Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Ég vildi með þess- um fáu orðum minnast mágs míns Kristmundar Harðarson- ar eða Krissa eins og hann var alltaf kallaður. Krissa kynntist ég rétt eft- ir að ég kynntist konunni minni henni Hrönn. Ég man vel eftir því þegar við hittumst fyrst. Hann var mjög alvarlegur á svip þegar hann spurði hvort ég væri sá sem væri að slá sér upp með systur hans. Mér brá en reyndi að láta á engu bera er ég sagði „já, það er ég“. Þá læddist fram bros á andliti hans og hann sagði „gaman að kynnast þér“. Upp frá þessu tókust með okkur góð kynni. Við áttum ýmislegt sameiginlegt. Báðir vorum við iðnmenntaðir, höfð- um báðir mikinn áhuga á íþróttum, áttum sama uppáhaldsliðið í ensku deildinni og nú á síðustu árum fórum við báðir að fá áhuga á golfi. Við höfðum því alltaf um nóg að spjalla er við hittumst. Fjölskyldur okkar áttu margar góðar stundir saman. Við fórum t.d. saman í útilegur og þá var ávallt kátt á hjalla. Við töluðum nokkrum sinnum um það hvað það væri gaman ef þið kæmuð út til okk- ar og við gætum ferðast saman. Stuttu eftir að við Hrönn fluttumst til Danmerkur átti ég afmæli. Þótti mér mjög vænt um að Krissi og fjöl- skylda ásamt bræðrum hans Hilmari og Hlyni komu til Danmerkur og voru með okkur á afmælisdaginn. Höfðu þeir bræður ásamt foreldrum sínum slegið saman og gáfu mér for- láta golfsett að gjöf. Frétti ég eftir á að Krissi hefði verið aðalmaðurinn á bak við gjöfina og séð um að velja réttu kylfurnar í settið. Hann var líka fljótur að drífa mig út á golfvöll til þess að prófa kylfurnar. Það er erfitt að sætta sig við það að Krissi sé farinn en ég er þakk- látur fyrir að hafa kynnst honum og allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Elsku Kolla, Berglind, Birna og Brynjar. Ég votta ykkur samúð mína og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Hugur minn er hjá ykkur. Kristinn. Kæri frændi. Þetta er skrítin og erfið kveðju- stund. Ég hugsa með mér af hverju Guð tekur frá okkur svona góða menn eins og þig, stundum er lífið svo skrítið. Þegar ég hugsa um skemmtilegustu minningarnar úr lífi mínu eru það án efa allar góðu stundirnar í sveitinni þegar ég var yngri. Ég og Birna vorum nánast eins og systur og eyddum heilu sumrunum saman, og þar varst þú alltaf til staðar til að gera allt skemmtilegra. Alltaf tilbúinn í eitt- hvert sprell með okkur og öllum frændsystkinunum. Í kringum þig ríkti alltaf gleði, hamingja og hlátur og greinilegt að þú hafðir gaman af lífinu. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem ég fékk að eiga með þér og í kringum þig, þú gerðir lífið svo sannarlega skemmtilegt. Elsku Kolla, Berglind, Birna, Brynjar, amma, afi og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Kveðja, Hafdís. Ekkert er jafn óumflyjanlegt og dauðinn. