SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 48
48 7. febrúar 2010
Í
slenskan er, eins og öll tungumál,
rík af orðum. Að opna orðabók er
eins og komast í ómetanlegan
fjársjóð – en rétt eins og fjársjóðir
verða engum til gagns ef þeir gleymast
undir gömlu viðargólfi, mega orð ekki
daga uppi í bókum. Við auðgum og
dýpkum tjáningu okkar með því að
nota flest þeirra sem oftast. Mörg
orðanna eru ævaforn og slípuð af alda-
langri notkun, sum hverfa hljóðlega úr
málinu vegna breyttra lífshátta en
önnur eru spriklandi fersk þó að óvíst
sé um langlífi þeirra. Öll ganga þau
hins vegar í endurnýjun lífdaga þegar
þau spreyta sig í nýju samhengi í
mæltu máli eða riti. Sumar orðabækur
geyma orð sem hljóta að úreldast, eins
og slangur, en þær góðu fréttir bárust í
vikunni að nú væru tveir ungir menn
að efna til nýrrar slangurorðabókar á
netinu enda þarf hver kynslóð að eiga
sína.
Það kemur á óvart hve orðaforði ís-
lenskra fornsagna, eins og Íslend-
ingasagna, er lítill og hve mjög orða-
sjóðurinn þyngist þegar
skáldskaparmálinu er bætt í. Skáldin
höfðu ástríðu fyrir orðum. List drótt-
kvæðanna fólst í ríku myndmáli,
margbreytilegu orðfæri og sífelldri ný-
breytni í kenningasmíð. Orðasmíðin
var skáldunum auðvitað til skemmt-
unar og yndisauka en hún end-
urspeglar einnig þankagang þeirra og
hugarheim. Í Þulum sem varðveittar
eru með Skáldskaparmálum Snorra
Eddu er beitt alkunnri aðferð minn-
islistarinnar, að festa fróðleik eins og
orðaromsur í minni í bundnu máli.
Þetta gerum við enn. Þulurnar geyma
lista yfir samheiti eða heiti eins og þau
eru kölluð í skáldskaparfræði, aragrúa
nafnorða yfir svo til sama fyrirbærið:
sverð, spjót, hræfugla, eyjar, fiska og
svo mætti lengi telja. Þessir listar vekja
aðdáun einmitt vegna þess að af þeim
geislar brennandi áhugi á orðum og
þvermóðskulegt viðnám gegn allri
kyrrstöðu.
Það er gaman að kenna börnum
endalausar þulur og láta þau búa til
nýjar. Leyfa þeim að ríma, hugsa um
fjölbreytni orðanna, íhuga hvernig
ólíkt hljómfall breytir blæbrigðum
málsins og hvernig örlítil viðskeyti
umturna merkingunni. Ungir krakkar
hafa unun af orðaleikjum og leynd-
ardómum tungunnar enda sprettur hér
fram eðlislæg þörf þeirra fyrir að tjá
sig. Við öðlumst ekki leikni í tungu-
málinu eða þjálfun í tjáningu nema
með æfingu og þá ekki aðeins með því
að vanda framsetningu, heldur með
því að ræða saman og skrifa um allt
milli himins og jarðar.
Jafnvel þó að fæst okkar séu skáld
eða orðasmiðir langar mig að nota
tækifærið til að hvetja alla til að nota
eitt nýtt orð á hverjum degi eða jafnvel
eitt nýtt í hverri viku. Lesa má nýjan
orðapistil vikulega á heimasíðu Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum (www.arnastofnun.is). Lyftum
upp hálfgleymdu lýsingarorði, sögn
eða nafnorði sem sokkið hefur djúpt
ofan í orðasjóðinn og leyfum því að
leika aftur á tungunni. Ég er viss um
að við verðum öll þreytt á því að heyra
sömu orðin hrjóta aftur og aftur af
munni okkar, þegar við vitum að svo
mörg snjöll eintök eru geymd í orða-
forðanum. Slík tilbreytni í máli er ekki
aðeins leikur að orðum og skreytni
heldur þroskar fjölbreytni í tungutaki
hugsun okkar og nákvæmni í tjáningu,
eins og Hrafnhildur Ragnarsdóttir pró-
fessor lýsti svo vel í útvarpsviðtali við
Pál Skúlason og Ævar Kjartansson fyrir
réttum hálfum mánuði (hlustið á
ruv.is). Og um leið njótum við unaðar
orðanna.
Unaður orðanna
’
Ég er viss um að við
verðum öll þreytt á
því að heyra sömu
orðin hrjóta aftur og aftur
af munni okkar, þegar við
vitum að svo mörg snjöll
eintök eru geymd í orða-
forðanum.
