ segir Katrín
Sigurðardóttir. Ekki nóg með að
hún og Stefán eiginmaður henn-
ar yrðu bændur, heldur hafa þau
hlotið fjölmörg verðlaun sem slík
og lifa og hrærast innan um dýr.
Í umsögn með veitingu land-
búnaðarverðlauna landbúnaðar-
ráðherra árið 2007 segir að það
sé fyrir „áræði, framsækni og
takmarkalausan áhuga á að efla
loðdýrarækt í sveitum landsins“
sem þau Katrín Sigurðardóttir
og Stefán Guðmundsson hljóti
verðlaunin.
Ennfremur segir þar: „Mörg-
um þótti það fífldirfska að flytj-
ast út í sveit og ekki síður þegar
þau réðust í minkarækt eftir hin-
ar miklu þrengingar sem greinin
hafði mátt þola … Frá upphafi
hefur áhugi og námsfýsn ein-
kennt búskapinn. Þau náðu líka
fljótt mjög góðri frjósemi og að
skipa sér í efstu sæti á skinna-
sýningum. Þau hafa ætíð haft
það að leiðarljósi að fagleg þekk-
ing, markvisst ræktunarstarf og
samvinna bænda væri það eina
sem dygði í búskapnum … Þau
hjónin hafa mikið látið til sín
taka í félagsmálum loðdýra-
bænda og hafa sinnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir greinina
frá upphafi …
Áræði,
framsækni
og áhugi
Rólegur Minkarnir á Mön eru vel
haldnir og því friðasamir nema
að þeim sé veist. Samt er vissara
að klæðast leðurhönskum. Þeir
eru hins vegar óhemju forvitnir.