SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 20

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 20
20 7. febrúar 2010 big.dk, hefur Björgólfur Guðmundsson verið fótósjoppaður inn í skrifstofu í gler- stafninum og táknlega má lesa það þannig að þarna standi víkingurinn, sem hefur farið í austurveg. Hann kemur með skipið drekkhlaðið gulli til að reisa glæsihallir og verðugt umhverfi fyrir þjóðina til að halda þjóðhátíð. Í dag finnst manni þetta al- gjörlega bilað, svo ég leyfi mér að orða það þannig, en fyrir einu og hálfu ári þótti þetta bara smart. Við hljótum líka að spyrja o9kkur hvort skipulagshæfileikar Björgólfs Guðmundssonar hafi ekki verið ofmetnir.“ Nú hefur verið malbikað yfir reitinn þar sem höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa og þar er bílastæði á stóru flæmi. „Ég man að Gísli Sigurðsson, fyrrver- andi Lesbókarritstjóri, skrifaði fyrir löngu frábæra grein um þetta gráa flæmi, sem í raun ætti að vera gimsteinn í borginni miðri. Við sitjum enn þá uppi með þetta gráa flæmi. Þetta tímabil – undanfarin tíu ár – skilur eftir auðn og þó höfum við aldrei haft jafn mikið af vel menntuðum arkitektum, skipulagsfræðingum, pen- ingum og metnaði. Þetta tímabil hefði átt að geta af sér frábæran arkitektúr sem tæki mið af íslenskum aðstæðum og væri vistvænn, mannvænn og á einhvern hátt frumlegur og við gætum verið stolt af alla 21. öldina. Það má taka sem dæmi bygg- ingar, sem voru reistar hér á kreppuár- unum, Austurbæjarskóla, sem er stór- kostleg bygging og ein aðdáunarverðasta framkvæmd Reykjavíkur. Sama má segja um svæðið Sólvallagötu, Ásvallagötu og Hringbraut. Þar fer saman fagurfræðilegur metnaður og samfélagsleg vitund. Þetta hefur vantað undanfarin ár. Svona arki- tektúr býr til umgjörð um samfélagið okk- ar, en slæmt skipulag er ömurlegt því að það skapar ekki umgjörð fyrir þau lífsgæði sem við sækjumst eftir.“ Hjálmar hrósar Faxaflóahöfnum og Reykjavíkurborg fyrir að átta sig á því að þrátt fyrir hrunið mætti ekki láta staðar numið í þróun hafnarsvæðisins og efna til samkeppninnar sem haldin var á liðnu ári. „Þar var allt hafnarsvæðið lagt undir, ekki bara Austur- og Miðbakki,“ segir Hjálmar. „Hér hefur reitahugsun verið ríkjandi, en það er fráleitt annað en að hugsa hafnarsvæðið sem eina heild. Mér fannst þetta því hárrétt hjá borgaryf- irvöldum. Skotinn Graeme Massie vann keppnina, en hann hefur líka unnið á Ak- ureyri og í Vatnsmýrinni. Að mörgu leyti eru góð rök fyrir því að hann skyldi fá verðlaunin því hans hugmyndir eru skýr- ar og klárar. Gert er ráð fyrir mikilli og metnaðarfullri uppbyggingu. Ég gagnrýni hins vegar að sýningin á niðurstöðunum og verðlaunatillögunum var haldin ein- hvers staðar úti á Granda í jólamánuðinum og fór fram hjá flestum. Mér finnst sinnu- leysi að hafa fyrir því að halda samkeppni og hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna borgurunum þetta. Það hefði átt að vera stór sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur, hún hefði átt að standa í hálft ár og borgin hefði getað efnt til umræðufunda um kosti skipulags Massies og annarra áhuga- verðra, en gerólíkra hugmynda, sem fram komu. Þarna er ekki bara við sjálfstæðismenn að sakast, heldur alla flokka. Oft eru gerð róttæk inngrip inn í borgina og hálfóskilj- anlegar teikningar eru sýndar á einhverju rislofti inni í Borgartúni. Ég kalla þetta doða, skort á ástríðu fyrir borginni. Ég skil þetta ekki, mér finnst borgarsambýli stór- kostlegt fyrirbæri og þess vegna fór ég að fjalla svona mikið um þetta í útvarpinu og skrifa greinar um þetta.