Ungir krakkar hafa unun af orðaleikjum og leyndardómum tungunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tungutak
Guðrún Nordal
gnordal@hi.is
M
yndefnið minnir á dóm-
kirkjur, þarna birtast
miklar hvelfingar, og í
þeim súlur og glæsilegt
birtuspil.
„Þegar menn byggja musteri og
skrautrými þá hafa þeir oft hátt til lofts
og láta súlur bera rýmið uppi. Svo leikur
ljósið um salinn,“ segir Guðmundur
Ingólfsson ljósmyndari. Við erum að
ræða um myndirnar á sýningu hans,
Heimild um horfinn tíma, sem er opnuð
nú um helgina í Arinstofu Listasafns
ASÍ.
Á ljósmyndunum eru samt engar
hefðbundnar kirkjur eða musteri. Frá
árinu 1993 hefur Guðmundur af og til
skriðið með stóra blaðfilmuvél inn í af-
lagða lýsis- og olíutanka og tekið þar
þessar tignarlegu svarthvítu myndir. Á
sýningunni birtist úrval myndanna.
„Þetta eru rými, arkitektúr í sínu
hreinasta formi. Ljós, rými og yfirborð,“
segir Guðmundur þegar ég spyr hann
um myndefnið. „Hér áður voru þetta
hrein praktísk rými, með klárt nota-
gildi, ýmist úr stáli eða
steypu.“
Í steyptu tönk-
unum eru margar súlur
og sums staðar grindur
sem hituðu vökvann,
en í stáltönkunum
draga hnoð myndir í
veggina. Öll smáatriði
sjást ofurvel þar sem
Guðmundur notast við
8x10 tommu blaðfilmu sem leynir engu.
„Þessir olíutankar eru margir svo
veigalitlir að ein súla heldur þakinu
uppi. Þeir eru eins og plastpoki, ganga
sundur eða saman eftir því hvort þeir
eru tómir eða fullir,“ segir Guðmundur.
Hann hefur leitað þessa tanka uppi og
hefur séð suma þeirra hverfa eftir að
hann tók myndir innan í þeim. „Stált-
ankur sem ég myndaði í er farinn, ég
held hann hafi fokið um koll. Búið er að
taka hlið úr öðrum og koma þar fyrir
fiskeldi.“
Á árunum 1968 til 1971 lærði Guð-
mundur ljósmyndun hjá hinum kunna
Uppljómaðar
hvelfingar úr
stáli og steypu
Eitt sinn var olía eða lýsi geymt í tönkunum sem
hafa á síðustu árum orðið Guðmundi Ingólfssyni
ljósmyndara að myndefni. Í Arinstofu Listasafns
ASÍ sýnir hann nú úrval glæsilegra mynda innan
úr þessum stóru mannvirkjum.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Guðmundur
Ingólfsson
Lesbók
Nígeríski rithöfundurinn og Nóbels-
verðlaunahafinn Wole Soyinka er þekktur
fyrir einarða afstöðu í pólitík og eins fyrir
að vera ófeiminn við að láta skoðanir sínar
í ljós. Mörgum Bretum þótti þó nóg um
þegar Soyinka lét þau orð falla að Bret-
land væri rotþró íslamskrar öfgamennsku.
Þessi yfirlýsing Wole Soyinka er svar
hans við fréttum af því að Nígería hafi ver-
ið sett á lista yfir lönd sem fóstra hryðju-
verkastarfsemi, en skemmst er að minn-
ast þess að ungur nígerískur maður, Umar
Farouk Abdulmutallab, reyndi að sprengja
farþegaþotu vestur í Bandaríkjunum á jóla-
dag.
Soyinka benti á að ungi maðurinn hefði
fengið sína innrætingu í trúarskóla í Bret-
landi og lagði til að Bretland yrði sett á
listann í stað Nígeríu, því
þar væri ein helsta upp-
spretta múslímskra öfga-
manna nú um stundir og
trúarskólar þeirrar gerðar
myndu til að mynda aldr-
ei fá að blómstra vest-
anhafs með sama móti
og gerist á Bretlands-
eyjum. Auk þessa kenndi
Soyinka dauðadómi eða fatwa Ayatollah
Khomeini yfir Salman Rushdie vegna
Söngva Satans um það trúarofstæki sem
glímt væri við í dag: „Upphafið var þegar
[Khomeini] tók sér vald lífs og dauða yfir
rithöfundi. Það voru vatnaskil milli kenn-
ingalegs ofbeldis og líkamlegs ofbeldis.“
arnim@mbl.is
Segir Bretland vera rotþró
Wole Soyinka