SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 8
8 7. febrúar 2010
Samskipti páfastóls og breskra yf-
irvalda hafa verið snúin frá því Hin-
rik VIII. var bannfærður og sagði í
kjölfarið þjóðina alla úr sambandi
við páfagarð. Á þeim tíma var það
flokkað sem landráð ef menn við-
urkenndu ekki vald konungs í öllum
málum, veraldlegum sem geistleg-
um, og kaþólskir áttu erfitt upp-
dráttar í hundruð ára og var meðal
annars meinað að gegna æðstu
embættum. Sú mismunum hefur
verið afnumin en þeir sem fjallað
hafa um ræðu páfa segja að þetta
sé í fyrsta sinn í 300 ár sem páfi skipti sér af breskum innanríkismálum.
Vegna ræðu páfa er búist við miklum mótmælum í Bretlandi vegna
heimsóknarinnar og samtök trúleysingja hafa skipulagt mikil mótmæli
þar sem ýmsir frammámenn og þekktar kvikmynda- og tónlistarstjörnur
koma við sögu. Einnig verður haldin sérstök kvikmyndahátíð þar sem
sýndar verða myndir sem draga eiga upp mynd af spillingu og for-
dæðuskap sem þrifist hafi í skjóli kaþólsku kirkjunnar. Að þessu sögðu
þykir milljónum manna páfi aufúsugestur og fagna komu hans.
Búist við miklum mótmælum
Benedikt hylltur í Þýskalandi.
Þ
ví var varpað fram í útvarpsþætti í
breska ríkisútvarpinu, BBC, fyrir nokkr-
um árum að ef til væri á Bretlandi fyr-
irtæki sem meinaði konum að gegna
stjórnunarstöðum og bannaði samkynhneigðum
að gegna nokkru starfi væru yfirvöld löngu búin
að grípa inn í starfsemi þess og leysa það upp eða
leggja niður. Þessu var slegið fram í deilum um af-
stöðu bresku biskupakirkjunnar til þess að konur
gætu orðið biskupar en til er stofnun í Bretlandi
sem er enn íhaldssamari í þessum efnum – kaþ-
ólska kirkjan.
Hans heilagleiki Benedikt XVI. er væntanlegur í
heimsókn til Bretlands í haust. Honum verður vel
fagnað af yfirvöldum og trúbræðrum sínum, en
aðrir munu ekki taka honum eins vel því fjöl-
margir eru argir út í páfa fyrir yfirlýsingar hans
varðandi nýja löggjöf sem ríkisstjórn Bretlands er
með í bígerð sem ætlað er að tryggja mannréttindi
betur en nú er.
Mannréttindalögin nýju eiga að koma í stað fjöl-
margra annarra laga sem sett hafa verið í gegnum
árin til að tryggja mannréttindi eftir því sem tíð-
arandinn hefur breyst, til að mynda lög um jafna
stöðu karla og kvenna, um bann við mismunun
vegna litarháttar, trúar eða kynhneigðar og svo
má áfram telja. Í lögunum er ekki fjallað um geist-
leg embætti, en aftur á móti tiltekið að óheimilt sé
að mismuna fólki í veraldlegum störfum, þar með
talið þeirri iðju að skúra og skrúbba í kirkjum,
klippa kirkjulegt limgerði og sinna reikningshaldi
og annarri skrifstofuvinnu. Þar stendur hnífurinn
í kúnni því trúfélögum finnst þá sem verið sé að
þvinga þau til að ráða til starfa fólk sem brjóti gegn
kennisetningum trúar þeirra.
Téð mannréttindalöggjöf hefur og verið umdeild
á Bretlandi og þá aðallega gagnrýnd af frammá-
mönnum innan trúfélaga, enda þykir þeim það
skerðing á þeim undanþágum sem þau hafa haft
frá slíkum lögum til þessa, en meðal þeirra sem
beitt hafa sér gegn frumvarpinu eru biskupar
ensku biskupakirkjunnar sem greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu í lávarðadeildinni. Ræða páfa
var þó aðeins ætluð enskum og velskum biskupum
og í henni hvatti hann biskupana til að bregðast
hart við væntanlegum breytingum, enda séu þær
skerðing á frelsi trúfélaga til að breyta í samræmi
við trú sína „og að vissu leyti brjóta [breyting-
arnar] í bága við lögmál náttúrunnar sem jafnrétti
alls mannkyns byggist á og sem tryggir það jafn-
rétti“ eins og sagði í ræðunni.
Ýmsir hafa gagnrýnt páfa fyrir ummæli sín og
allmargir harkalega. Þannig skrifaði einn þing-
manna Verkamannaflokksins, Martin Salter, grein
í Daily Telegraph þar sem hann sagði að þetta væri
eflaust í fyrsta sinn sem maður í kjól hefði gagn-
rýnt jafnréttislöggjöf. Hann túlkaði orð páfa sem
svo að kaþólska kirkjan vildi njóta þess að búa í
þjóðfélagi þar sem trúfrelsi nyti verndar, svo
framarlega sem hún þyrfti ekki að leyfa öðrum að
njóta sömu verndar.
Aðrir hafa tekið upp hanskann fyrir páfa, þar á
meðal Andrew Pierce, dálkahöfundur Daily Mail,
samkynheigður kaþólikki, en hann telur að lögin
gæti meðal annars orðið til þess að kaþólsk mun-
aðarleysingjaheimili hættu starfsemi þar sem þau
mættu ekki neita samkynhneigðum hjónum um
ættleiðingu þótt slíkt gengi gegn trúarsannfær-
ingu þeirri sem stofnunin byggðist á. „Í jafnrétti
felst að við séum öll jöfn – jafnt þeir sem berjast
fyrir réttindum samkynhneigðra og þeir sem berj-
ast gegn þeim.“
Joseph Alois Ratzinger sem tók sér nafnið Benedikt þegar hann tók við
páfastól hefur oftlega verið gagnrýndur fyrir íhaldssemi í skoðunum.
Styr um páfa
í Bretlandi
Benedikt páfi er umdeildur
vegna orða um jafnréttismál
Vikuspegill
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Mótmæli eru tíð þar sem páfi fer um og líka á heima-
slóðum – hér mótmæla samkynhneigðir í Róm.
Benedikt XVI. heldur til Eng-
lands 16. september og dvel-
ur þar til 19. september, en
skreppur í dagsferð til Skot-
lands. Í ferðinni mun hann
taka John Henry Newman,
kaþólskan prest sem uppi var
á nítjándu öld, í tölu dýrlinga.
Þess má geta að því hefur iðu-
lega verið haldið fram að
Newman hafi verið samkyn-
hneigður, en hann var grafinn
með sambýlismanni sínum.
John Henry Newman, fyrrverandi
kardináli og verðandi dýrlingur.
Reuters
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 8. febrúar,
kl. 18.15 í Galleríi Fold,
á Rauðarárstíg Kristján Davíðsson
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is