SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 4
4 7. febrúar 2010 Vikuritið Marianne segir Eric Besson, ráðherra inn- flytjendamála, „hataðasta mann Frakklands“ og Nouvelle Observateur kallar hann „óforskammaðan þjón herra síns“, Nicolas Sarkozy. Besson fæddist í Marrakesh í Marokkó og flutti til Frakklands þegar hann var 17 ára. Nú er hann í eldlínu umræðunnar um það hvort banna eigi múslímakonum að hylja ásjónu sína. Hann segist vilja að uppbyggileg umræða fari fram í föðurlandi mannréttindanna og telur að hægri- öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen hafi of lengi fengið að sitja einn að því að móta þjóðarímyndina. Til þess að þessi umræða gæti farið fram opnaði hann vef- síðu fyrir þjóðina. Brátt birtust þar svo ógeðfelld um- mæli að ritskoða þurfti síðuna. Sósíalistar saka Besson um að beina sjónum frá hinum raunverulegu vandamálum, fjárlagahalla og atvinnuleysi. Besson er sósíalistum ekki ókunnur. Hann var ráðgjafi Ségolène Royal, frambjóðanda sósíalista, í forsetakosningunum 2007 og skrifaði þá um Sarkozy að hann væri „amerískur nýfrjáls- hyggjumaður með franskt vegabréf“. Honum sinnaðist við sósíalista og gekk þá í raðir hægri manna. Sagt er að hann hafi búið Sarkozy und- ir kappræðurnar fyrir seinni umferð forsetakosning- anna og þá tekið að sér hlutverk Royal. Fyrir rúmri viku skar frönsk þingnefnd úr um að setja bæri lög um að banna konum að hylja ásjónu sína á opinberum stöðum. Konum í búrku eða með níkab yrði þá meinaður aðgangur að stofnunum, sjúkrahúsum, félagslegum skrifstofum, skólum og almenningssamgöngum. „Ég held að við verðum að banna búrkuna – í þágu kvenna,“ segir Besson. „Hataðasti maður Frakklands“ Eric Besson innflytjendamálaráðherra. K röfur um að banna múslímakonum að hylja andlit sitt fara vaxandi í Evrópu. Í Noregi kom Lise Chri- stoffersen, talsmaður Verka- mannaflokksins í innflytjendamálum, fram í vikunni og mæltist til þess að slíkt bann yrði sett í þar í landi. Christoffersen segir að klæði á borð við búrkur og níkab beri kvennakúgun vitni. Þegar hún var spurð í dagblaðinu Aft- enposten hvort þessi krafa gengi ekki á skjön við trúfrelsi svaraði hún því til að um væri að ræða „misnotkun trúfrelsis“. Christoffersen hefur ekki rætt málið í eigin flokki og veit ekki hvort hann mun styðja málið. Framfara- flokkurinn hefur hins vegar slíkt bann á dag- skrá en Miðflokkurinn, Sósíalíski vinstri- flokkurinn og Hægriflokkurinn eru því andvígir. „Að banna tiltekinn fatnað er framandi hugmynd,“ segir Trygve Magnus Slagsvold Vedum, þingmaður Miðflokksins. „Mér finnst búrka vera hræðilegur fatnaður en við getum ekki farið á þá hringekju að byrja að ákveða hvernig fólk klæðist.“ Þrjár konur klæðast búrku í Danmörku Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, var spurður hvort hann teldi rétt að banna búrkur: „Ég tel ekki að nokkur maður í frjálsu landi á borð við Svíþjóð eigi að hylja andlit sitt með þessum hætti.“ Skömmu síðar vísað hann hins vegar á bug hugmyndinni um að banna búrkur og níkab. Kveikjan að því að Reinfeld var spurður er umræðan um þessi mál í Danmörku. Rætt hefur verið um bann við búrkum og níkab þar í landi, en stjórnarflokkarnir ákváðu að setja ekki almennt bann þar sem það stríddi gegn stjórnarskrá, en í menntastofnunum má með fullum rétti krefjast þess að bæði kenn- arar og nemendur sýni andlit sitt. Í ýmsum tilfellum má krefja konur um að sýna andlit sitt í Danmörku, til dæmis þegar þær nota kort í strætisvögnum, lestum og ferjum. Í Danmörku er þetta mikið hitamál og end- urspeglar kannski frekar ótta við innflytj- endur og að þeim fylgi vandamál en að það sé raunverulegt vandamál að konur hylji andlit sitt. Samkvæmt rannsókn, sem Kaup- mannahafnarháskóli gerði, klæðast aðeins þrjár konur í allri Danmörku búrku og 150 til 200 konur níkab. Bann við búrkum hefur komið til tals víð- ar. Í Aftenposten kemur fram að í Belgíu sekti yfirvöld í mörgum bæjum konur, sem brjóti staðbundið bann við slæðunotkun. Á Ítalíu voru lög frá valdatíma fasistastjórnar Benitos Mussolinis sem banna notkun grímu notuð til að sekta múslímakonu sem klæddist búrku. Á liðnu ári samþykktu Svisslendingar í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna byggingu bænaturna við moskur og forsprakkar þeirrar atkvæðagreiðslu hafa talað um að búrkan væri næst á dagskrá. Lítil umræða er um að banna búrkur í Þýskalandi og á Bretlandi þótt þar séu margir innflytjendur. Of langt væri þó gengið að segja að umræðan á Bretlandi væri engin og er uppnámið, sem varð þegar Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, skrifaði grein fyrir nokkrum árum um að sér þætti óþægilegt að ræða við kjósendur sína þegar þeir hyldu andlit sitt. Í Frakklandi eru þessi mál hins vegar mikið rædd þessa dagana og hafinn er undirbún- ingur að lagasetningu um að banna búrkur og níkab-slæður á opinberum stöðum. Í Frakk- landi var trúarlegum táknum úthýst úr op- inberu lífi eftir byltingu og Frakkar hafa átt mjög erfitt með að taka á þeim birting- armyndum íslams, sem fylgja múslímskum íbúum landsins. „Búrkan er ekki velkomin á landi franska lýðveldisins,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í ræðu í fyrrasum- ar. Deilan um búrkurnar er birtingarmynd umræðunnar um það hvort og hvernig nýir íbúar í nýju landi eigi að laga sig að þeim háttum og siðum, sem fyrir eru. Þessi deila á sér nú stað um alla Evrópu, en það er erfitt að sjá hvernig á að greiða fyrir aðlögun músl- ímskra innflytjenda með því að setja þeim boð og bönn, sem þeim finnst stríða gegn þeirra menningu. Á hinn bóginn er sú krafa líka eðlileg að innflytjendur virði siði og gildi sem eru við lýði í nýjum heimkynnum. Búrkur valda uppnámi í Evrópu Bann víða til um- ræðu í álfunni Kona klædd í níkab-slæðu verslar á útsölu í bænum Leers í Norður-Frakklandi. Til stendur að banna slíkan klæðnað í landinu. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Búrka Níkab Búrka og níkab Búrka er alklæðn- aður, sem sumar múslímakonur bera yfir sínum venjulegu fötum utan heimilis- ins. Orðið merkir and- litshula með opi fyrir augun. Fyrir augunum er gagnsæ grisja. Sú sem klæðist búr- kunni sér út, en augu hennar sjást ekki. Níkab nefnist slæða, sem notuð er til að hylja allt andlitið nema augun. Grísalund e rlend1498 kr. kg verð áður 2 598 40%afsláttur einfalt & ódýrt!

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.