SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 24

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 24
24 4. apríl 2010 skuld öllu máli. Strax á þriðja ári í skólanum komst ég inn á eina stærstu umboðsskrifstofuna í Þýska- landi og þar hefur alltaf verið haldið vel utan um mig. Ég hef sjálf verið mjög passasöm með það hvaða hlutverk ég tek að mér og það hefur skilað sér. Menn vita að ég tek ekki hvaða hlutverk sem er. Þannig má segja að ég hafi haldið verðgildi mínu. Síðan við fjölskyldan fluttum heim hef ég leikið að meðaltali í tveimur til fjórum myndum á ári í Þýskalandi þannig að ég er í burtu tvo til fjóra mánuði á ári. Það er ekki auðvelt og stundum finnst mér það leiðinlegt en annað eins lifir fólk nú af.“ Eru verkefni framundan í Þýskalandi? „Ég verð í Þýskalandi í maí og júní við upptöku á tveimur sjónvarpsmyndum. Þetta eru framhalds- myndir sem önnur ríkisrekna sjónvarpsstöðin í Þýskalandi framleiðir og hafa verið sýndar í fimm ár við gríðarlegar vinsældir og slógu nýlega áhorf- endamet. Í þessi fimm ár hef ég verið með fast hlutverk sem lögreglukona, aðstoðarkona aðal- persónunnar. Það hlutverk hefur verið að stækka og fengið meira vægi með árunum.“ Sársaukinn sem fer aldrei Þér hefur vegnað mjög vel í starfi en þú hefur lifað mikla sorg. Þú misstir systur þína, það hlýtur að hafa verið skelfileg reynsla. „Við systkinin vorum fimm: Ég, Þorleifur Örn, Oddný, Jón Magnús og Guðrún Helga, sem var elst. Guðrún Helga greindist mjög ung með krabba- mein, 29 ára gömul, og svo aftur sex árum síðar. Það var samt aldrei beint á henni Guðrúnu Helgu að sjá að hún væri sérstaklega veik. Alla tíð stafaði frá henni ótrúlegum krafti, jákvæðni og lífsgleði. Við vorum miklar vinkonur, þótt hún væri níu árum eldri en ég. Fyrir alla fjölskylduna var dauði hennar gríðarlegt reiðarslag. Og það er mjög erfitt að horfa upp á foreldra sína missa barnið sitt. Nú eru sex ár liðin frá því Guðrún Helga dó. Ég skrifaði á sínum tíma minningargrein um hana þar sem ég sagði að vonandi kæmi sá tími að minningar um hana kölluðu ekki bara fram skelfilegan stingandi sársauka. Nú hefur það gerst að minning- arnar ylja og verma. Hún hefði orðið 45 ára í fyrra- sumar og þá héldu pabbi og mamma mikið boð og buðu gömlum vinum hennar. Þetta var sami hópur sem hafði sex árum fyrr verið saman kominn í erfi- drykkju þar sem fólk var lamað af sorg. Í þessu boðið féllu nokkur tár en fólk gat minnst Guðrúnar Helgu með gleði og það var hægt að rifja upp minn- ingar og hlæja. Þegar maður er í áfallinu miðju er engin setning ár. Maður býr að því allt lífið. Allt sem maður upp- lifir í öðru landi setur maður í sarpinn og tekur með sér heim. En það er líka mikill kostur að alast upp í litlu landi eins og Ísland er. Við kynnumst vinum okkar oft snemma á lífsleiðinni og þeir fylgja okkur í gegnum lífið sem er auðvitað dásamlegt. Maður finnur víða erlendis að fólk upplifir ekki þessi djúpu vinasamskipti sem við búum að hér því það flytur svo ört á milli staða.“ Sjónvarpsmynd í Þýskalandi Þú lærðir leiklist í gríðarlega virtum skóla í Berlín og bjóst þar í tíu ár. Hvernig var lífið í stórborg- inni? „Ég kom tiltölulega ung og óhörðnuð úr vernd- uðu samfélagi til stórborgar. Í eitt ár vann ég á bör- um og lærði tungumálið en komst svo inn í leiklist- arskóla sem talinn er sá besti í hinum þýskumælandi heimi. Það vissi ég ekki þegar ég fór í inntökuprófið. Ég vissi ekki heldur að 3.000 manns væru að sækja þar um skólavist. Ég komst inn í skólann og um leið var mér slengt inn í þá miklu og djúpstæðu menningu sem Þjóðverjar búa að. Ég var látlaust að rekast á hindranir hjá sjálfri mér af því að það var alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi sem ég þurfti að takast á við. Fyrstu árin fannst mér tryllingslega spennandi að búa í Berlín. Ég kom þangað tuttugu og tveggja ára, kynntist manninum mínum, Jósef Halldórs- syni arkitekt, og eignaðist börnin mín. Síðustu