SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 21

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 21
’ En ég held að það ætti að vera hægt að læra af mis- tökunum og næsti áratugur verði þá áratugur tæki- færanna. Þá verði auðmýktin meiri, meira raunsæi og eitt, sem ég legg sérstaka áherslu á, að við losum okkur við smákóngakerfi sveitarstjórnanna. 7. febrúar 2010 21 Hjálmar segir að það hafi verið mjög erfitt að fara í hlutverk frambjóðandans og hann hafi alls ekki áttað sig á því í upphafi hvað það þýddi að heyja kosningabaráttu. „Ég hélt einhvern veginn að það væri nóg að skrifa tvær, þrjár greinar í blöðin og halda kannski einhvers staðar erindi og meira þyrfti ekki sem er kannski fárán- legt af reyndum fjölmiðlamanni. En ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að þetta dygði ekki. Við vorum svo heppin að fá litla skrifstofu á þriðju hæð ofarlega á Laugaveginum. Við komumst að þeirri niðurstöðu að margir þekktu ef til vill í mér röddina en vissu ekki hvernig ég liti út. Því létum við gera stórt plakat af mér og það var sett á rúðu í götuhæð. Þetta var á fimmtudagskvöldi, 7. janúar. Mér fannst dálítið erfitt að sjá þessa mynd af mér sem frambjóðanda, óvanur þessum stellingum. Morguninn eftir kom ég þarna tiltölulega snemma og þá var búið að mála á mig feitt, kolbikasvart Hitlers- skegg og niður yfir varirnar láku einhverjir geðveikistaumar. Ég neita ekki að ég fékk sjokk þegar ég sá þetta en sé mest eftir að hafa farið á taugum þurrkað skeggið af í stað þess að hlaupa heim og ná í mynda- vél. Þannig að ég er einn til frásagnar. En einhvern veginn fannst mér óbærilegt að margir Reykvíkingar myndu ganga þarna fram hjá og sjá mig með Hitlersskegg en skil ósköp vel þá sem gerðu þetta. Þeir hafa hugsað með sér að þarna væri ein- hver gaur að fara fram í pólitík, örugglega ömurlegur spilltur pólitíkus, málum á hann Hitlersskegg. Þetta er líka ágæt áminning, kannski er einhver Hitler í okk- ur, sérstaklega okkur sem förum í stjórn- mál. Ég var svo heppinn að myndin var prentuð á plast þannig ég náði þessu af með tusku en eftir þetta var alltaf rispa á andlitinu á mér, þannig að ég fékk strax á mig rispur, fyrsta daginn nánast. En ég lærði eitt og það er að maður á ekki að vera allt of viðkvæmur fyrir sjálfum sér.“ Hjálmar segir að sér hafi þótt undarlegt í fyrstu að hringja í ókunnugt fólk og biðja það um að kjósa sig, en hann hafi áttað sig á að í raun væri ekkert væri eðlilegra. Sér hafi verið bent á að fleiri þyrftu að taka þátt í að hringja í fólk og til hans hafi komið sjálfboðaliðar, sem hann þekkti ekki neitt. „Það er sérkennilegt að sitja í herbergi og þar er fólk að hringja í síma og segja hvað þú sért æðislegur,“ segir hann. „Það tók mig smá tíma að komast yfir þetta og fara ekki á taugum heldur hugsa þannig að maður sé til brúks, en ekki postulínsstytta uppi í hillu.“ Hitlersskegg og rispa á glansmynd var sem sagt blind samkeppni og örugg- lega ægilega gaman fyrir þá sem stóðu í henni en við sitjum uppi með algjört gjaldþrot og mikla sóun.“ Maður er berskjaldaður í prófkjöri Hjálmar lýsir prófkjörsbaráttunni, hvern- ig umfangið jókst smám saman og hversu erfitt var að halda kostnaðinum í böndum. Hins vegar hafi verið gott að Samfylkingin skyldi setja 500 þúsund króna þak á kostnað við prófkjörsbaráttuna. „En maður er líka ótrúlega berskjald- aður í prófkjöri. Ég var þarna einn og óboðinn. Ég kom utan að, var ekki beðinn um að koma í þeirra raðir heldur bankaði upp á og sagðist hafa ástríðufullan áhuga á borgarmálum.“ Hjálmar segir að sér hafi verið tekið vel. „Sumir hvöttu mig eindregið og sögðu að ég væri góður liðsauki fyrir Samfylk- inguna en aðrir að þetta væri lokað próf- kjör og tiltöluleg ánægja væri í Samfylk- ingunni með þá sem fyrir væru og ég ætti því litla möguleika.