SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 25
4. apríl 2010 25
sem manni finnst meira óþolandi en að tíminn
lækni öll sár. Og auðvitað er ekkert sem læknar
sárin. Sársaukinn fer aldrei en maður lærir að lifa
með honum og getur umgengist sorgina á annan
hátt en sem lamandi afl. En þetta var skelfilegt og
mér finnst þetta ennþá skelfilegt. Stundum stend
ég mig að því að þykja fullkomlega fáránlegt að hún
hafi farið og að ég muni ekki hitta hana aftur.“
Trúirðu því ekki að það sé líf eftir dauðann?
„Þegar ég sá Guðrúnu Helgu rétt eftir að hún dó
varð ég í eina skiptið á ævinni algjörlega sannfærð
um að það væri eitthvað annað eftir þetta líf. Þessi
líkami sem þarna lá var bara hylki sem hafði ná-
kvæmlega ekkert með systur mína að gera. Það
þarf enginn að segja mér að allur sá kraftur og það
mikla líf og gleði sem fylgdi Guðrúnu Helgu hafi
þyrlast út í loftið og horfið. Sú orka hlýtur að vera
einhvers staðar, annað finnst mér fullkomlega
fáránlegt. En hvar hún er, það veit ég ekki.“
Spennandi að leika á brúninni
Þú hefur leikið á móti föður þínum og undir leik-
stjórn móður þinnar og Þorleifs, bróður þíns. Er
ekkert erfitt að vinna svo náið með fjölskyldu sinni?
„Það að við þekkjumst svona vel hefur mér frek-
ar fundist hjálpa heldur en hitt. Það er ekki eins og
verið sé að gefa einhvern afslátt. Þarna er fólk sem
þekkir mig vel og veit hvenær ég er að reyna að fara
auðveldari leiðina í stað þess að takast á við ein-
stigið. Þegar leikarar eru óöruggir fara þeir að fikra
sig nær landi þar sem þeir telja sig örugga því þeir
vilja ekki detta ofan í vökina. Góður leikstjóri styð-
ur hins vegar leikarana út á ísinn og dregur þá upp
úr skyldu þeir hrasa. Yfirleitt er leiklistin ekki mjög
spennandi nema þegar leikið er á brúninni.
Mér finnst líka mjög mikilvægt að ákveðinn
heiðarleiki ríki í leikhúsinu. Stundum erum við
leikhúsfólkið að gera okkur of erfitt fyrir og tökum
inn í vinnuna of mikla stæla, kaldhæðni eða áhuga-
leysi. Oft til að hylma yfir óöryggi eða stress. Til að
móta sýningu þarf gríðarlega einlægni og þá þurfa
menn að horfast í augu við sjálfa sig og horfa inn á
við. Einlægnin skipti miklu máli svo menn þori að
leggja út á dýpið.“
Heldurðu að leiklistin verði þitt ævistarf?
„Það gæti alveg verið að mér dytti í hug að gera
eitthvað allt annað. Fólk virðist ekki endast sérlega
vel í leikarastarfinu. Ef maður ætlar að sinna þessu
starfi af ástríðu þarf maður að fara inn í sál sína og
það gerir að verkum að maður verður berskjald-
aður. Í starfi eins og þessu getur verið erfitt að
halda utan um sjálfan sig alla ævi.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólveig Arnarsdóttir:
Ef maður ætlar að
sinna þessu starfi af
ástríðu þarf maður að
fara inn í sál sína og
það gerir að verkum
að maður verður ber-
skjaldaður.
’
Það er afskaplega fátt
huggulegt í Berlín. Hún
er ekki beint það sem
kalla mætti kósí borg. Þegar ég
kom til Berlínar, eftir að hafa
verið annars staðar, leið mér
aldrei eins og ég væri að koma
heim þótt ég þekkti borgina út
og inn. Þegar við hjónin flutt-
um svo aftur til Íslands fyrir
sex árum fannst mér það stór-
kostlegt. Eins og gamall bóndi
sem vill fara í sinn dal fór ég
aftur í mín Þingholt.