árin sem ég bjó þar var þessi stórborg orðin minn hvunndagur. Hún hafði reyndar ennþá möguleika á því að koma mér á óvart en í hvunndeginum eru stórborgir gríðarlega krefjandi. Þegar heimþráin var farin að gera vart við sig fannst mér kaldr- analeiki og einmanleiki stórborgarinnar oft draga mig niður. Það er afskaplega fátt huggulegt í Berlín. Hún er ekki beint það sem kalla mætti kósí borg. Þegar ég kom til Berlínar, eftir að hafa verið annars staðar, leið mér aldrei eins og ég væri að koma heim þótt ég þekkti borgina út og inn. Þegar við hjónin fluttum svo aftur til Íslands fyrir sex árum fannst mér það stórkostlegt. Eins og gamall bóndi sem vill fara í sinn dal fór ég aftur í mín Þingholt.“ Þér hefur gengið mjög vel í Þýskalandi og leikur þar reglulega á sviði og í sjónvarps- og kvik- myndum. Er ekki óalgengt að útlendingur nái svo langt í leiklistar- og kvikmyndaheiminum þar í landi? „Jú, það er það. Það eitt og sér er að hafa lokið námi í leiklistarskólanum í Berlín hjálpaði mér mikið og svo kann ég þýskuna sem skiptir vita- S ólveig Arnarsdóttir fer með eitt aðal- hlutverkið í verkinu Eilíf óhamingja sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Leikritið er eft- ir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarsson, sem er bróðir Sólveigar, en hann leik- stýrir jafnframt verkinu. Í maí heldur Sólveig síðan til Þýskalands þar sem hún leikur lögreglukonu í vinsælum sjónvarpssakamálaþætti. Sólveig er eins og kunnugt er dóttir Arnars Jóns- sonar leikara og Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra. „Ég heillaðist af leikhúsinu strax sem krakki, bæði af andrúmsloftinu í leikhúsinu og af því sem ég sá á sviðinu,“ segir hún. „Mér þótti svo merkileg þessi umbreyting sem varð á fólki sem ég þekkti vel þeg- ar það fór upp á svið. Áhugavert að leikarinn leit eins út á sviði og í raunveruleikanum, talaði með sömu rödd en var samt einhver allt annar. Það var þetta sem heillaði mig svo mjög og gerir enn. Ég var tiltölulega fljótt farin að leika, Mér datt svo sem aldrei mikið annað í hug en að gera leiklistina að ævistarfi. Kannski var það skortur á ímyndunar- afli.“ Út úr skugga foreldranna Foreldrar þínir eru mjög þekktir í leikhúsheim- inum. Hvarflaði aldrei að þér að það gæti orðið erfitt fyrir þig að leggja fyrir þig leiklistarstarfið vegna þess hversu margir tengja þig við foreldr- ana? „Í listinni sjálfri hjálpaði það mér að eiga einmitt þessa foreldra. Mamma og pabbi hafa bæði alla tíð verið mjög gagnrýnin og í mikilli skoðun í sinni list. Það hafa alltaf verið miklar umræður um listir og menningu á heimilinu þar sem litið er á það sem grunnforsendu listsköpunar að hafa einhverju að miðla inn í samfélagið og inn í þann samtíma sem við lifum og hrærumst í. Það hefur verið mikil hjálp og mjög gjöfult að vera alin upp við gagnrýna og skapandi hugsun. En auðvitað fann ég, og finn reyndar enn, að margir tengja mig mjög sterkt við foreldra mína og telja til dæmis mjög oft að skoð- anir þeirra séu skoðanir mínar. Auðvitað er það ekki þannig. Það var engin tilviljun að ég ákvað að fara í leik- listarnám til útlanda. Mér fannst viss léttir í því að stíga út úr skugga foreldra minna og verða sjálf- stæð. En það var ekki eina ástæðan fyrir því að ég fór utan til náms. Mér finnst það nánast því eiga að vera skylda Íslendinga að fara til útlanda. Eins gott og margt er hér á landi þá er þetta bara rúmlega 300.000 manna samfélag. Það er stórkostlegt að búa í öðru samfélagi og annarri menningu í nokkur Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hef haldið verðgildi mínu Sólveig Arnarsdóttir leikur jöfnum höndum hér á landi og í Þýskalandi. Fljótlega heldur hún til Þýskalands til að leika í vinsælum sjónvarpssakamálaþætti. Í viðtali ræðir hún um leiklistina, lífið í stórborginni Berlín, gleðina við að flytja heim til Íslands og sorgina sem aldrei hverfur.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.