Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 27

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Jólin snúast um gleði, frið og góðar samverustundir. Njótum þeirra örugg í faðmi fjölskyldunnar og förum varlega. Við óskum þér hamingjuríkrar hátíðar og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir árið sem er að líða. ÍS L E N S K A /S IA .I S /V O R 48 26 3 12 /0 9 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s SVO SPURÐI Jó- hann Jónsson (1896- 1932). Þessi ljóðlína skáldsins úr kvæðinu Söknuður er sígild og má vel yfirfæra á heilu þjóðfélögin jafnt og einstaklinga, ef svo ber undir. Spyrja má: Hvar hefur okkur Ís- lendinga borið af leið? Skyldi byrjunin hafa verið þegar þjóðin fór að ala upp kynslóðir sem sjaldan eða aldrei hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn? Við skulum nú vitna í þrjá menn. Allir gengu þeir í háskóla alþýð- unnar, skóla hins vinnandi manns, uxu af því, urðu menn að meiri og skilningur þeirra á gildi vinnunnar varð þeim til mikillar blessunar. Fyrstan skulum við kalla til Stein- grím Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra. Hann segir svo í sín- um merku endurminningum, sem Dagur B. Eggertsson skráði, 2. bindi, bls. 28, Vaka-Helgafell hf. Rvk. 1999: „Kynni mín af Vestfirð- ingum eru á við að ganga í marga há- skóla. Þannig hef ég komist að orði allt frá fyrstu kosningabaráttu minni árið 1967. Þau kynni hefðu nægt mér sem fullgild ástæða til að fara í framboð. Þarna var alþýðan að störfum og hvergi var látið bugast þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi eða hamfarir náttúrunnar. Sú saga sem fólst í samtökum fólksins og starfsháttum var mér ótæmandi lærdómssjóður. Af viðtölum við eldra fólk mátti læra margt um tíma sem var horfinn en varðveittist í frá- sögnum og endurminningum.“ Fiskiðja Dýrafjarðar hf. á Þing- eyri var þróttmikið og vel rekið fyr- tæki um áraraðir og var þar aðallega unninn saltfiskur. Þar unnu margir eftirminnilegir persónuleikar. Í dag- legu tali manna var fyrirtækið oftast kallað Bóla. Er sú sögn til þess, að þegar það var stofnað á sjötta ára- tug 20. aldar á Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýr- firðinga, að hafa verið spurður hvernig honum litist á þennan nýja samkeppnisaðila í fisk- vinnslunni. Þá svaraði hinn orðhvati Eiríkur: „Þetta er bara bóla!“ Þorbergur Steinn Leifsson er maður nefndur, verkfræð- ingur að mennt, Dýr- firðingur í húð og hár, alinn upp á Þingeyri. Þegar hann var 12 ára fékk hann vinnu í Bólu, ásamt vini sínum Pálm- ari Kristmundssyni, seinna arkitekt. Þor- bergur skrifaði skemmtilega frá- sögn um vinnu þeirra félaganna í Bólu sem birtist í ritinu Mannlíf og saga fyrir vestan, 8. hefti, Hrafns- eyri 2001: „Í endurminningunni eru þessi tvö sumur í Bólu mjög skemmtileg. Þó það virðist ekki við fyrstu sýn vera áhugavert fyrir unga drengi að vinna með hálf karlægum gamalmennum í dimmu, köldu og slorugu húsi, voru karlarnir svo sér- stæðir og merkilegir að hin mesta skemmtun var fyrir okkur að vinna með þeim. Var það einnig mjög lær- dómsríkt að kynnast með þessum hætti hugsunarhætti, venjum og vinnubrögðum fyrri kynslóða. Vinn- an í Bólu var því gott veganesti út í lífið og jafnaðist sennilega á við nokkurra ára háskólanám.“ Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1. nóvember sl. ræðir Pétur Blöndal við Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. „Í ljóðinu Bregður öld við aðra lýsir Matthías alþýðumanni, sem telur sig hafa frá litlu að segja, en er þó hafsjór af reynslu. Með því dregur Matthías það fram, sem var lýsandi fyrir hann sem ritstjóra, að líta undir yfirborðið og segja frá lífs- baráttu fólks í grunnatvinnuveg- unum. „Ég vildi ekki að sífellt yrði talað við þessa fimmtíu Íslendinga sem voru í öllum fjölmiðlum – og endast þar illa. Ég vildi fá óþekkta alþýðufólkið inn í mína veröld. Og græddi mest á því sjálfur. Menntað- asta fólk sem ég hef kynnst er þetta alþýðufólk, sem bjó að meiri reynslu en venjulegur háskóli. Og var meiri næring fyrir sálina, en nokkur nú- tímaþekking. En þetta fólk hafði yf- irleitt ekki lært neitt nema að lifa með náttúrunni, að lifa með um- hverfi sínu, eins og það væri partur af því, en ekki drottnari þess. Ég veit þó vel að Fjölnismenn tala um þau miklu fyrirheit sem eru fólgin í því að beisla orku náttúrunnar sam- félaginu til heilla. Þetta er eitt af grundvallaratriðum Fjölnis.““ Svo mörg eru þau orð þessara ágætu manna og þarf svo sem ekki miklu við þau að bæta. En skyldi næsta skrefið í ógæfuferli þjóð- arinnar hafa verið þegar hætt var að senda börn og unglinga í sveit eða í fiskvinnu hjá vinum og vandamönn- um í krummaskuðunum? Þess í stað var þeirra staður steinsteypan og malbikið og um að gera að láta þau komast sem minnst í snertingu við náttúruna og vinnandi fólk. Sá mikli misskilningur er efni í aðra grein. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Eftir Hallgrím Sveinsson » Skyldi byrjunin hafa verið þegar þjóðin fór að ala upp kynslóðir sem sjaldan eða aldrei hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn? Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og starfsmaður á plani á Brekku í Dýrafirði. bankanna, jafn óskynsamlega og raun ber vitni. Ekki sleppur út orð um nauðsyn endurskoðunar á hugmyndafræði eða uppgjörs við fortíðina. Ekki einu sinni imprað á því að reikningurinn sem sendur er til allra borgarstofnana er á kostnað þess flokks sem stjórnar í Reykjavík. Upp með sparibrosið, allt í himnalagi hér. Gleggst kom í ljós hin kúgandi þöggun þegar borgarfulltrúar meiri- hlutans skipuðu embættismönnum leikskólasviðs að skipa leikskóla- stjórum að rífa niður plaköt sem for- eldrar leikskólabarna höfðu hengt upp í fataklefum barna með upplýs- ingum um boðaða hagræðingu. Og leikskólastjórum var einnig bannað að ræða niðurskurð í skólunum. Enda er það óttalega neikvætt tal. Þegar fjárhagsáætlun menntasviðs var lögð fyrir menntaráð benti greinarhöf- undur á þá augljósu staðreynd að í henni var gert ráð fyrir styttingu skóladagsins sem þýðir einfaldlega: minni kennsla og uppsagnir starfs- fólks. Niðurskurðarkrafan var lækk- uð í kjölfarið en hún hvarf ekki. Hún er ennþá há og þögnin sem umlykur afleiðingar hennar hávær. Það hefur ekki jákvæð áhrif á skólastarf í Reykjavíkurborg að borgarstjórinn tali í óraunsæjum frösum sem standast enga skoðun. Það eru óskýr skilaboð út í skóla- samfélagið, til foreldra og starfsfólks. Reykvíkingar þurfa ekki á því að halda. Engin áhrif? Það þarf kjark til að takast á við miklar breytingar á öllu rekstrar- umhverfi borgarstofnana og viður- kenna að framlínuþjónustan muni finna fyrir þeim breytingum. Verk- efni stjórnvalda á niðurskurðartímum er að skilja og skynja hættumerkin, aðlaga þjónustuna og vera vakandi fyrir áhrifum hagræðingar. Borg- arfulltrúar verða að þekkja þjónustu borgarinnar og skilja veruleikann og hið daglega líf. Mikilvægast er að koma auga á hætturnar sem geta skapast þegar börn falla útbyrðis og gæði skólastarfs rýrna – og grípa til aðgerða. En líklegast er borgarstjóri ekki með slíka aðgerðaráætlun. Enda er allt í himnalagi hjá borgarstjóra. Engin kreppa, hvað þá verðbólga, og nokkurra milljarða króna nið- urskurður til skólamála hefur líkleg- ast alls engin áhrif á skólastarf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.