“ Fyrir Hjálmari eru borgarmálin brýn og ekkert síður mikilvæg en svokölluð landsmálapólitík. „Mannkynið er í stórum stíl komið inn í borgir og er á 21. öldinni að flytja sig í stórum stíl inn í borgirnar. Talað er um að 80 til 90% Vesturlandabúa muni búa í þéttbýli árið 2030. Meirihluti mannkyns býr núna í þéttbýli. Bara það segir okkur að borgarumhverfið er stærsta umhverf- ismál mannkynsins. Þar eru teknar ákvarðanir um mál á borð við samgöngur. Ef menn hafa til dæmis áhyggjur af kol- díoxíðslosun er það mjög stór áhrifaþátt- ur. Ein ástæðan fyrir því að Íslendingar koma ekki sérlega vel út úr koldíoxíðlosun á mann þrátt fyrir hið mikla forskot út af heita vatninu og vatnsorkunni er þessi brjálæðislegi bílafloti. Íslendingar eru miklir borgaraðdá- endur. Einu sinni fóru allir Íslendingar til Majorka en nú eru borgarferðir vinsælar. Fólk elskar að koma til Berlínar, Prag, Barselóna, allir eiga sínar uppáhaldsborgir vegna þess að þar eru einhver æðisleg lífs- gæði. Hins vegar er eins og hér hafi verið einhvers konar þegjandi samkomulag eða uppgjöf og menn hafa sagt sem svo að þetta sé bara hægt í Kaupmannahöfn eða Barselóna en gangi aldrei hér. Þetta er rangt. Nákvæmlega sami hlutur var sagð- ur í Kaupmannahöfn þegar Strikið var gert að göngugötu og Grábræðratorgið og hin torgin. Kaupmannahafnarbúar sögðu að það væri tóm vitleysa að ýta bílunum í burtu og hafa borð úti. Það væri bara hægt á Ítalíu. Við vitum að þetta er hægt hér. Austurvöllur er frábært dæmi um það og mætti benda á marga aðra staði. Sjálfur er ég farinn að stunda langhlaup á miðjum aldri og hef gert það í tvö ár. Ég hef hlaup- ið í Reykjavík, Berlín og París. Mér finnst Reykjavík æðisleg hlaupaborg. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið býr yfir miklum möguleikum til að verða æðislegt borg- arumhverfi en það hefði getað tekist svo miklu betur en undanfarin ár. Áratugur tækifæranna Ég sá að í þýska blaðinu Der Spiegel var verið að fjalla um síðustu tíu ár og þau voru kölluð hinn glataði áratugur. Að sumu leyti getum við sagt að þetta hafi verið hinn glataði áratugur hér. Árið 2000 höfðu menn miklar hugmyndir um þétta borgarbyggð, orðið sjálfbærni var komið í tísku, en við sitjum uppi með eitt hræði- legt klúður og auðn þar sem átti að vera iðandi mannlíf. En ég held að það ætti að vera hægt að læra af mistökunum og næsti áratugur verði þá áratugur tækifæranna. Þá verði auðmýktin meiri, meira raunsæi og eitt, sem ég legg sérstaka áherslu á, að við losum okkur við smákóngakerfi sveit- arstjórnanna. Það gengur ekki að vera með átta sveitarfélög með átta sveit- arstjórum, sem hver er með sína skipu- lagsstefnu. Við ættum kannski að breyta stjórn samvinnunefndar sveitarfélaganna í nokkurs konar höfuðborgarstjórn, sem hefði takmarkað vald, en skýrt, yfir land- notkun, byggðaþróun, samgöngum og umhverfismálum.“ Hjálmar segir að ekkert samhengi hafi verið á milli þess sem verið var að gera í sveitarfélögunum og ekki heldur áhugi á því breyta því. „Ég talaði fyrir um þremur árum við nýútskrifaðan verkfræðing, sem ætlaði að búa sér til vinnu í hálft ár með því að búa til nákvæma skrá yfir það sem væri verið að byggja í hverju sveitarfélagi. Hann fór á milli sveitarfélaganna og spurði hvort þau hefðu áhuga og áhuginn var enginn. Þetta Turninn á Höfðatorgi gnæfir yfir Höfða, hið sögufræga hús, sem torgið er kennt við, en á þó ekkert sammerkt með. Byggingamagnið bólgnaði út, en nú er ólíklegt að fleiri turnar rísi. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Númer eitt er að ljúka þeim skrefum, sem þegar er byrjað að taka, að hvorki frambjóðendur né flokkar séu fjárhagslega mjög háðir einkafyrirtækjum á þessum sviðum – og einkafyrirtækjum yfirleitt.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.