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær. Hann var þó full- snemma á ferðinni í tilfelli Krist- mundar vinar okkar. Þegar okkar Kristmundur Harðarson ✝ KristmundurHarðarson fædd- ist í Stykkishólmi 21. október 1964. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Grund- arfirði laugardaginn 12. desember sl. Útför Kristmundar fór fram frá Grund- arfjarðarkirkju 19. desember sl. leiðir lágu saman þá kemur upp í huga mér einstaklega ljúfur og kurteis sveitastrákur. Hann bjó 3 km frá Grundarfirði. Fyrstu alvöru kynni mín af Krissa var þegar ég og pabbi vorum að koma með fóður út að Hömr- um; við höfum verið 9 ára. Ég var uppi í bíl hjá pabba og var að reyna að draga fóður- pokana. Hörður tók pokana úr bílnum og rétti Krissa pokana á bakið. Gleymi ég því aldrei þegar þú tókst þessa poka eins og að drekka vatn, þessir pokar voru 50 kg. Ég var svo stoltur að eiga þig sem vin, svona sterkur og ekki nóg með það, gast hlaupið enda- laust. Krissi var búinn að vinna öll víðavangshlaup í skólanum í mörg ár og held ég að hann eigi ennþá metið í Grundarhlaupinu, áður en veginum var breytt. Við vorum skólabræður allan grunnskólann og ekki var þetta lítill bekkur, 33 stykki þegar mest var. Fótbolti var spilaður alla daga á þessum árum. Kristmundur lagði sig 100 % í alla leiki, og man ég eftir því að hann spilaði oft sem bakvörður í liði okkar. Ef einhverjir fóru framhjá honum þá elti hann þá uppi. Hann miklaði ekki fyrir sér þó hann væri á malarvelli en yfirleitt var hann með stór svöðusár á lærinu eftir hvern kappleik. Kristmundur var rafvirki og rak fyrirtæki sitt Lengjuna ehf. af mikl- um myndarskap. Hann var mjög fær á sínu sviði. Kristmundur var mikil barnagæla og fórum við fjölskyld- urnar oft í ferðalög saman, þá að- allega ef það tengdist íþróttum. Við fórum nánast á alla fótboltaleiki hjá börnum okkar en Krissi og Kolla hafa verið ótrúlega dugleg að fylgja börnum sínum eftir og þá sérstak- lega honum Brynjari síðustu ár. Kristmundur fór að spila golf fyrir nokkrum árum og var hann tíður gestur á golfvellinum. Við höfum far- ið í nokkrar golferðir saman og núna síðast í október s.l. til Spánar í viku. Krissi var búinn að ná góðum tökum á golfinu og var Kolla farin að stunda það með honum. Krissi var mjög fylginn sér og fengum við hann til að taka að sér liðstjórn fyrir Golfklúbb- inn Vestarr á síðasta ári og átti hann stærstan þátt í því að við lentum í fjórða sæti af 13 liðum. Þegar við hjónin vorum að hugsa um að opna líkamsræktarstöð í Grundarfirði kom Krissi til okkar og hvatti okkur eindregið áfram. Hann kom nánast á hverjum degi til að vita hvernig okkur gengi. Kristmundur var farinn að stunda líkamsrækt af fullum krafti