SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 10
10 7. febrúar 2010
R
uglið og fáránleikinn í kringum vinnubrögð bankanna tek-
ur stöðugt á sig nýja og nýja mynd og virðast vitleysunni
engin takmörk sett. Ólafur Ólafsson hefur eignast Samskip
upp á nýtt, eða 90% í félaginu og fengið tugi milljarða
króna í skuldum fellda niður í gamla Kaupþingi. Eina sem Ólafur
þurfti að gera, var að henda nokkur hundruð milljónum króna í lán-
ardrottnana, gegn því að þeir bara steingleymdu tugmilljörðunum
sem hann skuldaði þeim. Þessi sami Ólafur er grunaður um markaðs-
misnotkun og getur því hæglega átt yfir höfði sér kæru frá sérstökum
saksóknara. En það breytir engu, Ólafur er svo mikilvægur fyrir
rekstur Samskipa, að sögn forsvarsmanna félagsins, að félagið væri
bara handónýtt og óstarfhæft, ef Ólafur ætti ekki þessi 90%. Ólafur er
í felum í Sviss; það er kjörlendi fyrir rekstur skipafélags, ekki satt?!
Og ekki eru undrin og stórmerkin minni í kringum nýjustu fréttir
úr Arionbanka af málefnum Haga. Nú ætlar bankinn að skrá Haga í
Kauphöllinni og selja sinn hlut í félaginu. Bankinn tekur þó frá 10%
fyrir Jóhannes Jónsson í Bónus, sem hann hefur forkaupsrétt að og
5% fyrir stjórnendur félagsins.
Bankinn ætlar að selja Jóhannesi 10%, en bankinn ætlar ekki að
lána honum fyrir kaupunum. Það finnst Finni Sveinbjörnssyni
bankastjóra Arionbanka merkileg ákvörðun!
En Finnur minnist ekkert á þá staðreynd að skuldir 1998 ehf. í Ar-
ionbanka eru líklega yfir 50 milljarðar króna og hann gefur ekkert
upp um það hversu mikið af þeim skuldum bankinn mun á endanum
þurfa að afskrifa.
Hvað með þá staðreynd, að Gaumur, fjölskyldufélag Bónusfjöl-
skyldunnar, gekk í ábyrgð fyrir 82% af þeim lánum sem gamla Kaup-
þing veitti 1998 ehf. sumarið 2008, þegar feðgarnir ákváðu að kaupa
Haga út úr Baugi? Hvers vegna er ekki gengið að þeim sem skuldsettu
sig til helvítis, til þess að ná algjöru eignarhaldi á Högum?
Hvernig getur bankinn ákveðið að selja allt félagið, eða þau 95,7%
sem hann telur sig eiga í Högum, áður en það liggur klárt og kvitt fyr-
ir, að bankinn eigi þennan hlut?
Eru forsvarsmenn Arionbanka og eigendur kannski búnir að
gleyma því að hér í bæ er þrotabú Baugs, sem hefur skiptastjóra, sem
telur að salan á Högum út úr Baugi til 1998 sumarið 2008 sé rift-
anlegur gjörningur? Er ekki allt eins líklegt að kröfur þrotabús Baugs á
hendur 1998 ehf. eigi eftir að enda fyrir dómstólum?
Telja forsvarmenn Arionbanka að almenningur muni bíða í röðum
eftir því að fá að fjárfesta í Högum með Bónusfjölskyldunni, án þess að
það liggi fyrir hver á Haga í raun og veru?
Þrátt fyrir yfirlýsingar og gorgeir frá sl. hausti og allt fram á síðustu
vikur frá þeim Bónusfeðgum, um að ekki yrði afskrifuð króna vegna
Haga og 1998 í gamla Kaupþingi og Arionbanka og að erlendir fjár-
festar biðu í röðum eftir að fá að kaupa með þeim feðgum Haga, hefur
nú annað komið á daginn. Raunar voru mjög margir þeirrar skoðunar
frá upphafi, þegar Jón Ásgeir sagði frá því í ágúst í fyrra að erlendir
fjárfestar ætluðu að koma með 16 milljarða króna inn í Haga, að sann-
leiksgildi þeirrar frásagnar hefði verið afar rýrt. Enda fór það svo, eftir
því sem leið á haustið, að upphæðirnar sem nefndar voru, skruppu
stöðugt saman og voru ef ég man rétt komnar niður í 6 til 8 milljarða
króna og niðurstaðan varð vitanlega sú að engir erlendir fjárfestar
vildu fjárfesta með Bónusfeðgum.
