Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 29

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Birgir Björnsson ✝ BirgirBjörnsson fæddist í Borg- arnesi 23. sept- ember árið 1941. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness þriðjudag- inn 8. desember 2009. Foreldrar hans voru hjónin Björn Hjörtur Guð- mundsson, f. 14. janúar 1911, d. 14. júlí 1998, og Inga Ágústa Þorkels- dóttir, f. 25. ágúst 1917, d. 22. febr- úar 1993. Systir Birgis var Alda Björnsdóttir, f. 30. ágúst 1942, d. 7. júlí 1991. Barnsmóðir Birgis er Ingibjörg Nancy Morgan, f. 12. júlí 1943, barn þeirra er Guðbjörg Peggy Wallace, f. 28. júlí 1960. Eiginmaður Peggyar er Lon Wallace, f. 9. apríl 1960. Dætur þeirra eru Christina Réene, f. 23. október 1989 og Erika ,f. 3. október 1991. Barnsmóðir Birgis var Guðrún Hjarðar Vermundsdóttir, f. 17. ágúst 1946, d. 1. janúar 1970, barn þeirra er Jón Marinó Birgisson, f. 23. janúar 1966. Eiginkona Jóns er Herdís Rós Kjartansdóttir, f. 15. desember 1972. Börn þeirra eru Kjartan, f. 18. des- ember 1993, og Heiðdís Erla, f. 7. febrúar 2000. Birgir bjó nær allan sinn aldur í Borgarnesi. Að skyldunámi loknu starfaði hann fyrst sem verkamaður á heimaslóðum en síðar lá leiðin til sjós, ýmist á vertíðir eða í siglingar. Þar starfaði hann um árabil. Um tíma á áttunda áratug liðinnar aldar bjó Birgir á Eskifirði, vann þar jafnt til sjós og lands. Þaðan lá leiðin síðan til Færeyja, eftir stutta dvöl þar flutti Birgir að nýju í Borgarnes. Þar starf- aði Birgir við hin fjölbreytilegustu verkefni. Síðustu árin og allt til starfsloka hjá BM Vallá. Í frístundum seinni ár naut Birgir þess mjög að ferðast um landið á vel búnum húsbíl sínum. Myndlistin lék um árabil stórt hlutverk í lífi Birgis. Hann var alfarið sjálfmenntaður í listsköpun sinni – verk hans báru handverki hagleiks- mannsins fagurt vitni. Útför Birgis fór fram frá Borg- arneskirkju miðvikudaginn 16. des- ember síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Guðrúnu Þórðar- dóttur mætti ég fyrst haustið 1986 þegar ég hóf störf á Þjóðskjalasafni Íslands en þar hafði hún þá unnið mörg ár. Guð- rún aðstoðaði mig dyggilega við að kynnast innviðum safnsins og rata um ranghala þess en það var þá til húsa í Safnahúsinu við Hverfis- götu. Eru kynnin af henni meðal margra bestu minninganna úr því góða húsi. Hún var góður leiðbein- andi, hjálpsöm og alúðleg og lagði sig fram um að greiða götu þeirra sem til hennar leituðu. Guðrún var einörð og hreinskilin, skemmtileg í viðræðum og orðheppin, þrællesin bæði í sagnfræði og bókmenntum, og fylgdist með bókaflóðinu hvert haust en gat verið hispurslaus í gagnrýni á bækur. Um kunnan höfund sagði hún að verk hans væru ekkert annað en herpingur. Þá var hún tónlistarkona mikil og Guðrún Elísabet Þórðardóttir ✝ Guðrún ElísabetÞórðardóttir fæddist í Borgarnesi 7. ágúst 1915. Hún lést á Droplaug- arstöðum 3. desem- ber síðastliðinn. Útför Guðrúnar fór fram frá Foss- vogskirkju 16. des- ember sl. einkar ljóðelsk og kunni mikið af ljóð- um þótt hún flíkaði þeim ekkert sér- staklega. En á safninu bar mest á ættfræðiáráttu hennar. Hún var einkar vel að sér um ættir á Vestur- landi enda átti hún þar víða djúpar rætur. Stundum fannst manni ætt- fræðiflettingarnar hennar svolítið ruglingslegar, hún greip eina bók, síðan aðra og virtist fletta þessu tilviljanakennt og oft skildi ég ekkert hvert hún var að fara. En alltaf komst hún að farsælli nið- urstöðu og sjaldan eða aldrei skeikaði henni. Guðrún var æv- inlega vel til fara og prúðlega klædd, þó án alls íburðar, virkilega smart kona eins og stundum er sagt. Hún var, eins og áður sagði, ættuð af Mýrunum, vísast afkom- andi Skalla-Gríms á Borg að lang- feðratali, en taldist þá til fámenn- ari hluta þeirra ættmenna. Að lokum skal heiðurskonunni Guð- rúnu Þórðardóttur þökkuð sam- fylgdin um leið og ég votta afkom- endum hennar og aðstandendum samúð. Jón Torfason. Vinátta sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað hennar hjá sönnum vini. Árið 2002 urðu mikil um- skipti á lífi okkar hjóna. Við ákváðum að hætta að