og var það mikið kappsmál hjá honum að komast í gott form og búa sig undir golfsum- arið. Kæri vinur, við viljum þakka þér fyrir árin sem við höfum átt með þér og fjölskyldu þinni. Elsku Kolla,Berglind, Birna, Brynjar og aðrir aðstandendur, við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð um að veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. :,:svo vöknum við með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens.) Ásgeir Ragnarsson og fjölskylda. Elsku Krissi! Margir hafa þeir verið erfiðir spinningtímarnir í gegnum tíðina, en tíminn síðastliðinn þriðjudag sló þeim öllum við, þó á annan hátt þar sem pedalarnir á þínu hjóli snerust ekki. Það gerðist ekki oft að þeir væru stopp, því þú varst alltaf mætt- ur og fórst manna fremstur. Ekki voru margir sem gátu slegið þér við því þú bjóst yfir þeim hæfileika að geta hjólað um allan salinn á spinn- inghjóli. Svo mikill var ákafinn að yf- irleitt þaut hjólið þitt um á öðru hundraðinu og fram úr okkur hinum. Við hittum þig alltaf í skjóli nætur, en morgunfýlan var ekki lengi að renna af manni þegar þú mættir inn í Sólarsport svo hress og kátur, tilbú- inn að „taka á því“. Það var alltaf svo gaman að sitja með þér eftir tímana, fá smákaffi- sopa og hlusta á sögurnar þínar og brandarana sem þú reyttir af þér. Þú varst hrókur alls fagnaðar. Hver á núna að taka að sér tíma- vörsluna? Þú passaðir alltaf upp á að tíminn næði örugglega 45 mínútum og lést heyra í þér ef átti að snuða okkur um svo mikið sem mínútu. Við erum ennþá að melta þessar hræðilegu fréttir um að þú sért far- inn. Við bíðum eftir því að kaloríu- kóngurinn labbi inn í salinn og hvetji okkur hin áfram. Elsku Krissi, við kveðjum þig með söknuði. Þú skilur eftir þig stórt skarð í hópnum sem verður seint fyllt. Við eigum margar góðar minn- ingar sem gleymast ekki. Við vitum öll að þú munt halda áfram að fylgja okkur því eins og þú sagðir sjálfur þá „væri maður að svíkja hópinn með því að mæta ekki“. „You’ll never walk alone.“ Elsku Kolla og fjölskylda. Send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd spinningfélaga í Sól- arsporti, Kristín Alma, Vilberg Ingi og Ásdís Lilja. Krissi er fallinn frá, getur það ver- ið? Aldrei hefðum við trúað því að þú mundir fara frá okkur svona snemma. Við minnumst allra skemmtilegu ferðalaganna sem við fórum í saman og öll áramótin sem við fengum að vera með þér og fjöl- skyldunni, þar sem þú varst oftast með stærstu sprengjurnar, verða víst ekki jafn stórar sprengjur í ár. Við munum samt sem áður alltaf halda hópinn sem ein stór fjölskylda. Þú og pabbi voruð eins og bræður, gerðuð allt saman, svo nú er komið að okkur að draga pabba í ræktina eins og þú varst duglegur að gera. Þú varst alltaf svo góður og við vitum það