SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 28
28 7. febrúar 2010
O
pinber rannsóknarnefnd, svokölluð
Chilcot-nefnd, hefur verið að fara yfir
Íraksstríðið og aðdraganda þess í Bret-
landi. Sjónvarpað hefur verið frá yf-
irheyrslum og þær fengið töluverða athygli. Meira
að segja nóga til þess að hermikrákur hafa krunkað
hér uppi á Íslandi, svo merkilegt sem það nú er.
Tilgangurinn með hinni bresku rannsókn hefur
verið nokkuð óljós. Þrýstingur á að láta hana fara
fram hefur einkum komið frá óbreyttum þing-
mönnum Verkamannaflokksins, sem þorðu ekki í
Blair meðan hann var enn á staðnum og vissu
einnig að þeir áttu honum flestir þingsætið sitt að
þakka.Nú hefur Blair verið frá um hríð og kosn-
ingar framundan innan fárra mánaða og margt
bendir til að flestir þessara manna muni missa
þingsæti sitt. Þeir hafa því engu að tapa. Auðvitað
vilja menn vita hvort „stríðið“ hafi verið í sam-
ræmi við alþjóðalög. Slíkar spurningar komast
sjaldan af vangaveltustiginu, enda er þessi þáttur
lögfræðiumgjörðar í heiminum hvað minnst í ætt
við nákvæmnisvísindi. Ágreiningurinn snýr ein-
vörðungu að stríðinu sjálfu, því ekki er deilt um að
hersetan sem á eftir fór og enn stendur fer fram
með fullu samþykki öryggisráðsins.
Öll stríð eru viðurstyggileg, en sum þeirra er
hægt að réttlæta. Adolf Hitler réðst inn í Pólland og
Bretar fóru í stríð við hann og fleiri fylgdu síðar.
Það stóð í fimm ár og varð eitt það blóðugasta sem
sagan þekkir. En það var óhjákvæmilegt engu að
síður. Ella hefði nasisminn hirt heiminn með öllum
þeim skelfingum sem því fylgdu. Spurningin um
Íraksstríðið snýst einnig að hluta um þetta sama.
Var það nauðsynlegt, þrátt fyrir hryllinginn sem
stríðum fylgir, jafnvel óhjákvæmilegt? Bandaríkja-
menn og Bretar beittu mjög fyrir sig að þeir væru
fullvissir um að Saddam Hussein byggi yfir gereyð-
ingarvopnum eða væri að koma sér þeim upp. Vit-
að var að hann hafði beitt eiturefnavopnum gegn
Kúrdum og myrt yfir 300 þúsund þeirra. Það eitt
hefði átt að duga til að alþjóðasamfélagið tæki í
taumana, en það hafðist ekki að.
Gereyðingarvopnin fundust ekki í Írak eftir her-
námið. Miklar rannsóknir, til að mynda fyrir og
eftir stjórnarskipti í Bandaríkjunum, hafa ekki leitt
í ljós að þarlend yfirvöld hafi ekki verið i góðri trú
um að slík vopn væri þar að finna. Sama gildir í
Bretlandi, a.m.k. enn sem komið er.
Í yfirheyrslunum þar í landi kom fram að Blair er
enn jafn sannfærður og fyrr um réttmæti þess að
leggja í stríðsreksturinn. Hussein hefði þegar verið
orðinn ábyrgur fyrir dauða yfir milljón manna,
hann hafði í sífelldum hótunum og hefði fyrr eða
síðar komið sér upp gereyðingarvopnum einsog
eiturgasi á ný og jafnvel enn skæðari vopnum.
Áhættan af slíku væri yfirþyrmandi og yrði að
bregðast við.
Áleitnar spurningar um eftirleikinn
En það sem vakið hefur hvað mesta athygli við
þessa rannsókn er að hún hefur í raun snúist meira
um eftirleikinn en stríðið sjálft. Það er athyglisvert
því naumast er um það deilt að eftirleikurinn hefur
verið í fullu samræmi við alþjóðalög.
Stríðsþjóðunum (ekki þarf að taka fram að Ís-
lendingar voru ekki ein af þeim eins og til dæmis
Danir voru á hinn bóginn) var mikið í mun að
stríðið gæti tekið fljótt af og því var beitt ofurefli
liðs og búnaðar og þetta tvennt var ekki í neinu
hlutfalli við varnarviðbúnaðinn. Samgöngu-
mannvirki, rafmagnsveitur, vatnsveitur og stjórn-
unarmiðstöðvar ríkisins voru sprengdar í loft upp
til að lama óvininn. Allt innra kerfi Íraks var því í
rúst þegar sigurvegararnir drógu sína fána að húni í
höfuðborginni eftir fárra vikna bardaga og væntu
þess að fjöldinn fagnaði þeim. Lítill vafi var á að
stærsti hluti Íraka syrgði ekki fall stjórnar Saddams
Husseins og böðla hans. En eymdin sem stríðs-
aðgerðunum fylgdi og framkvæmd hernámsins
ýtti strax undir andúð og hatur. Því þykir mörgum
sem réttlæta megi stríðið með þeim rökum m.a.
sem Blair færði fram í rannsókninni. En skipulagn-
ing þess og hin algjöra og tilgangslausa eyðilegging
og fullkominn skortur á raunhæfum uppbygging-
aráætlunum sé sá þáttur sem fái stærsta áfell-
isdóminn.
Skoskur leikritahöfundur, David Greig, hefur
skrifað leikritið Dunsinane, sem fjallar um at-
burðarás um og eftir dauða Macbeths. Þegar hann
var spurður hvers vegna hann sótti í þetta efni
svaraði hann á þessa leið: „Dunsinane leitaði á mig
fyrir svo sem fimm árum, þegar allmargar Mac-
beth-sýningar voru settar á svið, kannski sem eins
konar viðbrögð við Íraksstríðinu. Macbeth snýst jú
um konung sem steypt er af stóli. Það sem kveikti
áhuga minn var spurningin um hvað gerist eftir að
konungi er steypt af stóli. Hvernig er friði komið á í
konungsríki með hervaldi?“
Þessi spurning var einmitt sú sem herveldunum,
sem unnu svo auðveldan sigur á Írak, láðist að
spyrja sig í tíma. Því hefur eftirleikurinn orðið svo
miklu erfiðari en þurft hefði. Auðvitað er óend-
anlega mikilvægt fyrir Írak og umheiminn að hinn
grimmi óútreiknanlegi harðstjóri er ekki lengur við
völd. Þar hafa farið fram kosningar og í mörgu hef-
ur vel miðað. En markvissari undirbúningur hefði
þurft að fara fram og skilningur vera fyrir hendi á
því að meira að segja stríði þarf að stilla í hóf.
Skortur á þessu tvennu hefur orðið dýr.
Hvernig eru ákvarðanir teknar?
Um það leyti sem íslenska bankakerfið var að
hrynja var öll forystusveit ríkisins stödd í New
York og hafði góðar vonir um að Ísland væri að
hljóta sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Var
búið að kosta miklu til. Allir vita að engin stofnun
Sameinuðu þjóðanna fær alvarlegri mál inn á sitt
Markvissari undirbúningur hefði þurft að fara fram fyrir Íraksstríðið og skilningur að vera fyrir hendi á því að meira að segja stríði þarf að stilla í hóf.
Reykjavíkurbréf 05.02.10
Um rannsóknarnefndir og Öry
Horft yfir Tígrisfljót í Bagdad,
hinn 20. mars 2003.