SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 38

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 38
38 7. febrúar 2010 Skrúfhyrna (kudu) horfði á íslensku ferðamennina í Kruger Park náttúruverndarsvæðinu. arfrí í fimm ár svo þetta var kærkomið frí,“ sagði Páll. Áður en hann fór var hann búinn að velja tegundir sem hann vildi ná í fyrir safnið. „Efst á lista voru strútur, krókódíll og hýena fyrir krakkana. Það gekk allt eftir nema hýenan. Svo voru veiddar antilópur: stóri sefbukkur (common reedbuck), leir- bukkur (nyala), skrúðantilópa (topi eða tsessebe) og runnahafur (bushbuck). Ég skreið líka að krókódíl og skaut hann af 28 metra færi með skammbyssu. Hvert dýr var fellt með einu skoti nema strúturinn. Hann þurfti tvö skot. Það var tiltölulega auðvelt að finna dýrin, en það gekk ekki með hýenuna. Við vorum þrjár nætur í byrgi við æti án þess að þær létu sjá sig. Það hafði komist hlébarði í ætið tveimur eða þremur nóttum áður en við fórum að veiða. Það gæti hafa styggt þær frá. Rús- ínan í pylsuendanum var svo þessi uppá- koma með nashyrninginn,“ sagði Páll. En hvers vegna hýenu fyrir krakkana? „Þau spyrja svo mikið um hýenur. Þetta kemur allt úr teiknimyndunum. Þú veist að náttúrufræðsla fyrir börn kemur að- allega frá Disney-kompaníinu í Ameríku. Það er ljótt að segja það en þannig er það! Allt úr teiknimyndunum. Sjáðu Tímon og Púmba. Ég á Púmba – vörtusvínið – en mig vantar einn Tímon, sem er jarðköttur eða desdýr (meerkat), og auðvitað hýenu. Ég þarf bara að fara aftur og ná í hýenu fyrir krakkana.“ Páll veiddi öll dýrin, nema tvær antil- ópur og nashyrninginn, með Thompson Encore-skammbyssu eða handriffli í hlaupvídd .30-06 Springfield. Antil- ópurnar tvær veiddi hann með Sako-riffli í hlaupvídd .300 Winchester Magnum. Hann hlóð skotin sjálfur og notaði Norma Oryx 11,7 gramma (180 grains) kúlur í öll skotin. Metaðsókn í fyrra Veiðisafnið á Stokkseyri hefur nú verið starfrækt í fimm ár. Nýtt starfsár hefst fyrstu helgina í febrúar ár hvert með viða- mikilli byssusýningu. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar breytingar og end- urbætur á sýningarsölum auk þess sem sýningum hefur verið breytt. „Það þarf stöðugt að endurnýja safnið og bæta við, breyta uppsetningu og setja upp nýtt til að hafa þetta lifandi. Eins er alltaf verið að skipta út skotvopnum og öðrum munum. Þetta er aldrei eins,“ sagði Páll. Í fyrra var slegið aðsóknarmet í Veiðisafninu. Gest- irnir koma úr öllum áttum. „Hingað koma margir skotveiðimenn. Hinn almenni erlendi ferðamaður kemur kannski ekki mikið en Íslendingar sem fá erlenda veiðitengda gesti koma mikið með þá. Við höfum meira að segja opnað fyrir svoleiðis mönnum utan sýningartíma,“ sagði Páll. Á meðal gesta í fyrra var hátt- settur yfirmaður frá samtökum skot- vopnaeigenda í Bandaríkjunum (NRA). Páll veiddi skrúðantílópu (tsessebe eða topi) á 70 metra færi með einskota skammbyssu eða handriffli. Myndarlegur Höfðabuffali (Cape Buffalo) varð á vegi Íslendinganna í Limpopo-héraði í Suð- ur-Afríku. Sagt er að augnatillit Höfðabuffala sé líkast því að maður skuldi honum pening! Ljósmynd/María Björk Ásbjarnardóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.