að Gunnar Ingi mun sakna þín mikið þar sem þið voruð alltaf svo góðir vinir, eins og hann sagði í gær mun hann sakna þess að heyra rödd þína og það munum við öll gera. Við minnumst hláturskastanna og hvað þú komst öllum í gott skap með návist þinni. Þú varst góður vinur mömmu og pabba og ekki síst okkar, þú varst snillingur! Þakka þér fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þú veittir okkur alla tíð. Við erum þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt þig sem vin og munum við sakna þín óendanlega mikið. Ef við þekkjum þig rétt þá ertu á góðum stað, sprikl- andi um á stórum og flottum golf- velli. Hvíl í friði, elsku Krissi. Þórdís Sigrún, Benedikt Lárus, Erna Katrín og Gunnar Ingi. Við vorum 32 sem byrjuðum skólagöngu í Grundarfirði haustið 1971, öll sett í einn bekk. Kristmund- ur Harðarson var í þeim stóra hópi, sem nú hefur verið höggvið í mikið skarð. Kristmund prýddu margir góðir kostir. Hann hafði góðar gáfur og átti auðvelt með allt nám sem hann og stundaði af kostgæfni. Hann var mikill keppnismaður, bæði í íþrótt- um og námi, og vildi alltaf gera sitt besta, enda uppskar hann eftir því. Krissi var ekki hávaxinn, en það taldi hann vera mikinn kost; lág- vaxnir menn væru miklu sneggri en þeir hávöxnu og ættu síður við bak- meiðsli að stríða. Hann lifði sam- kvæmt þessari skoðun sinni og var enda ótrúlega snöggur í öllum hreyf- ingum og á fótboltavellinum áttu flinkustu mótherjar sjaldnast nokk- uð í hann. Hann var líka duglegur og harðdrægur og gafst aldrei upp á því V i n n i n g a s k r á 34. útdráttur 23. desember 2009 BMW318i + 5.200.000 kr. (tvöfaldur) 3 6 2 6 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 7 9 8 9 4 1 4 5 6 5 9 5 4 5 7 0 8 3 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 8382 17757 30096 35217 38652 60756 11605 26352 34053 36241 53864 75941 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 8 9 4 1 4 5 1 4 2 4 6 4 5 3 4 5 1 0 4 9 6 5 4 5 8 2 8 0 6 6 0 2 5 7 1 8 2 5 2 0 1 5 1 4 8 7 0 2 5 7 4 3 3 6 0 2 9 4 9 9 8 6 5 9 1 3 1 6 6 2 1 0 7 1 8 4 0 2 7 7 2 1 5 1 1 3 2 6 0 9 7 3 7 1 3 0 5 0 4 7 9 5 9 6 1 6 6 6 5 8 2 7 1 9 3 0 3 0 3 1 1 5 3 7 1 2 6 6 8 5 3 9 5 2 8 5 0 6 7 9 5 9 6 8 8 6 7 0 3 4 7 2 2 2 6 4 6 1 7 1 5 3 7 8 2 7 1 9 2 4 0 9 7 7 5 2 5 3 9 5 9 8 2 5 6 7 2 2 0 7 4 4 4 2 6 5 4 6 1 7 0 6 7 2 8 7 4 2 4 1 7 1 9 5 3 8 5 8 5 9 8 7 5 6 7 9 8 0 7 4 4 9 1 6 7 7 9 1 7 6 6 5 3 0 8 9 4 4 2 7 1 4 5 4 1 5 1 6 1 0 8 3 6 8 3 8 0 7 7 0 0 4 7 1 5 1 1 8 3 1 5 3 1 1 3 5 4 4 3 1 8 5 4 2 7 9 6 1 3 7 1 6 8 5 0 0 7 8 8 4 5 9 1 5 6 1 8 9 2 1 3 1 9 0 8 4 5 1 9 4 5 5 1 5 3 6 2 3 2 6 6 8 8 3 9 7 9 5 8 5 1 2 5 2 5 1 9 2 2 4 3 2 1 8 8 4 5 9 3 1 5 5 4 6 0 6 2 7 7 4 6 9 2 0 9 1 2 7 5 4 2 0 3 2 1 3 2 4 4 3 4 7 1 9 8 5 6 3 4 3 6 2 8 2 3 7 0 1 6 3 