SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Side 12

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Side 12
12 4. apríl 2010 Í sland er meðal yngstu landa jarðar og eins og þjóðin þekkir af eigin raun er landið enn lifandi og í mótun. Skjálftar eru tíðir, jörðin rifnar og glóandi kvikan flæðir úr iðrum hennar með miklu sjónarspili líkt og nú á sér stað á Fimmvörðuhálsi við Eyjafjallajökul. Þegar þessir atburðir verða þyrstir lands- menn í upplýsingar, bæði af öryggisástæðum og af einskærum áhuga. Flestir kannast því við vefsíðu Veðurstofunnar, vedur.is, og þann mikla fróðleik sem þar er að finna á jarð- skjálftakortum en færri gera sér þó grein fyrir því hversu einstakt það er að almenningur hafi svo greiðan aðgang að jafnlæsilegum upplýs- ingum. Þetta má þakka tvennu, annars vegar elju og metnaði starfsfólks Veðurstofunnar og hins vegar því öfluga kerfi sem notast er við á Ís- landi. „Það sem gerir kerfið okkar svona ein- stakt er hvað við erum fljót að staðsetja litla skjálfta til þess að geta séð þegar atburðirnir verða,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðl- isfræðingur og verkefnastjóri jarðváreftirlits- ins. Hið svokallaða SIL-kerfi var hannað sem samnorrænt verkefni af Reyni Böðvarssyni jarðskjálftafræðingi við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Fyrstu stöðvarnar voru settar upp á Suðurlandi 1989-90 vegna þess að vitað var með 90% vissu að þar yrðu stórir skjálftar inn- an 20 ára. Síðan hefur kerfið verið þróað áfram sam- hliða örum framförum í tækninni og er nú orð- ið heimsþekkt enda íslenskir fræðimenn með þeim fremstu í heiminum við að staðsetja smæstu jarðskjálfta. Engu að síður er það að- eins notað hér á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er kannski af því að við erum ekki nógu gott sölufólk,“ segir Steinunn og brosir út í annað aðspurð hvers vegna kerfið hefur ekki náð meiri útbreiðslu. Mikill áhugi hafi komið að utan á því að fá kerfið, m.a. frá Indlandi, en illa hafi gengið að fá fjármagn fyrir verkefnið. „Við höfum nú alltaf verið svo fá að við kom- umst varla yfir allt það sem við viljum gera, hvað þá að við gefum okkur tíma til að fara í markaðssetningu.“ Þegar þau hófust handa við að þróa kerfið fyrir 20 árum gerðu margir lítið úr þeirri fyr- irætlan að fylgjast með smæstu jarðskjálft- unum. Sú ákvörðun hefur hins vegar margs- annað sig að sögn Steinunnar, því smæstu skjálftarnir geta gefið bestu tækifærin til að greina hvað er að gerast eins og sést í undanfara eldgossins nú, þar sem flestir skjálftarnir voru innan við 3 að styrkleika. En allar þessar upplýsingar væru til lítils fyrir almenning ef þær væru ekki aðgengilegar á máli leikmannsins. „Við höfum meðvitað tekið þá stefnu að setja allt strax á vefinn og gera þetta eins sjálfvirkt og hægt er,“ segir Stein- unn. „Fyrir vikið sitja vísindamenn út um allan heim og fylgjast með eldgosum á Íslandi og margir landsmenn líka. Ótrúlegasta fólk kemur og segir „ég skoða kortin ykkar á hverjum morgni“. Okkur finnst skemmtilegt að geta gert þetta svona því við erum fámennur hópur en reynum að gera okkar besta.“ Annar styrkur kerfisins á Íslandi er hve boð- leiðir eru stuttar á milli fræðimanna á Veð- urstofunni, í Háskólanum og til Almannavarna. Jarðváreftirlitið hikar ekki við að hringja beint í Almannavarnir ef eitthvað er í gangi en þetta segir Steinunn að margir erlendir fræðimenn telji ótrúlega frjálslegt en um leið mikla ábyrgð. Þegar allt þetta kemur saman verður hins vegar til kerfi sem reynst hefur einstakt til að bregðast við þeirri miklu virkni sem kraumar undir yfirborði Íslands. „Við erum sennilega allt of hógvær,“ segir Steinunn og hlær. Við er- um af gamla skólanum, viljum frekar gott inni- hald en gylltan ramma sem gleymdist að setja myndina í.“ Jarðskjálfta- fræði á heimsmæli- kvarða Hjá Veðurstofu Íslands við Bústaða- veg starfar 12 manna teymi við að fylgjast með hverri einustu hreyf- ingu jarðskorpunnar allt frá þeirri smæstu upp í mestu hamfarir. Þau eru sérfræðingar á heimsmæli- kvarða og fólkið sem stendur að baki þeim einstöku upplýsingum sem við styðjumst við þegar náttúr- an fer af stað. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.