Ég nenni nú ekki einu sinni að ræða um froðusnakkið í Finni Svein-
björnssyni, þegar hann skýrði hér í Morgunblaðinu, útvarpi og sjón-
varpi að þessi ákvörðun myndi „þjóna hagsmunum bankans best,
starfsfólki fyrirtækisins og fyrirtækinu sjálfu“. Síðan hvenær hefur
banki hugsað um eitthvað annað en eigin hag? Er Arionbanki kannski
orðinn ein af góðgerðarstofnunum samfélagsins?
Staðreyndina tel ég vera þá, að bankinn, í dulargervi, þykist ætla að
selja félagið í opnu útboði en ætlar í raun og veru að tryggja áfram-
haldandi yfirráð þeirra Bónusfeðga yfir fyrirtækinu, óbreytta stjórn
og lykilstjórnendur. Halda menn að það muni taka feðgana og stjórn-
endur langan tíma að ná aftur ráðandi hlut í félaginu? Eru allir búnir
að gleyma því með hvaða hætti feðgarnir gættu hags hins almenna
hluthafa í Baugi, þegar hann var enn almenningshlutafélag? Gæsla
þeirra fólst fyrst og fremst í því að gæta eigin hagsmuna á kostnað
hins almenna hluthafa, eins og frægt er orðið fyrir margt löngu. Sem
sagt, það verður engin breyting á einokunarkeðjunni Högum. Þetta
gat bankinn vitanlega ekki gert fyrir opnum tjöldum, því nýir eig-
endur Arionbanka vissu, að ef slík viðskipti yrðu gerð opinber og allt
væri uppi á borðum, hefði það orsakað áhlaup á bankann. Líklega
hefði fólk í þúsundatali streymt í Arionbanka og útibú hans og hirt
krónurnar sínar og lokað reikningum. Hvaða
bankaeigendur vilja kalla fram slík viðbrögð?
Hver vill
kaupa með
Jóa í Bónus?
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
06.00 Þessi dagur byrjaði
bara hörmulega. Vaknaði með
hausinn fullan af skít, kvefaður
og vitlaus. Engin miskunn samt
sem áður, enda málflutningur
framundan í Hæstarétti. Ég
gúffaði í mig AB-mjólk með
músli og dáðist síðan að sjálfum
mér í speglinum áður en ég yf-
irgaf kotið.
06.30 Kominn á Lög-
fræðistofu Reykjavíkur að klára
undirbúning fyrir málflutning í
Hæstarétti. Mér líður stundum
eins og ég sé að fara í munnlegt
próf þegar kemur að málflutn-
ingi fyrir hinum virðulega
Hæstarétti. Þarna sitja ein-
staklingar með yfirburða-
þekkingu á lögfræði og grilla
mann hiklaust ef maður er ekki
nógu vel undirbúinn.
08.30 Mættur í Hæstarétt og
eins og venjulega tekinn kaffi-
bolli með dómvörðunum. Miklir
snillingar þeir menn sem gaman
er að spjalla við.
09.00 Málflutningur í
Hæstarétti. Eva B. Helgadóttir
hrl var á móti mér. Dómarar Jón
Steinar Gunnlaugsson, Hjördís
B. Hákonardóttir og Helgi I.
Jónsson. Helgi er dómstjóri í
Héraðsdómi Reykjavíkur en
tekur iðulega sæti í Hæstarétti
við forföll dómara. Mál þetta
fjallaði um ábyrgð Ölgerðar Eg-
ils Skallagrímssonar á húsa-
leiguskuld vegna Austurstrætis
22 sem brann til grunna árið
2007. Í héraðsdómi var Ölgerðin
sýknuð þar sem frestur sá sem
kveðið er á um í húsaleigulögum
að leigutaki hafi til þess að beina
greiðsluáskorun til ábyrgð-
araðila eftir að leiguafnotum
lýkur var liðinn. Ég flutti málið
fyrir Ölgerðina
11.00 Kominn aftur á skrif-
stofuna til að fara yfir tölvu-
pósta og hvort einhver hafi sent
mér skilaboð á Facebook. Mjög
margir skjólstæðingar mínir eru
í samskiptum við mig í gegnum
það samskiptaforrit sem er al-
ger snilld.
