SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 39
7. febrúar 2010 39
Eins kom í heimsókn hópur umboðs-
manna og stjórnenda sænsku Norma-
skotfæraverksmiðjanna. Umboðsmenn-
irnir voru víða að úr heiminum.
„Þeir fylltu heila rútu og sýndu safninu
mikinn áhuga og velvilja. Í kjölfarið sendi
Norma okkur mikið af vörum sem við er-
um að nota. Það segir sína sögu að í kvöld-
verðarboði síðasta kvöldið sem þeir voru
hér á landi var hvorki minnst á Gullfoss né
Geysi en bara talað um Veiðisafnið!“
Villidýraveiðar á stórafmælum
Um 15-20 Íslendingar hafa stundað villi-
dýraveiðar í Afríku á undanförnum árum.
Páll segir að eini Íslendingurinn sem hann
viti til að hafi farið til villidýraveiða í Afr-
íku á undan honum hafi verið flugmaður
sem bjó í Lúxemborg. Mögulega hafi einn
annar Íslendingur stundað veiðar í Afríku
á undan honum, en það sé óstaðfest. Páll
fór í fyrstu veiðiferð sína til Afríku árið
1996.
„Ég var að veiða landsel norður í Víkum
á Skaga vorið 1995 og var að bíða eftir að
selurinn opnaði kjaftinn. Ég ætlaði nefni-
lega láta stoppa hann upp með opinn
munn og vildi sjá að tennurnar væru í lagi.
Það liðu tveir dagar þar til ég sá upp í
hann. Þar sem ég beið eftir því að selurinn
glennti upp ginið hét ég því að vera í Afr-
íku nákvæmlega ári síðar og skjóta sebra-
hest klukkan þrjú daginn sem ég yrði fer-
tugur. Það klikkaði. Ég skaut hann
klukkan hálffimm!“
Páll segist hafa reykt á yngri árum en
hætt reykingum 9. mars 1993 – „níu þrír
níu þrír“ eins og hann orðar dagsetn-
inguna. Reykingapeningana ákvað hann
að spara og safna fyrir veiðileyfi á ljóni.
„Ég var ákveðinn í að skjóta ljón með
skammbyssu á fimmtugsafmælisdaginn
minn – klukkan þrjú. Það klikkaði líka. Ég
skaut það klukkan hálfníu um morg-
uninn. Það er ekki öll vitleysan eins,“
sagði Páll. Hann kvaðst ekki vera búinn að
ákveða hvað hann ætlar að skjóta daginn
sem hann verður sextugur.
„Það verður kannski fíllinn,“ sagði Páll
vongóður. „Eigum við ekki að reikna með
því að það verði klukkan þrjú?“
Páll Reynisson veiðimaður og María Björk Ásbjarnardóttir vinkona hans við leirbukk (nyala) sem verður til sýnis á Veiðisafninu líkt og önnur dýr sem veidd voru í ferðinni.
Páll með strút sem hann veiddi með skammbyssu. Strúturinn verður settur upp í fullri stærð.
Ljósmynd/María Björk Ásbjarnardóttir
’
Karldýr sem ekki eru
lengur í blóma lífsins
státa oft af stærstu
hornunum eða tönnunum
og eru því eftirsótt þeirra
vegna. Við að fella þau
komast yngri og frískari
dýr að.
Páll skaut krókodíl á 28 metra færi. Krókodíllinn verður settur upp í fullri stærð.
Ljósmynd/María Björk Ásbjarn