vinna, selja húsið okkar sem við höfðum búið í næstum 40 ár og búa okkur nýjan samastað til að eyða ævikvöldinu á. Búmenn voru að fara að byggja tvö af fjórum raðhúsum í Lindasíðu og við feng- um eina íbúðina. Fljótlega vorum við kölluð á fund með hinum íbú- unum og þá kom í ljós að við könn- uðumst við flesta þeirra. Svona eins og Akureyringar stundum segja; „við heilsuðumst á götu“. Óli og Lína voru ein af þeim. Næstu mánuði hittumst við oft og 20. desember fluttum við inn. Það voru töluverð viðbrigði að koma úr einbýlishúsi í raðhús þar sem ná- Haraldur Óli Valdimarsson ✝ Haraldur ÓliValdimarsson fæddist á Akureyri 17. desember 1934. Hann lést 4. desember sl. Útför Óla var gerð frá Akureyrarkirkju 17. desember 2009. býlið er meira, en sambúðin hefur gengið mjög vel. Við Andri og Óli og Lína búum í sitthvoru húsinu í vesturend- um húsanna og lóð- irnar okkar liggja saman. Samskiptin hafa verið mjög góð. Við höfum oft átt góðar stundir saman. Á sólríkum sumar- dögum settust þau stundum út í sólina þegar þau komu af golfvellinum og við settumst hjá þeim í notalegt spjall. Á veturna fóru þeir Óli og Andri með „prikin sín“ í leikskólann handan götunn- ar. Síðustu tvö árin höfum við komið saman í grillveislu íbúarnir í Búmannabyggðinni í Lindasíðu, það hafa verið góðar stundir. Nú er stórt skarð höggvið í hópinn og við eigum eftir að sakna Óla mjög, en jafnframt viljum við þakka fyrir allar stundirnar sem við fengum að lifa saman þessi sjö ár sem við höfum átt saman. Elsku Lína, við vottum þér, dætrum þínum og fjöl- skyldum af alhug okkar dýpstu samúð. Andri og Guðrún. Minningar á mbl.is ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, HARALDAR TORFASONAR fyrrum bónda, Haga í Nesjum, sem lést fimmtudaginn 10. desember. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðausturlands fyrir hlýja og góða umönnun. Elín Dögg Haraldsdóttir, Gunnar Björn Haraldsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Sölvi Haraldsson, Anna Halldórsdóttir, Sigrún Brynja Haraldsdóttir, Þorvaldur Helgason, Þorleifur Haraldsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Ivon Stefán Cilia, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, ELVU DAGGAR PEDERSEN, Mosarima 12, Reykjavík. Við þökkum sérstaklega góðum vinum okkar fyrir einstakan stuðning og vináttu á erfiðum tímum. Einnig þökkum við sérstaklega því heilbrigðisstarfsfólki sem annaðist Elvu Dögg í veikindum hennar. Haukur Sigurðsson, Alexander Hauksson, Palle Skals Pedersen, Sæunn Elfa Pedersen, Daníel Thor Skals Pedersen, Arnór Ingi Ingvarsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, HANS ALBERTS KNUDSEN flugumsjónarmanns, Lúxemborg. Þökkum af alhug öllum vinum okkar hér á Íslandi og í Lúxemborg fyrir ómetanlega hjálp og stuðning í veikindum hans. Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Laufey Ármannsdóttir, Henrik Knudsen, Helen Sif Knudsen, Guðmunda Elíasdóttir, Guðbjörg Eyvindsdóttir, Sif Knudsen, Stefán Ásgrímsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, VIGFÚSAR SIGURÐSSONAR húsasmíðameistara, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Inga Sigrún Vigfúsdóttir, Óli Rafn Sumarliðason, Guðfinna Vigfúsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson og afabörnin. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTIN MAX WILHELM MEYER, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi þriðju- daginn 22. desember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.00. Ester Martinsdóttir, Vernharð Guðnason, Bryndís Meyer, Jón Indriði Þórhallsson, Halldór Meyer, Sif Svavarsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Minningargreinar ✝ Elskuleg dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, BIRNA BJARNADÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík þriðjudaginn 15. desember. Jarðarförin mun fara fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. desember kl. 13.00. Aðalheiður Sigurðardóttir, Jófríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Þór Sveinbjörnsson, Hjörtfríður Guðlaugsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.