SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 21
4. apríl 2010 21 Páll segir erfiðast að horfa upp á heimsóknir eig- inkvenna eða kærastna fanga með lítil börn, þegar pabbinn á ef til vill eftir að sitja inni í tíu ár. Í Húsi 2 er líka aðstaða lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðings. Hús 3 er alþjóðlegt samfélag, þar búa saman Íslend- ingar, Pólverjar og Litháar en yfirgnæfandi meirihluti erlendra fanga er frá þeim tveimur löndum. Klefarnir eru 22, sumir tvísetnir. Það er að koma hádegi og menn eru á þönum um ganginn. Sumir að fá sér í svanginn, aðrir að horfa á sjónvarpið, enn aðrir að spjalla á herbergjum. Erillinn minnir einna helst á flugstöð. Einn fanginn gefur Júlíusi góðfúslega leyfi til að mynda í herbergi sínu. Nokkrir fangar safnast saman fyrir utan, flissandi. „Smile, smile,“ hrópa þeir á félaga sinn. Athygli vekur náungi sem sprangar um á brókinni einni fata. Menn eru upp til hópa vel vöðvum búnir. Það er einhver spenna í loftinu sem kemur kannski ekki á óvart enda eru þarna til húsa fangar sem eru „ekki að gera neitt í sínum málum“, samkvæmt skilgreiningu fangelsisyfirvalda. Úti í horni rís ósætti milli fulltrúa ólíkra menningarheima en menn vægja áður en illa fer. Sumir þurfa þó alltaf að eiga lokaorðið: „Fokkaðu þér!“ Hendur fara á loft með tilheyrandi bendingum. Í Húsi 3 tala menn enga tæpitungu. Ágætt er að komast út, það verður að segjast alveg eins og er. Margrét vekur athygli á stéttinni í fangels- isgarðinum, hún er nýlega hellulögð. Þar voru að verki fangarnir sjálfir. „Þetta er allt annað en mölin sem var áður. Síðan umgangast menn svæðið líka betur eftir að hafa gert þetta sjálfir,“ segir hún. Ekki verður annað séð en handverkið sé til mikillar fyrirmyndar. Því næst kynnum við okkur vinnuaðstöðu fanga í Morgunblaðið/Júlíus Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, ræðir við einangrunarfanga gegnum lúgu á klefahurðinni. ’ Ég tala ekki við þig meðan þú lætur svona. Fyrst þú lemur svona í hurðina gætirðu alveg eins lamið mig. Ef þú róar þig niður skal ég tala við þig á eftir. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.