SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 26
26 7. febrúar 2010
S
íðastliðinn mánudag fengu tæp-
lega 16 þúsund einstaklingar
greiddar út atvinnuleysisbætur.
Þetta er mjög há tala og erfitt að
skilja hversu lítið er um þetta mikla at-
vinnuleysi rætt. Alveg sérstaklega á það
við um forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar, sem láta lítið til sín heyra af þessu
tilefni.
Á sama tíma og þessi mikli fjöldi fólks
gengur um atvinnulaus notar Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra hvert
tækifæri sem býðst til þess að tefja fyrir og
þvælast fyrir nýjum virkjunarfram-
kvæmdum. Það er erfitt að skilja hvað
veldur. Nú er ekki rætt um virkj-
anaframkvæmdir, sem stofna miklum
náttúruverðmætum í hættu. En kannski
hafa Vinstri grænir fjarlægzt uppruna sinn
svo mjög að atvinnulaust fólk skiptir þá
engu máli.
Þótt rúmt ár sé liðið frá bankahruninu
eru engin áþreifanleg merki þess að upp-
bygging atvinnulífsins sé að hefjast á ný.
Ríkisstjórnin situr föst í kviksyndi Ice-
save, sem hún hefur sjálf komið sér í, um-
sóknin um aðild Íslands að ESB, sem öllu
átti að breyta og bjarga, er andvana fædd.
Ný sókn í uppbyggingu stórvirkjana og
stóriðju er eini raunhæfi möguleikinn sem
við blasir til atvinnuuppbyggingar, sem
skilar skjótum árangri í aukinni atvinnu
og umsvifum.
Þau erlendu fyrirtæki, sem áhuga hafa á
að fjárfesta í orkufrekum iðnaði á Íslandi,
eiga nú margra kosta völ. Fjármálakrepp-
an og samdráttarskeiðið, sem fylgt hefur í
kjölfar hennar í efnahagsmálum um allan
heim, þýða að þessum fyrirtækjum standa
nú allar dyr opnar. Mörg ríki eru tilbúin til
að bjóða þeim gull og græna skóga. Þess
vegna er sú fyrirstaða sem þau mæta hér
hættuleg. Það er jafnvel svo illa komið, að
sum þessara fyrirtækja kvarta undan því,
að ráðuneyti svari ekki bréfum.
Innan stjórnarflokkanna beggja er and-
óf í gangi gegn stórvirkjunum og stóriðju.
Það á ekki bara við um Vinstri græna
heldur líka Samfylkingu. Hins vegar er
þessi hópur minni innan Samfylking-
arinnar og hefur ekki jafn mikil áhrif og
skoðanabræður þeirra hjá Vinstri græn-
um. Þegar þessir hópar í báðum stjórn-
arflokkunum taka höndum saman er engu
að síður ljóst, að sameiginlega geta þeir
haft mikil áhrif og þvælst fyrir eins og
dæmin sanna.
Nú fara sveitarstjórnarkosningar í hönd
og þar á meðal til borgarstjórnar Reykja-
víkur. Síðasta skoðanakönnun Gallup
bendir til að Samfylking og Vinstri grænir
gætu náð meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur. Gerist það má nánast telja
fullvíst, að lítið verði úr frekari virkj-
anaframkvæmdum á vegum Orkuveitu
Reykjavíkur.
Mesti styrkur atvinnulífsins nú er í
sjávarútvegi. Möguleikarnir eru miklir í
ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum,
sem byggjast á tekjuöflun í útlöndum.
Ekkert af þessu er þó líklegt til að draga
svo um munar úr atvinnuleysi nema
grundvallarákvarðanir um stórvirkjanir
og stóriðju. Verði Samfylking og Vinstri
grænir ráðandi bæði í ríkisstjórn og borg-
arstjórn Reykjavíkur eru yfirgnæfandi lík-
ur á því, að engin hreyfing sem máli
skiptir komist á uppbyggingu atvinnulífs-
ins vegna þess, að andófsöflin innan
flokkanna beggja eru nægilega sterk til
þess að koma í veg fyrir það.