11.30 Rölti mér út á Maður
lifandi og náði mér í grænmet-
isbakka úr hlaðborðinu og tók
með mér. Fáránlega góður mat-
ur á þessum stað.
12.00 Skjólstæðingur kom í
viðtal til mín vegna yfirheyrslu
seinna í dag. Staða hans er
nokkuð dæmigerð fyrir banka-
hrunið og gjaldeyriskreppuna.
Á velmektarárunum hafði hon-
um vegnað vel í gjaldeyr-
isviðskiptum og við kaup og
sölu fasteigna. En síðan hrundi
allt. Viðskiptabankinn hans
hafði millifært 10. m.kr. inn á
einn af fjölmörgum reikningum
hans sem áttu að fara til að
greiða niður tap á öðrum reikn-
ingi. Hann hafði ekki áttað sig á
þessu og var í góðri trú þegar
hann ráðstafaði þessum fjár-
munum. Bankinn var ekki sátt-
ur og kærði hann til lögregl-
unnar.
13.00 Nú kom í viðtal til
mín Pólverji nokkur og með í
för Sandra Steinarsdóttir túlk-
ur. Sandra er á 1. ári í lögfræði
en ber höfuð og herðar yfir
þann fjölda túlka sem túlka fyr-
ir pólska sakborninga. Pólverji
þessi hafði verið handtekinn og
úrskurðaður í gæsluvarðhald
vegna gruns um aðild að ráns-
málum. Hann var látinn dúsa í
nokkra daga í klefa á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu
við algerlega óviðunandi að-
stæður og án þess að fá lækn-
isþjónustu. Réttlætiskennd
þessa unga Pólverja var mikil og
hafði hann samviskusamlga rit-
að allt niður sem gerst hafði
þann tíma sem hann var í haldi.
14.00 Mætt í yfirheyrslu hjá
fjársvikadeild Lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Þar tók á
móti okkur sá eðaldrengur Jón-
as Helgason rannsóknarlög-
reglumaður. Hann er eins og
sendiherrann faðir hans, alltaf
þægilegur og diplómatískur
þegar kemur að því að yfirheyra
sakborninga, enda er slík að-
ferðafræði mun vænlegri til ár-
angurs en stælar og læti.
16.00 Kominn aftur á skrif-
stofuna að tékka á tölvupóstum,
fésinu og reyna að svara ein-
hverju af skilaboðunum.
17.30 Eins og á hverjum
degi tók ég æfingu í Laugum en
hún var róleg vegna slappleik-
ans. Æfing dagsins var upp-
handleggir og kassi. Þetta verð-
ur að vera í lagi. Eftir góða
æfingu var að sjálfsögðu farið í
gufu og heita pottinn í spa-inu
enda algerlega ómissandi.
Spjallaði lengi við Össur Skarp-
héðinsson enda kallinn dugleg-
ur að hreyfa sig. Gleymdi að
sníkja neftóbak.
20.00 Mættur aftur á skrif-
stofuna, gengið frá tíma-
skýrslum og farið að skoða mál
sem kemur til flutnings í
Hæstarétti á fimmtudaginn,
svaraði einhverjum tölvu-
póstum og skilaboðum, sem ég
reyndar kemst sjaldnast yfir.
23.00 Kominn heim. Lagðist
yfir brezkan spennuþátt á guf-
unni hundlasinn og ómögu-
legur, áður en ég fór í koju.
Dagur í lífi Sveins Andra Sveinssonar lögmanns
Sveini Andra líður stundum eins og hann sé að fara í munnlegt próf þegar hann á að flytja mál fyrir Hæstarétti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Engin miskunn sé mál-
flutningur framundan