SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 35
7. febrúar 2010 35 É g hef haft áhuga á hönnun frá því ég var 12 ára og ég saumaði mína fyrstu tösku úr gömlum gallabuxum af mömmu minni,“ segir prjónatextílhönnuðurinn Álfheiður Björg Egilsdóttir, kölluð Alla. Hún út- skrifaðist af hönnunarbraut Fjölbrauta- skólans í Garðabæ og flutti í kjölfarið til London. 15 ára gömul einsetti Alla sér að læra hönnun í Central Saint Martins og það gekk eftir. Hún fór í grunnnám sem tók eitt ár og að því loknu hóf hún B.A. nám í textílhönnun sem hún lauk síðasta vor. Eftir útskrift stofnuðu Alla og vinkonur hennar, sem voru að útskrifast með henni, hönnunarhóp sem kallast Here’s One I Made Earlier. „Við prjónuðum fyrir þekktan stílista sem er einnig hönnuður og svo bjuggum við til leðurgrímur fyrir söngkonu sem er með hljómsveitina Marina and the Diamonds. Hópurinn er ekki mjög virkur núna þar sem allir eru svo uppteknir.“ Síðan í haust hefur Alla unnið sem lær- lingur hjá hönnuðinum Christopher Kane. „Ég er að gera allt; hjálpa til við sniðagerð, sauma smá og hjálpa til í framleiðslunni. Það verður sýning 22. febrúar þannig að álagið er að aukast,“ segir hún. „Ég var ein af fyrstu lærling- unum sem byrjuðu fyrir þetta „season“ en núna erum við komin upp í tíu.“ Stuttu eftir sýninguna fer Alla ásamt Kane og öðru starfsfólki á tískuvikuna í París til að aðstoða við að selja línuna í búðir. „Ég er bundin í lærlingsstöðunni þangað til við komum til baka frá París. Svo veit maður aldrei hvað gerist.“ Bjagaði gömul íslensk munstur Lokaverkefni Öllu í textílnáminu var byggt á gömlum íslenskum munstrum. „Ég var í raun að bjaga gömlu munstrin. Ég leit á kreppuna og íslensku sjálfs- myndina eftir kreppu og fannst hún dá- lítið brotin niður. Ég notaði íslenskan lopa og bjó til kraga. Í raun átti bara að gera flatar prufur en ég ákvað frekar að gera prufurnar mínar á krögum. Ég end- aði á að gera prjónaða kraga sem eru allir heima því ég tími ekki að láta þá frá mér. Mér var boðið að selja þá en það er ógjörningur að framleiða þá því það tek- ur 1-2 daga að gera einn kraga. Þetta er svo rosalega mikil handavinna. Ég var líka komin með nóg af verkefninu. Ég eyddi svo löngum tíma í það að ég vildi frekar snúa mér að öðru.“ Lenti í 1. sæti í prjónakeppni Síðasta sumar tók Alla þátt í prjóna- keppninni Þráður fortíðar til framtíðar. Þar áttu keppendur að nýta íslenska ull- ina á nýjan hátt. Alla sendi inn þrjá kraga úr lokaverkefninu sínu og fór með sigur af hólmi. Þetta var í fyrsta skipti sem keppnin var haldin og Alla segist vona að henni verði haldið áfram. „Þetta er mjög sniðugt og það var gaman að sjá hug- myndaauðgina í fólkinu sem var að senda inn tillögur,“ segir hún. „Ég lít rosalega upp til íslenskrar prjónahefðar og það er gaman að sjá hvað allir eru duglegir að prjóna og eru hugmyndaríkir í því.“ Spurð hvað sé framundan segist Alla ætla að sækja um meistaranám í prjón- aðri fatahönnun, að öllum líkindum í Central Saint Martin. „Ég er ekki á leið heim. Ég ætla að reyna að þrauka hér úti og sjá hvað gerist. Það eru miklu meiri möguleikar hér en heima.“ ylfa@mbl.is Lopakragarnir hennar Öllu eru litríkir og byggja á gömlu íslensku munstrunum. Hún sendi nokkra þeirra í prjónakeppnina Þráður fortíðar til framtíðar og vann fyrstu verðlaun. Lítur upp til íslenskrar prjónahefðar Prjónatextílhönnuðurinn Alla Björg. ’ Ég lít rosalega upp til íslenskrar prjónahefðar og það er gaman að sjá hvað allir eru duglegir að prjóna og eru hug- myndaríkir í því. Hönnun

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.