Samfélagið getur ekki sætt sig við, að
öfgahópar í röðum bæði Samfylkingar og
Vinstri grænna komi í veg fyrir, að raun-
hæfar ákvarðanir verði teknar í atvinnu-
málum. Ég hef ekki verið talsmaður sam-
starfs Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
og tel það ekki eftirsóknarvert eins og
reynslan sýnir. Og efast ekki um, að innan
Samfylkingar eru margir sömu skoðunar.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eiga
samleið í grundvallarmálum um þessar
mundir og þá ekki sízt í afstöðu til ESB. En
í stjórnmálum verður að gera fleira en gott
þykir.
Við núverandi aðstæður skiptir mestu
að leysa atvinnulífið úr þeim fjötrum, sem
það er í og hefja nýja uppbyggingu í at-
vinnumálum og skapa þar með mikinn
fjölda nýrra starfa. Þetta er ekki bara
spurning um efnalega afkomu fólks held-
ur og ekki síður um sálarheill þess.
Það er ekki hægt að una við óbreytt
ástand. Þess vegna kann vel að vera tíma-
bært að fólk innan bæði Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks, sem er tilbúið til þess að
horfa raunsætt á aðkallandi vandamál líð-
andi stundar, tali saman. Það verður að
koma hreyfingu á bæði Helguvík og Bakka
og virkjanir í neðri hluta Þjórsár og við
Þeistareyki.
Mikill hluti hinna atvinnulausu gengur
um götur Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokk-
urinn í borgarstjórn Reykjavíkur hlýtur að
heyja kosningabaráttu sína í vor m.a. á
þeirri forsendu að það verði að koma í veg
fyrir að sama lamandi ástand í atvinnu-
málum ráði ríkjum í borgarstjórninni og
nú blasir við í ríkisstjórninni. Og jafnframt
þarf flokkurinn að skerpa á forystu Orku-
veitu Reykjavíkur.
Forseti Alþýðusambands Íslands getur
ekki verið þekktur fyrir að sitja þegjandi
hjá og láta flokkspólitíska hagsmuni Sam-
fylkingarinnar ráða afstöðu sinni. Hann
og verkalýðshreyfingin í heild verða að
leggjast á þá sveif að hér verði gripið til
raunhæfra aðgerða í atvinnumálum. Rödd
hinna atvinnulausu verður að heyrast. Er
verkalýðshreyfingin líka búin að gleyma
uppruna sínum? Það skyldi þó ekki vera,
að hún sé líka komin í hendur hinnar
pólitísku yfirstéttar háskólafólksins í
Samfylkingunni?
Eftirminnilegt samtal Þóru Arnórs-
dóttur við Jóhönnu Sigurðardóttur í Kast-
ljósi sl. þriðjudagskvöld sýndi að í þessum
efnum hefur forsætisráðherrann ekkert
fram að færa. Jóhanna veitir þjóðinni ekki
pólitíska forystu. Það er mesti veikleiki
hennar.
Það er kominn tími á ný umskipti í póli-
tíkinni.
Andóf gegn atvinnuuppbyggingu
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
F
ranska rithöfundinum Émile Zola varð að ósk
sinni þegar hann var dreginn fyrir dóm á þess-
um degi árið 1898 fyrir meint meiðyrði í
„merkustu blaðagrein allra tíma“, eins og hún
hefur oft verið kölluð. Greinin birtist á forsíðu dagblaðs-
ins L’Aurore tæpum mánuði áður undir yfirskriftinni
J’accuse …! eða Ég ásaka …! Greinin hafði ekki einungis
meitlað orðfæri að geyma, heldur hefur því verið haldið
fram að blaðagrein hafi ekki í annan tíma haft eins mikil
áhrif á lög, réttlæti og samfélagið í heild.
Forsaga málsins er sú að Alfred Dreyfus, liðsforingi í
franska hernum, var tekinn höndum árið 1894, grun-
aður um njósnir fyrir Þjóðverja. Í kjölfar réttarhalda var
hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Herinn
stóð á þeim tíma í þeirri meiningu að Dreyfus væri sek-
ur. Tveimur árum síðar komu hins vegar fram sönn-
unargögn sem staðfestu að svo var ekki. Annar liðsfor-
ingi, Ferdinand Esterhazy, hafði í raun framið glæpinn. Í
stað þess að leysa Dreyfus úr haldi og rétta yfir Est-
erhazy stungu nokkrir hershöfðingjar sönnunargögn-
unum undir stól af ótta við að málið myndi skaða orð-
spor hersins.