“ Hjálmar kveðst hafa gætt sín á því í prófkjörinu að bera sig ekki saman við aðra frambjóðendur og sömu- leiðis forðast að mynda bandalög. „Einnig var spurning eftir hvaða sæti ég ætti að sækjast,“ segir hann. „Einhver sagði við mig að ég ætti að bjóða mig fram í fyrsta til fjórða sæti og það fannst mér rosalega sniðugt. En þá sagði fólk, sem hugsar strategískt, að með þessu væri ég að ögra öllum fjórum og fengi alla á móti mér. Þá myndi fólk segja að hann Hjálmar væri hættulegur og rétt að setja hann í fimmta til sjöunda sæti. Þá ákvað ég að sækjast eftir þriðja sætinu. Ég hef ekki tekið þátt í flokksstarfi og ekki einu sinni verið öruggur kjósandi flokksins en ég hef skýrt erindi. Ég hafði engan áhuga á að fara þá leið að byrja á að sækjast eftir sjö- unda sæti og færa mig síðan ofar eftir fjög- ur ár og finnst ég ekki hafa tíma til þess. Ég ákvað því að bjóða mig fram í öruggt sæti, en ég hef ekki heldur áhuga á að vera ein- hver sólóisti, þannig að ég gaf skýrt til kynna að ég hefði áhuga á að vera í forust- unni en ætlaði mér ekki að verða skip- stjórinn. Með því var ég að segja að ég bæri virðingu fyrir þeim, sem fyrir væru, en hefði metnað til að vera í brúnni. Eftir á að hyggja reyndist þetta rétt ákvörðun og út- koman varð miklu betri en sumir raun- sæismenn þorðu að vona.“ Hjálmar talar um að hann vilji ekki vera sólóisti og setur um leið fram skýra sýn á sína pólitík. Stjórnmál eru hins vegar jafnvægislist og þar kemur að gera þarf málamiðlanir, sem þarf að lifa með. „Þegar ég tala um að ég vilji ekki vera sólóisti geri ég það í þeim skilningi að vilja ekki alltaf vera að lyfta sjálfum sér,“ segir hann. „Á Ríkisútvarpinu segjum við að góður dagskrárgerðarmaður upphefji ekki sjálfan sig, hann upphefji efnið. Hann getur engu að síður markað sér mjög skýra rödd og ég vil virka þannig. Ég vil ekki vera sólóisti í þessum fyrrgreinda skilningi en ég ætla að halda minni krít- ísku nálgun. Verður að fara í endurskoðun Ég segi að ætli Samfylkingin að ná ein- hverjum árangri í borgarstjórnarkosning- unum í vor verði hún að hafa trúverð- ugleika. Til þess að hafa trúverðugleika verður hún að fara í ákveðna endur- skoðun. Samfylkingin verður til dæmis að endurskoða hvernig hún hefur verið styrkt peningalega, hvernig sumir fram- bjóðendur hennar hafa fengið háa styrki frá stórfyrirtækjum. Samfylkingin verður að fara í gegnum það af hverju hún sem flokkur jafnaðarmanna og félagshyggju gerði sér ekki betur grein fyrir hvers kon- ar hætta lá í þessu valdi sem peningamenn og auðmenn fengu í samfélaginu. Sam- fylkingin verður að vera trúverðug, ann- ars á hún engan séns og ég vil meðal ann- ars virka í þessa átt. Að því leyti ætla ég mér ekki að falla inn í hópinn, ég er ekki kominn til að verða þægilegur félagi. Ég vona líka að kosningabaráttan í vor verði ekki í þessum pólitísku skotgröfum. Borg- armálapólitíkin þarf ekki að vera það. Í þeim efnum má benda á hvernig Gísli Marteinn Baldursson hefur þróast sem borgarfulltrúi. Ég er mjög hrifinn af hans grænu áherslum og er mjög hissa á sjálf- stæðismönnum að setja hann ekki ofar í prófkjörinu. Mér fannst fyrirlestrarnir sem hann hélt frábærir. Nákvæmlega svona á frambjóðandi að vera, halda inni- haldsríka fyrirlestra um sína sýn og þá veit kjósandinn fyrir hvað hann stendur. Frambjóðendur eiga ekki að vera kafbátar. Á sínum tíma tók Gísli Marteinn þátt í þessari þráhyggju Sjálfstæðisflokksins um það að mikilvægasta framkvæmdin á Reykjavíkursvæðinu væri að byggja þriggja hæða mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem er algerlega galin hugmynd. Hún er óheyri- lega dýr og hún eykur umferðarvandann í stað þess að minnka hann. En nú hefur hann horfið frá því og ég vil ekki vera sá pólitíkus, sem segir: Gísli Marteinn sagði þetta 27. ágúst 2007 en nú segir hann ekki sama hlutinn og þess vegna er hann ómarktækur. Mér finnst þetta fínt og ég á eflaust eftir að skipta um skoðun á ein- hverjum tilteknum málum sjálfur. Stjórn- málamaður verður að kunna að hlusta og læra. En þetta er ekki í anda pólitískrar umræðuhefðar á Íslandi. Þess vegna er ég líka feginn að fá Bjarna Karlsson í fimmta sætið því að ég held að hann geti hjálpað okkur að hefja umræðuna upp. Ég held að Íslendingar séu leiðir á þessu flokkspólitíska karpi, ég varð var við það, hundleiðir, og fólk sem hringdi fyrir mig sagði að ég hefði notið þess mjög að til- heyra því ekki því að það væri svo algengt að fólk segði að það væri sami rassinn undir þeim öllum. Samfylkingin og aðrir flokkar líka verða að komast upp úr þess- um skotgröfum og temja sér dýpri um- ræðu.“ Horft yfir Reykjavík. Tónlistarhúsið er í forgrunni og þar fyrir aftan reitirnir þar sem rísa áttu glæsimannvirki, en eru nú „grátt flæmi“. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.