SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 49
7. febrúar 2010 49
Regnbogi
Þegar ég græt
gráta himnarnir með
og þú kemur
sem regnbogi
til að minna mig á
að birtan er ávallt
nærri.
Raddir
Sólin vermir krossana
kyssir steinana
gælir við sum-
arblómin.
Örlítill blær
leikur sér í snögg-
klipptu grasinu
kitlar fölnandi kransa.
Ómur frá umferð í
grennd.
Leggirðu eyra
upp að moldinni
heyrir þú hvíslandi
raddir.
Ljóðin eru úr nýútkominni ljóðabók höfundar, Að jörðu.
Tvö ljóð
Ása Marin
ljósmyndara og kennimanni Otto Stein-
ert í Essen í Þýskalandi. Hann starfaði
einnig sem aðstoðarmaður Steinerts um
tíma. Hann hefur rekið ljósmyndast-
údíóið Ímynd síðan 1972 og tekið ljós-
myndir af ýmsum toga. Undanfarin ár
hefur hann skrásett byggingar í og við
Reykjavík og hefur einnig myndað
landslag á mörkum náttúru og hins
manngerða. Hann hefur um langt árabil
verið einn fremsti ljósmyndari þjóð-
arinnar. Á ljósmyndunum í Listasafni
ASÍ opnast innviðir mannvirkja sem
margir hafa fyrir augunum alla daga.
„Þessi hlið á þeim er fólki ekki
beint kunnugleg, enda er nokkuð mál að
komast inn í tankana. Það heldur fólki
frá, ekki síst þegar vatn er í þeim. Þá
þarf að vera í stígvélum,“ segir Guð-
mundur.
„Ég veit um einn ljósmyndara,
kunningja minn erlendan, sem myndaði
í tanki í Djúpuvík sem ég hafði þegar
myndað. Hann var svolítið kindarlegur
þegar hann sýndi mér myndirnar, það
var eins og hann hefði hnuplað ein-
hverju frá mér,“ segir hann og hlær.
„Höllu konunni minni var ekki
sama í haust þegar ég fór inn í tank á
Hjalteyri, því þá var hnédjúpt vatn í
honum. Hún hélt það gæti eitthvað
komið fyrir, en ég hefði í mesta lagi
blotnað og orðið drullugur.“
Guðmundur lýsir hverja mynd í
tvær til fjórar mínútur. Þá tekur filman
inn birtuspilið og öll smáatriðin, og ljós-
myndarinn segir það oft heillandi upp-
lifun að vera innan í þessum víðu og
miklu rýmum. „Þarna stendur maður og
horfir á allt breytast ef birtan úti breyt-
ist. Ljósið kemur oft inn um eitt eða tvö
göt og ef ský dregur fyrir sólu breytist
allt. Þessir tankar eru svipað fyrirbæri
og Pantheon-hofið í Rómarborg. Þar er
eitt gat á þakinu sem lýsir upp salinn.
Birtan er stöðugt að breytast, því stefna
ljóssins tekur sífelldri breytingu. Þegar
ský dregur fyrir sólu hverfur þessi eini
harði geisli sem féll inn um gatið.“
Þannig að þessir lýsis- og olíu-
tankar eru íslensk Pantheon?
„Það má segja það,“ svarar Guð-
mundur og hlær.
’
Hann var svolítið
kindarlegur þegar
hann sýndi mér
myndirnar, það var eins og
hann hefði hnuplað ein-
hverju frá mér.
Gamall svartolíutankur. Ljósmynd frá árinu 2001. Guðmundur segir að þessi tankur sé nú horfinn.
Rokkarinn og ljóðskáldið Patti Smith hefur sent frá sér
ævisögu; minningar sem hún kallar Just Kids. Hún beinir
þar einkum sjónum að þroskaárum sínum í listinni, og
samverunni með unnustanum í eina tíð, Robert Mapple-
thorpe, sem varð einn kunnasti ljósmyndari samtíma
síns; alræmdur og dáður fyrir hómóerótískar ljósmyndir.
Titill bókarinnar vísar til þeirra á framabrautinni.
Gagnrýnendur vestanhafs hafa borið lof á Just Kids. Í
The New York Times skrifar Tom Carson að þetta sé besta
frásögn af stemningunni í listalífinu í New York á síðari
hluta sjöunda áratugarins og fyrri hluta þess áttunda sem
nokkur þátttakandi í þeirri senu hafi sett á prent.
Smith og Mapplethorpe einsettu sér að slá í gegn og
tókst það báðum. Hann kom út úr skápnum og tók saman
við sýningarstjórann og safnarann Sam Wagstaff en ekki
dró úr vináttunni við það. Smith lýsir þessum tíma á hisp-
urslausan og á tíðum heillandi hátt, að sögn gagnrýn-
enda.
Patti Smith skrifar um mótunarárin
Patti Smith lýsir stemningunni í New York.