Émile Zola, einn fremsti rithöfundur og hugsuður
Frakka á þessum tíma, hafði spurn af málinu og ritaði
grein Dreyfus til varnar. Í greininni, sem birt var sem
opið bréf til forseta Frakklands, lýsti hann málsatvikum
og færði rök fyrir því að Dreyfus hefði verið dæmdur
saklaus og að Esterhazy væri í raun sekur. Þá fjallaði
hann fjálglega um yfirhylminguna innan hersins og
nafngreindi hershöfðingjana sem hann sagði bera
ábyrgð á „einu mesta óréttlæti aldarinnar“.
Tilgangur Zola með skrifinu var tvíþættur: Annars
vegar að veita almenningi yfirsýn yfir staðreyndir máls-
ins og freista þess þannig að snúa álitinu á sveif með
Dreyfus og hins vegar, eins og fram kom hér að ofan, að
knýja yfirvöld til að ákæra sig. Með þeim hætti mætti
draga ný gögn í málinu fram í dagsljósið.
Þetta gekk eftir. Almenningsálitið snerist Dreyfus í
vil, auk þess sem málið vakti óskipta athygli utan
Frakklands. Heimskunnur rithöfundur að saka franska
herinn um svik og pretti. „Sekt Zolas er í því fólgin að
hafa kjark til að verja sannleikann og borgaralegt frelsi.
Menn munu bera hann á höndum sér hvarvetna sem
mannssálin er frjáls,“ sagði The London Times.
Réttarhaldið, sem stóð í tvær vikur, var fjölleikahúsi
líkast. Dómendur komu hranalega fram við Zola og lög-
fræðing hans og ringulreið ríkti í salnum. Það kom til
handalögmála. Æstur múgurinn æpti á Zola og reyndi að
leggja hendur á hann. Skyndilega snerist málið um þá
staðreynd að Dreyfus var gyðingur. „Niður með Zola“
og „niður með gyðinga“ voru vinsæl slagorð stjórn-
arsinna sem skemmdu eigur þeirra í skjóli nætur.
Enda þótt málsatvik væru afdráttarlaus var Zola fund-
inn sekur og dæmdur í eins árs fangelsi. Í stað þess að
taka út refsingu sína flúði hann til Englands, þar sem
hann dvaldist í tæpt ár í útlegð. Hann sneri aftur sum-
arið 1899, skömmu eftir að áfrýjunardómstóll gaf fyr-
irmæli um að aftur yrði réttað í máli Dreyfus. Öllum á
óvörum var hann aftur fundinn sekur. Skömmu síðar
var hann þó náðaður og leystur úr haldi. Hæstiréttur
Frakklands lýsti hann formlega sýknan saka árið 1906.
Dreyfus sneri aftur í herinn og málinu lauk endanlega
sumarið 1906 með athöfn honum til heiðurs.
Émile Zola var þá fjarri góðu gamni en hann lést á
heimili sínu haustið 1902, 62 ára. Banameinið var reyk-
eitrun. Sumir sagnfræðingar eru sannfærðir um að Zola
hafi verið myrtur af hægri öfgamönnum fyrir þátt hans í
Dreyfus-málinu. Þeir hafi stíflað skorstein hússins.
Ferdinand Esterhazy hlaut aldrei dóm fyri gjörðir sín-
ar. Hann hrökklaðist hins vegar úr landi árið 1898 og bjó
í Bretlandi til dauðadags árið 1923.
orri@mbl.is
„Ég
ásaka …!“
Greinin fræga á forsíðu L’Aurore.
Í stað þess að leysa Dreyfus úr haldi
og rétta yfir Esterhazy stungu nokkrir
hershöfðingjar sönnunargögnunum
undir stól af ótta við að málið myndi
skaða orðspor hersins.
Rithöfundurinn Émile Zola.
Á þessum degi
7. febrúar 1898
Alfred Dreyfus liðsforingi.