Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 45

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Ífljótu bragði man ég ekkieftir nokkrum sjónvarps-þáttapersónum sem hafanáð slíkum vinsældum og „költ-fylgi“ sem vaktmennirnir góðu Georg Bjarnfreðarson (Jón Gnarr, auk þess sem hann er túlk- aður af fjórum leikurum til við- bótar á ýmsum aldursskeiðum), Ólafur Ragnar, eða Forsetinn (Pétur Jóhann) og Daníel (Jör- undur Ragnarsson). Ég sé heldur ekki fyrir mér að þeir verði slegnir úr toppsætinu næstu árin. Þeir eru orðnir eins og frímerki, límdir á þjóðarsálina eftir þrjár einkar vel heppnaðar gamanþáttaraðir á und- anförnum árum; Næturvaktina, Dagvaktina og loks Fangavaktina, sem lauk í vetur. Þættirnir hafa tekið ýmsar óvæntar stefnur og ferskar, það vantaði aðeins punkt- inn yfir i-ið, loka þeim ásætt- anlega. Líkt og nafnið bendir til er Bjarnfreðarson fyrirferðarmestur í kvikmyndinni sem virðist vera endapunkturinn á lífi vaktmann- anna (í bili a.m.k.). Nú fáum við að vita hvað gerði Bjarnfreðarson að þeim óferjandi og óalandi gallagrip sem við þekkjum úr þáttunum. Vitaskuld kemur kerlingarfrenjan móðir hans mikið við sögu, hún er iðin, frá því hún gat hann, við að gera úr honum hið forstokkaðasta viðundur, blinduð af karlfyrirlitn- ingu, kvenrembu og kynjamisrétti (sem hún berst á móti með því að klæða drenginn sinn eins og hálf- vita í skærlitar kápur og annað slíkt sem hrekur blessuð börnin í klær eineltisins). Heimsvaldastefn- an fær sitt pláss með tilheyrandi Keflavíkurgöngum (sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér). Inn í uppeldissögu Georgs er fléttað raunum hans í hversdagsstreði samtímans, það er slitrótt saga þar sem koma einkum við sögu „vinir“ hans tveir, vaktkammeratarnir Ólafur forseti og heybrókin Daníel. Þeir eru við sama heygarðshornið og við sleppum því að tíunda frek- ar örlög þeirra félaga. Bjarnfreðarsyni verður örugg- lega tekið tveimur höndum af landanum sem fær botn í and- hetjurnar sínar sem má rekja til þeirra mismunandi áhrifavalda sem gert hafa okkur mest til bölv- unar á undanförnum áratugum. Þetta tekst handritshöfundunum bærilega, oftast vel, einkum í hnyttnum tilsvörum og satt að segja fylgir því söknuður og nost- algía að sjá þá enda sitt skeið, Daníel, Forsetann og Georg, þótt það heppnist í sjálfu sér prýðilega. „Hvað viltu verða vinur,“ spyr móðir Georgs hann, og rauður log- inn brennur í augum hennar, þessa óforbetranlega hernámsandstæð- ings og Fylkingarkonu, og litla furðuveran, sonur hennar, svarar: „Káboj í Ameríku.“ En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eins og við mátti búast er myndinni snaggaralega leikstýrt af Ragnari Bragasyni, einum reynd- asta og færasta leikstjóranum okk- ar í dag. Það er vandasamt verk að flétta saman mikil hlaup í tíma og sögu persónanna, en það er tæpast hægt að segja að Bjarn- freðarson verði nokkurn tímann grautarleg. Þeir halda manni við efnið þessir miklu skemmtikraftar, standa vaktina sem fyrr, öllum til ánægju. saebjorn@heimsnet.is Bjarnfreðarson Verður örugglega tekið tveimur höndum af landanum sem fær botn í andhetjurnar sínar. Það var endur fyrir löngu – í miðri Keflavíkurgöngu … Sambíóin Bjarnfreðarson bbbmn Leikstjóri: Ragnar Bragason. Handrits- höfundur: Ragnar Bragason og Jón Gnarr. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Klipping: Sverrir Krist- jánsson. Brellur: Haukur Karlsson. Framleiðendur: Ragnar Bragason, Jón Gnarr o.fl. Aðalleikarar: Jón Gnarr, Pét- ur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragn- arsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Sara Margrét Mikaelsdóttir, Örn Árnason, Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir o.fl. Saga Film. SAM Film 90 mín. Ísland. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND ÞAÐ er tæpast til það mannsbarn í eyríkinu sem Jón Gnarr hefur ekki komið í gott skap. Og það oft og mörgum sinnum. Að öðrum gamanleik- urum og skemmtikröftum ólöstuðum ber hann höfuð og herðar yfir vel- flesta kollega sína nú um stundir. Aukinheldur er maðurinn hamhleypa, efnið sem liggur eftir hann er með ólíkindum að vöxtum og skemmti- lega sundurleitt. Hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki; með einni svipbreytingu getur Jón Gnarr breytt sér úr engli í púkann á fjósbásn- um. Hann er engum líkur og á örugglega eftir að skemmta okkur vel og lengi. Maðurinn með þúsund andlitin 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins – gjöf sem lifnar við Gleðilega jólahátíð Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í janúar Jesús litli (Litla svið) Þri 29/12 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Sun 3/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar. Harry og Heimir (Litla sviðið) Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Mán 28/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Mið 30/12 kl. 21:00 síðasta sýn Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00 Gjafakort á tilboðsverði til jóla! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Sun 27/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Lau 9/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Sun 3/1 kl. 15:00 Sun 10/1 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Ókyrrð (Kassinn) Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Samkoma og kirkjukaffi í Réttinni á eftir. Jólamessa Úthlíðarkirkju sunnudaginn 27. desember kl. 16.00 ATH. breyttan messutíma. www.uthlid.is KVIKMYNDIN Sherlock Holmes í leikstjórn Guys Ritchies var frumsýnd í New York nýlega. Leikaraúrval myndarinnar mætti á rauða dregilinn auk fleiri frægra enda um stórmynd að ræða. Spæjarafrumsýning Reuters Fræg og flott Aðalleikarar myndarinnar Jude Law og Robert Downey Jr. með leikkonunni Rachel McAdams og t.v er Susan, eiginkona Downey. Slúðurstelpa Blake Lively var flott. Hasarhetja Bruce Willis mætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.