1 2 9 9 9 2 2 3 1 7 3 3 3 9 2 4 7 4 9 2 5 6 7 7 3 6 4 7 9 6 7 0 9 0 0 1 3 9 7 1 2 2 5 9 0 3 3 6 8 9 4 9 1 1 2 5 7 6 9 3 6 5 8 8 2 7 0 9 1 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 1 5 1 3 4 0 6 2 3 7 4 3 3 2 1 9 5 4 5 3 1 6 5 5 4 2 2 6 2 6 8 8 7 1 3 9 4 4 8 9 1 3 4 6 4 2 3 7 7 1 3 2 3 7 8 4 5 5 0 1 5 5 7 3 7 6 2 7 4 0 7 1 5 1 5 1 3 1 9 1 3 5 0 3 2 3 9 4 0 3 2 5 9 9 4 5 5 5 3 5 5 9 7 9 6 2 8 9 5 7 1 7 1 7 1 8 5 8 1 3 5 1 3 2 3 9 5 3 3 3 2 2 9 4 6 2 2 1 5 5 9 8 7 6 3 5 8 3 7 1 7 7 6 2 0 0 2 1 3 5 8 4 2 4 0 2 4 3 3 4 5 5 4 6 4 3 8 5 6 3 3 6 6 3 9 8 2 7 2 3 4 8 2 9 7 2 1 4 1 5 9 2 4 6 4 3 3 3 7 7 3 4 6 7 4 3 5 6 4 8 0 6 4 0 2 4 7 2 4 1 9 3 3 9 9 1 5 1 9 6 2 5 2 1 3 3 4 5 1 1 4 6 8 9 3 5 6 7 4 4 6 4 2 2 0 7 2 7 5 7 3 6 1 1 1 5 3 1 1 2 5 3 4 4 3 5 3 5 5 4 7 2 5 0 5 6 8 8 5 6 4 5 4 2 7 2 9 6 5 3 6 9 3 1 5 3 6 1 2 5 4 2 7 3 5 7 4 6 4 7 3 8 2 5 7 1 3 0 6 4 5 7 4 7 3 6 5 7 3 8 3 1 1 7 0 7 1 2 5 7 2 4 3 5 9 2 1 4 7 3 9 6 5 7 2 4 4 6 4 5 9 8 7 4 2 9 9 4 1 0 3 1 7 4 6 7 2 6 0 0 3 3 5 9 6 7 4 7 5 5 4 5 7 2 7 8 6 4 7 1 1 7 4 5 7 0 4 2 7 1 1 7 7 6 7 2 6 2 9 6 3 6 9 2 9 4 8 1 0 7 5 7 3 6 1 6 4 8 8 4 7 4 6 1 7 4 2 8 3 1 7 9 6 6 2 6 3 3 4 3 7 1 2 3 4 8 1 9 5 5 7 5 9 0 6 5 0 0 9 7 4 7 0 8 4 4 8 2 1 8 0 1 3 2 6 4 0 3 3 7 2 4 0 4 8 2 0 5 5 7 6 1 4 6 5 1 3 3 7 4 8 0 2 5 6 5 1 1 8 3 9 5 2 6 4 6 2 3 7 3 3 5 4 8 5 7 1 5 8 0 9 7 6 5 5 1 9 7 4 8 0 4 6 2 8 9 1 8 4 1 6 2 6 5 7 3 3 8 5 0 6 4 8 6 6 7 5 8 2 0 2 6 5 8 7 2 7 4 9 7 3 8 0 9 8 1 8 8 1 2 2 6 6 2 1 3 9 0 1 2 4 8 9 8 6 5 8 2 4 7 6 6 2 0 4 7 5 0 2 1 8 1 1 8 1 9 2 7 5 2 6 7 9 1 3 9 7 2 3 4 9 6 2 1 5 8 7 2 8 6 6 4 5 8 7 5 9 1 7 8 1 7 1 1 9 5 3 3 2 6 9 2 4 4 0 0 3 5 5 0 7 9 2 5 8 8 1 7 6 6 9 6 9 7 6 2 9 6 8 4 0 5 1 9 7 4 8 2 6 9 4 1 4 0 2 0 1 5 0 8 8 4 5 8 9 0 0 6 7 2 6 3 7 6 6 1 2 9 6 0 1 2 0 4 7 0 2 7 0 5 3 4 2 3 4 4 5 1 3 3 5 5 9 1 6 1 6 7 4 8 0 7 6 6 2 6 9 6 5 5 2 0 5 7 8 2 7 6 9 3 4 2 7 6 8 5 1 6 7 3 5 9 1 8 3 6 8 0 1 6 7 7 4 3 9 1 0 3 6 8 2 0 7 6 3 2 8 0 7 0 4 2 8 4 2 5 1 9 7 7 5 9 7 7 2 6 8 2 3 0 7 7 6 6 5 1 0 4 5 9 2 0 8 3 0 2 8 2 6 3 4 2 9 6 1 5 2 8 5 3 6 0 0 1 7 6 8 8 7 3 7 7 7 9 4 1 0 7 1 6 2 0 8 3 3 2 8 3 4 1 4 3 2 7 2 5 3 2 6 6 6 0 2 5 8 6 9 0 5 3 7 8 9 1 9 1 0 9 7 2 2 1 4 7 8 2 8 5 4 8 4 3 5 5 8 5 3 5 3 8 6 1 1 7 9 6 9 0 9 8 7 9 8 4 3 1 1 0 3 6 2 1 8 3 6 2 8 7 7 6 4 3 6 4 0 5 4 2 4 7 6 1 8 8 3 6 9 5 8 1 1 1 2 7 8 2 2 1 2 7 2 9 1 9 1 4 4 1 2 1 5 4 6 2 7 6 2 0 0 5 7 0 0 6 4 1 1 8 6 7 2 3 1 2 4 3 0 6 9 9 4 4 4 4 0 5 4 6 5 6 6 2 3 0 0 7 0 2 7 0 1 1 9 5 5 2 3 1 5 9 3 0 8 2 5 4 4 4 6 7 5 4 6 8 6 6 2 4 4 7 7 0 2 8 3 1 2 0 3 6 2 3 4 0 1 3 1 5 8 7 4 4 6 1 8 5 4 7 7 3 6 2 4 5 6 7 0 9 6 3 1 2 7 8 4 2 3 6 1 4 3 1 7 4 5 4 4 6 9 5 5 5 3 2 4 6 2 5 7 7 7 1 2 5 8 Næsti útdráttur fer fram 30. desember 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.